Metnaður eða metingur á hæsta stigi?

Undanfarnar vikur hef ég verið ómótstæðilega dugleg að læra í stærðfræðitímum, einfaldlega vegna þess að ég hef ekkert betra að gera en að sitja og læra, hlustandi á iPodinn minn ( já það má ef maður er að læra í alvöru..).
Eins og er, þá er ég komin einnar lengst í bekknum, byrjuð á nýjum kafla á meðan hinir eru að klára þann fyrri. Enda sit ég ein, og enginn hefur velt því fyrir sér í huganum að gerast svo mikil hetja og setjast hjá mér. Reyndar held ég að það sé lítill félagsskapur í því, enda held ég áfram að læra og verð bara pirruð í miðjum reikningi þegar einhver reynir að tala við mig ( á það til að slá frá mér þegar ég er á hæsta pirringsstiginuDevil).

Endrum og eins hef ég verið að fá hrikalegar einkunnir í stærðfræði, eða á móts við það hvað ég tel mig duglega að læra. Þetta dregst allt út fyrir próf, og ég veit ekki neitt, kannski því að ég gleymdi að fara yfir þetta dæmi eða fann það ekki á blaðsíðunni, þá lækka ég strax um einhver stig því það verður einfaldlega pottþétt á prófinu.
Síðustu tvö próf sem ÁTTU að vera, lærði ég eins og tryllt manneskja, glósaði niður ALLT sem ég skildi ekki og las vel yfir, og takið eftir, fyrir kaflapróf!
En það var ekki það sem ég ætlaði að tala um.

Í stærðfræðinni var ég ein af tveimur ( þar með talin ég ) sem var langt á undan flestum í bekknum í bókinni. Þessi strákur er einn af tveimur sem leggur allan metnað í það að ég held að vera á undan öðrum og eru það oftast hann og nörd ( sem mér finnst mjög jákvætt orð, ekki niðurlægjandi sagt allavega í þessu tilfelli!) bekkjarins sem keppast um.
En síðustu vikur hefur það gengið á milli mín og fyrri nefndan dreng, enda var nördið í samræmduprófum og komst því ekki í alla tímana. Ég vil taka það skírt fram að nördið á það vel skilið að vera kallaður nörd, enda ef hann veit ekki hluti, fer svo yfir það einu sinni sem hann vissi ekki er það komið inn í höfuðið á honum, ótrúlega heppinn að geta það, enda væri ég ekki óviss um það að hann myndi fá 10 á einhverju samræmduprófinu sem hann tók.

En aftur á móti í dag í skólanum, í þessum svokallaða stærðfræðitíma, sat ég þarna eins aumingjaleg og ég virðist af og til vera, með iPodinn í eyrunum að rembast við að læra eitthvað sem ég get varla neitt í. Sá af og til svonefndan dreng sem situr svo heppilega til vinstri og einu borði fram fyrir mig, líta á mig með spurnaraugunum og þegar ég druslaðist til að taka annað heyrnartólið úr eyranu á mér heyrði ég spurninguna ,, Á hvaða dæmi ert þú núna??". Hann fékk spurningu sinni svarað í þrjú skipti, en þegar hann spurði í fjórða skipti, þá fékk ég upp í kok og reyndi eins kurteislega og ég gat í þessu pirringsskapi mínu að segja ,, Æji ******(nafnið hans sko), þetta skiptir eeeeengu máli!!!".

Það sem eftir var af tímanum yrti hann ekki á mig, né gnísti augunum að mér, en þar sem ég skildi ekkert í þessum blessaða reikningi, sat ég og starði út í loftið, eða á auða borðið við hliðina á mér til skiptis, föst á dæmi 13 að mig minnir. Þar sem ég var búin að vera föst þar í einhvern tíma og var búin að gefast upp á því að þreyta kennarann við að koma, aftur og aftur, þegar ég var búin að berjast að næsta dæmi, vildi ég ekki gera henni meira en það sem komið var...

..  Þó svo sem að kennarar séu nú til þess...LoL


Annars veit ég að einhverjir sem lesa bloggið mitt, ef til vill kennarar ( veraldarvefurinn, þið vitiðWink), fráviknir kennarar ( Þar með talin Ragga RafnsmammaGrin), foreldrar samnemenda minna ( þarf ekki nánari útskíringu, kannski er ég bara svona skemmtileg..Tounge), vinir mínir eða aðrir í skólanum, séu engir að nefna nein nöfn, við vitum ef til vill öll hverjir hvor eru, en þetta eru fínustu strákar, ég er ekki að gefa neitt annað í skyn. Bara gaman að segja frá svona atvikum..Tounge

Nú held ég áfram að læra undir ensku próf, kannski þriðja prófið sem ég læri vel undir án þess þó að taka það svo daginn eftir.....?Pinch

knúsHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Sigga mín!
Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.5.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gangi þér vel í prófinu! Eru þau ekki að verða búin?

Huld S. Ringsted, 20.5.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Huld!
Ef þessi spurning hringlar í huga ykkar flestra, þá nei, því þau eru ekki byrjuð....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.5.2008 kl. 23:20

4 Smámynd: Anna Guðný

Gangi þér vel í prófunum dúllan mín.

Anna Guðný , 20.5.2008 kl. 23:57

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gaman að heyra að þú sért svona klár í stærðfræði, það er nú erfiðasta fagið fyrir marga. NÖRD er nú bara jákvætt, einu sinni var það kallað að vera PROFFI, en held það sé hætt. Krakkarnir í mínum skóla kalla sig mörg NÖRDA, eitt árið unnu þeir fyrsta skiptið í Paintball yfir alla framhaldsskóla og komu montin til baka og kölluðu ,,Nördaskólinn vann bardagamótið" ...

Gangi þér vonandi svona vel áfram.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.5.2008 kl. 11:49

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Anna Guðný!

Æ, Hallgerður, mér gekk nú bara sæmilega í ensku kaflaprófinu... undir meðaleinkunn!

Jóhanna, klár og ekki klár, algebra er minn versti ítti!
Það eru enn til proffar, oft og margsinnis heyrt það orð upp nefnt. En er þetta líka ekki nördaskóli með rentu, þarf maður ekki að vera með þvílíkt háar einkannir úr samræmduprófunum til að komast inn?
Það er nú oft gott að vera nörd í hinum ýmsu fögum líka

Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.5.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband