3.5.2008 | 22:07
Örlög!
Rosalega er gott að vakna og vita að það er ekkert til stefnu þann daginn, að geta bara legið áfram eða staðið hægt upp frá rúminu. Að vera bara ótrúlega róleg á því, fara í sturtu, sitja og teikna mynd við tölvuna og skapa sér eigin veruleika.
Ég eyddi nógu mörgum klukkustundum að gera ljósmynd að teikningu í tölvu. Myndin hér til hliðar er afrakstur þess og heitir hún Rósa ruglaða eftir kisunni hans Rafns.
Sumum er það í kvið móður gefið listrænir hæfileikar, öðrum er best að sleppa því að teikna og fleiri, fleiri sem læra það einfaldlega af sjálfu sér eða í skóla.
En ég ætlaði að tileinka þetta blogg til örlaga. Við höfum flest lent í því að hafa orðið fyrir örlögum, fundið eitt og annað og bent á eitthvað sem maður smellpassar í.
Þar sem ég var ein heima í einhverja stund í dag, dreif ég mig í sturtu og kveikti þar af leiðandi á útvarpinu inn á baði á meðan. Það er eitthvað sem ég geri afar sjaldan, en ég stillti bara á næstu útvarpsstöð sem ég fann.
Þegar ég var komin út úr sturtunni og farin að klæða mig og hreinsa andlitið á mér, fór ég að hlusta aðeins betur á útvarpið, það var stillt á Bylgjuna.
Heyrði ég í auglýsingu sem byrjaði einfaldlega bara svona ,, Langar þig til að tala inn á bestu teiknimynd hingað til?.." og ég grandskoðaði málið, hlustaði vel á auglýsinguna. Þetta fannst mér vera ein af mínum örlögum, það var fyrir tilviljun sem ég kveikti á útvarpinu, tilviljun að ég hafi sett á Bylgjuna en örlög að þessi spurning reikaði í útvarpinu.
Ég þaut þar af leiðandi þegar auglýsingin kláraðist, beint inn í herbergið mitt og settist niður við tölvuna. Pikkaði inn slóðina á síðuna og skráði mig í leikinn.
Nú er bara að bíða og sjá hvort þetta sé mitt tækifæri til að koma mér á framfæri.
Knús á ykkur mín kæru!
Athugasemdir
Æ, takk æðislega Helga mín!
Sömuleiðis
Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.5.2008 kl. 22:18
Vonandi færðu þetta! Sammála þér með örlögin, eitthvað fékk þig greinilega til þess að kveikja á útvarpinu. Hafðu það gott Róslín
Huld S. Ringsted, 3.5.2008 kl. 22:18
Takk fyrir það Huld!
Ótrúlegt en satt, efaðist um það, en stak útvarpinu í samband!
Hafðu það sömuleiðis gott Huld mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.5.2008 kl. 22:37
Æjj hvað ég vona að þú fáir að spreyta þig Róslín Alma mín :)
Hafðu það gott elsku vina!
Bestu kveðjur úr Garðinum,
Gugga
Guðbjörg Valdís (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 22:37
Haha, takk Gugga mín!
Hafðu það sem langbest með karlmönnunum þínum
Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.5.2008 kl. 22:47
Ég vona svo ynnilega að þú fáir þetta verkefni Róslín mín
Sigrún Jónsdóttir, 3.5.2008 kl. 23:04
Takk Sigrún mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.5.2008 kl. 23:12
!
Góða nótt Sigga mín, Guð geymi þig og þína sömuleiðis
Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.5.2008 kl. 23:33
Þetta eru örlög engin spurning snældan mín, maður á ætíð að fara eftir því sem maður fær til sín, hvar og hvenær sem er.
eigðu góðan dag í dag
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2008 kl. 07:17
Já Milla mín!
Knús á þig
Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.5.2008 kl. 12:42
Hahahaha, æ Sigga hvað gerðiru nú af þér?
Einhver hefur kannski ýtt á " ólögleg tenging við frétt " eða eitthvað svoleiðis takkann!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.5.2008 kl. 12:51
Það þolir kannski einhver það ekki að þú bloggir um fréttir?
Ertu búin að kanna málið mín kæra?
Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.5.2008 kl. 14:03
Þú ert æði Sigga!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.5.2008 kl. 14:53
Sumir segja að engar tilviljanir séu til í lífinu. Ég hef lent í svona atvikum, þar sem maður er bara leiddur áfram! Má segja að ég hafi fengið núverandi starf (sem ég elska) á þennan hátt. Ef einar dyr lokast opnast yfirleitt alltaf aðrar.
Gangi þér svaka vel og vonandi færðu teiknimyndadjobbið! Ef ekki - er það bara ekki í þínum örlögum!
p.s. auðvitað á maður samt ekki bara að sitja heima og bíða eftir að eitthvað gerist... flott hjá þér að skrá þig - allir bloggvinir bíða svo spenntir eftir niðurstöðum örugglega.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.5.2008 kl. 14:55
Hlakka til að heyra meira.
Jóna Á. Gísladóttir, 4.5.2008 kl. 18:26
Ég er á báðum áttum, hvort tilviljanir séu til eður eigi. Ég hef fengið mörg tækifæri með hjálp margra. Örlög hafa birst mér í hillingum en oft gerist ekkert úr þeim, því miður. Ég vona þó að þetta sé eitthvað sem ég fæ að gera.
En takk fyrir Jóhanna mín, ef þetta eru ekki mín örlög finn ég mér bara önnur, seinna.
Ég reyni alltaf að sækjast eftir því sem mig langar til að gera. Ég veit þó ekki hvað margir munu skrá sig, en mér finnst þetta frekar skrítið hvernig þau ætla að fara að þessu, þar sem engar prufur fara fram svo að ég viti.
Jóna, ég skrifa það strax þegar eitthvað fréttist frá þessu
Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.5.2008 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.