Björk og draumaráðning að hætti Jóhönnu bloggvinu



Bara af því tilefni að hún Björk er með tónleika ásamt Sigur Rós í kvöld, þetta er eitt af mínum uppáhalds lögum með henni.
Og fyrst ég er að setja þetta lag inn verður þetta að fylgja með, lagið Afi.



Og að lokum fyrst ég er nú að setja inn myndbönd af henni Björk þá verð ég líka að setja þetta hérna, It's oh so quiet, sem er líka í miklu uppáhaldi.




En af því að Jóhanna bloggvinkona kom með svo skemmtilega draumaráðningu, að ég verð að deila henni með ykkur. Hún er snillignur hún Jóhanna, en hún víst spáir ekki í bolla, sem ég er nú farin að efa!

Draumráðning (bara grín): Það á eftir að taka nokkrar tilraunir að lenda þínum draumum, sem virðast tengjast því að innst inni langar þig að verða leikkona á sviði (og mjög fræg auðvitað). Lendingin verður síðan óvænt og hávaðasöm og einhverjir verða sárir en þú stendur uppi sem sigurvegari og hittir Idolið þitt; Sólveigu og jafnvel Margréti Vilhjálmsdóttur líka (enda rauðhærðar báðar) og fetar sömu leið og þær... það er að segja í leikhúsið! Cool

 Hver myndi nú ekki vilja lenda í þessu svona!

Annars er ég búin að útbúa boðskort á opnunina á ljósmyndasýningunni, reyndar þarf ég að spyrja hana Björgu hvort ég ætti ekki að gera svoleiðis. En það er mjög flott og ég er næstum búin að ákveða mig hvaða myndir skulu verða hengdar upp á vegg, og mikið væri nú gaman að fá svotil einhver nöfn í gestabókina sem þar verður frá einhverjum bloggvinum!Grin


Ég er stressuð og spennt í senn, veit ekkert og veit allt, mig langar að gera þetta en geri þó hitt.
Leikur á morgun gegn Víði/Reyni og stelpurnar í meistaraflokk töpuðu 4-0 gegn Þór/KA, þó góður árangur.

Ef þið hafið eitthvað skemmtilegt að segja, eða viljið að ég segi frá það endilega komið með þaðGrinHeart

PS. Ég held alveg örugglega að ég sé ekki búin að segja frá því að þegar systir mín kom heim frá Danmörku fékk ég ótrúlega sæta hjartaeyrnalokka. Get alveg sagt frá því en ég átti bara enga von á því að hún myndi gefa mér eitthvað, en hún þekkti nú tilhlökkunina. Og ég var nú ekkert smá ánægð að sjá hana, úff þetta verður örugglega bara erfitt þegar hún flytur á Keili...Blush
Rafn kom líka heim frá Danmörku og hingað á Höfn á sunnudaginn og ég hitti hann síðan á mánudag og fékk þá hliðartösku, kvartbuxur OG bol, allllltof mikið Blush!! EN ég bara veeerð að þakka þeim báðum kærlega fyrir mig afturHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég ætla að reyna að horfa  á tónleikana á Mbl . is Knús á þig

Kristín Katla Árnadóttir, 28.6.2008 kl. 18:50

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég er allt of vitlaus til að horfa á hana Björk í beinni, örugglega allt of góð með mig. Ég kann mig ekki, ég vil ekki horfa á svona atburði í sjónvarpi - allt live verður að vera LIVE, ekki í gegnum einhvern ljótan glerkassa...

En þetta er nú svaka flott ljóð hjá þér atarna Sigga mín! Takk fyrir það.

Eru þeir sýndir á mbl? það er bara lúxus.....
Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.6.2008 kl. 19:06

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hahaha, góð!  ... Ég hef aldrei spáð í bolla, eins og fram kemur á síðunni minni en einu sinni spáði ég mikið í Tarot spil fyrir fjölskyldu og vinkonur, en löngu hætt því. Það má aldrei taka svona of hátíðlega. Áhrifarikast er að setja sér markmið, setja þau á blað og gerast sinn eiginn spámaður....

Fólkinu þínu þykir augljóslega vænt um þig og vill gefa þér fallegar gjafir, það er notalegt.

Þú brillerar örugglega á ljósmyndasýningunni, þarf enga spádóma þar!

Eigðu gott kvöld og dreymi þig fleiri spennandi drauma!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.6.2008 kl. 20:16

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það hefur verið spáð í bolla fyrir mér, á laugum og þar var sagt að það yrði mjög mikið af fólki í kringum mig, einskonar frægð eða stórt boð. Reyndar fyrir löngu löngu, en þó á árinu.

Takk takk Jóhanna mín
Ég var næstum búin að segja bolla og spil, svo hætti ég við spilin því það stóð ekki

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.6.2008 kl. 20:27

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tók eftir einu, þú segir allt of mikið, (sem þú fékkst gefið) hægan ekkert er of mikið fyrir skjóðu eins og þig, og þú segir bara takk og brosir sætt.
Tek undir með Jóhönnu maður á ekki að taka mark á draumum, heldur setja sér markmið og ná þeim, minnir að ég hafi sagt þetta við þig áður.

Samt gaman að velta sér upp úr ýmsum hugmyndum, en bara til að hafa gaman að því.

Gott gengi á ljósmyndasýningunni, það verður gaman hjá þér.
Knús til þín besta barn.
Þín Milla.
Ps.
         þessi mynd er rosa krúttleg.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2008 kl. 20:54

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Milla mér finnst ekki rosalega gaman að þiggja gjafir, því ég bara einfaldlega kann mig ekki á þeim forsendum. Finnst langskemmtilegast að gleðja aðra
Já ég geri það líka, mér fannst þetta bara svo hrikalega skemmtileg spá!
Takk Milla mín
Knúsknús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.6.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband