Afsakið..

..Ég vil taka það fram að síðasta færsla var meira sögð í gríni heldur en alvöru!

En á morgun byrjar nýja vinnan mín, ég hlakka ótrúlega til að byrja. Held ekki svefni yfir þessu öllu saman, veit ekki hvernig ég lifi það af á morgun ef ég næ ekki að sofna í kvöld!

En í framhaldi af síðustu færslu vil ég tala um hana Hallgerði bloggvinkonu mína, hún er fín sú kona, þið þurfið ekki að efa það.
Fyrir svolitlu benti hún mér á þrjár bækur til lestrar, Veröld Soffíu, Íslandsklukkan og heimur Veroniku. Ég bað pabba um að fara út í bókasafn og biðja um eina af fyrrnefndum bókum, Veröld Soffíu. Ég er byrjuð að lesa hana og hún kemur mér sífellt á óvart, þarna benti hún vinkona mín, Hallgerður, mér á bók sem gæti af og til verið skrifuð upp eftir hugsunum mínum.
Á timapunktum verð ég bara hrædd við að lesa þessa bók!


Finnst ykkur ekki skrítið, þegar við lesum, eru sumir með svo sterkt ímyndunarafl að þeir búa bara til myndina í huganum. Svoleiðis er ég og það er eins og ég sé að lesa upp úr myndasögubók, eða að það birtast myndir í sjónvarpinu og rödd segir frá.
Svona erum við ólík....


Knús á ykkurHeart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Gangi þér vel í nýja starfinu, þú átt eftir að  vært og rótt í alla nótt mín ljúfa.

það er gott að hafa frjótt ímyndunarafl við lestur bóka :)

 

Guðrún Hauksdóttir, 8.6.2008 kl. 14:55

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það er einmitt svo gaman við lesturinn þegar þú getur fundið þig sjálfa í persónunum og í raun held ég að við gerum það alltaf ósjálfrátt, leitum í undirmeðvitundinni að þeim sem er líkastur okkur. Líka í sjónvarpi, margar stelpur/konur horfa  á Friends eða slíka þætti og hugsa  hmmm.. hverri er ég líkust ?

Gangi þér vel í vinnunni!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.6.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gangi þér vel í nýju vinnunni. Það er svo gaman að lesa og lifa sig inn í söguna.

Knús á þig Róslín mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.6.2008 kl. 15:48

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Guðrún
Það er ekki gaman að lesa bók ef maður getur ekki gert sér upp hugmyndir hvernig allt er, ég myndi teikna fyrir ykkur mynd af húsinu, póstkassanum og skónum við hliðiná heimili Soffíu ef ég gæti sett það niður á blað, það virkar svo flott í huganum en kæmi ekki vel frá mér út á blaði..

Já einmitt Jóhanna!!
Alltaf þegar ég les þá finn ég alltaf óvart eitthvað sameiginlegt með mér og einhverri persónunni.
Til gamans má geta þess að ég er líkust Pheobe í Friends, báðar jafn skrítnar...
Takk fyrir!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.6.2008 kl. 15:50

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk fyrir Katla, gott að heyra í þér aftur.
Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.6.2008 kl. 15:50

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Gangi þér vel í nýju vinnunni. Veit þú átt eftir að standa þig vel.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 8.6.2008 kl. 19:41

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk kærlega fyrir það Kristín!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.6.2008 kl. 19:42

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gangi þér vel í vinnunni Róslín mín og góða skemmtun

Pheobe var í miklu uppáhaldi hjá mér.....en við erum ekkert líkar...held ég

Sigrún Jónsdóttir, 8.6.2008 kl. 19:50

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Haha.. hmm.. Pheobe er nú svolítið utan við sig en hrikalega skemmtileg. Ég held ég sé hálfgerð Mónika!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.6.2008 kl. 20:08

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Sigrún mín
Ég horfi ekki mikið á Friends en þegar ég horfi þá finn ég mjög mikið sameiginlegt með okkur!


Jóhanna, ótrúlegt en satt, ég get verið hrikalega utan við mig og erfitt að ná að tala við mig..
Mónika, hún er allavega mjög jarðbundin!
Ég finn mig reyndar bæði í Pheobe og Ross, þau geta bæði verið hrikalega auðtrúa!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.6.2008 kl. 20:10

11 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Gangi þér vel í vinnunni vina mín, knús

Svanhildur Karlsdóttir, 8.6.2008 kl. 21:51

12 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk fyrir það Svanhildur
Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.6.2008 kl. 22:01

13 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Langaði bara að bjóða góða nótt  

Megi englar guðs vaka yfir þér

Guðrún Hauksdóttir, 8.6.2008 kl. 23:35

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gangi þér vel í nýju vinnunni Róslín mín

Huld S. Ringsted, 8.6.2008 kl. 23:54

15 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt og sömuleiðis

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.6.2008 kl. 23:54

16 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Huld mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.6.2008 kl. 23:55

17 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.6.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband