Á allra vörum - í kvöld!

Leikurinn í dag fór þannig að ekki er hægt að tala um hann, ég veit ekki hver staðan var, en allavega töpuðum við eitthvað um 1-5. Við vorum engan vegin tilbúnar í þennan leik svo ég segi ekki meira.

Ísbjarnarsporin sem reyndust hestaþófaspor, ég veit ekki hvað skal segja. Mér fannst þetta í fyrstu sýndarmennska, fannst svo eins og maður eigi að trúa þangað til annað komi í ljós. En Hestaspor, hvernig er hægt að rugla þeim saman við ísbjarnaspor. Ég er mát!

Á morgun er alvöru fótbolti, ef hann verður ekki sýndur í sjónvarpinu verð ég brjáluð. Íslensku stelpurnar eru EINU skrefi nær EM, ég hlakka svo til að horfa á þessar frábæru stelpur. Íslenska kvennalandsliðið er ( fyrirgefið strákar ) MIKIÐ betra heldur en karlaliðið.

Áfram Ísland, Áfram Ísland, Áfram Ísland!!!!!!!!Grin

SVO MÆLI ÉG MEÐ ÞVÍ AÐ ALLIR SETJIST FRAMMI FYRIR SJÓNVARPINU Í KVÖLD OG TAKI UPP SÍMANN OG LEGGI SITT FRAMLAG. KVEIKJA Á SKJÁ EINUM OG HORFA Á ALLRA VÖRUM UM 21.00 LEITIÐ.
Okkar framlag skiptir máli, þarna mæta fullt af flottum konum og áhrifaríkum, fyrrverandi Forsetinn okkar held ég nú að mæti í þáttinn og einhverjar leikkonur.

 

Svo sendi ég ykkur knús inn í kvöldiðHeart

E.s. Rafn fer af stað heim annað kvöld ef ég skil Röggu rétt. Þau eru að koma heim öll hele familien frá Danmörku og eru búin að dvelja þar síðustu tvær vikur. Ég sakna Rafns svo innilega og hlakka endalaust til að fá hann heim og knúsa hann í klessurToungeGrinInLove...
Systir mín stóra, Sædís Ösp fór ásamt vinkonu sinni Evu Ösp til Danmörku í fyrradag. Þær könnuðu svæðið í gær og gengu strikið. Skoðuðu hvaða búðir þær ætluðu í, fyrir daginn í dag. Og hafa eflaust eitt deginum bara í búðum....LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála þér með kvennalandsliðið.
Leitt með leikinn hjá ykkur, gerið bara betur næst.
Ísbjarnarspor hef nú aldrei vitað til að þau líktust hófsporum, bara útilokað.

Auðvitað horfir maður á skjáinn.

Heyrir maður nokkuð í þér er Rafn kemur heim
Knús til þín skjóðan mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.6.2008 kl. 20:50

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Já Milla mín, gerum betur næst, fyrsti leikur sumarsins segir ekki alla sólarsöguna, Leiknisstelpurnar frá Reykjavík eru mjög sterkar og góðar. Við hefðum getað unnið þetta ef viljinn og þorið hefði verið fyrir hendi, en það var það ekki.
Alveg ótrúlegt hvað fólki dettur í hug með fótspor.....

Jú jú, það mun heyrast eitthvað frá mér, ég ætla að reyna að vera eins mikið með honum og hægt er samt, enda er sumar og það hlýtur að vera tími....

Knús elsku Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.6.2008 kl. 20:53

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þið unnuð nú völsung svo þið hefðuð getað unnið leiknir.
Skildi þó aldrei vera að litli björninn þinn sé upp á Langajökli?
nei bara svona tilgáta.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.6.2008 kl. 21:01

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Milla við tölum um Leikni Reykjavík ekki Leikni Austurlandi. Í þriðja flokki kvenna

KANNSKI bara á Jökulsárlóni!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.6.2008 kl. 21:03

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég veit að þú varst að tala um leikni Reykjavík, já nú skil ég þú ert í 3 fl.
En Völsungar voru að spila við meistaraflokk, en ert þú ekki líka viðloðandi hann.?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.6.2008 kl. 21:09

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég er vara-varamarkmaður, hvorki meira né minna. Næstum varavaravara.....
Erum fjórar, ein er reyndar meidd núna, og ein býr annarsstaðar...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.6.2008 kl. 21:12

7 identicon

OMG ég var á strikinu líka í gær !! :D:D og í tívolí þar sem ég hitti bjarna . ég bara " GUUUUÐ BJARNI??" ahahah . geggjað fyndið . lítill heimur ;)

Þórdís Imsland (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 22:39

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þórdís mín þetta er alltof lítill heimur, ALLIR Hornfirðingar kíkja greinilega til Danmörku í sumar, ó mæ ó mæ!....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.6.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband