3.5.2008 | 02:16
Í hvaða hlutverki eru unglingar?
Lífið leikur af og til við okkur, það þekkjum við allflest sem lifum við eðlilegri aðstæður, þið vitið hvað ég meina. Fólk gengur ýmist inn á mann á skítugum eða hreinum skóm, og sumir skilja eftir fótspor í sálu manns eður eigi.
Mörg höfum við eflaust misst einhvern nákominn okkur andlega, þ.a.e.s. hætta að tala við manneskjuna af einhverjum afleiðingum. Oft veit maður þó ekki sjálfur hvers vegna maður hætti að tala við þessa tilteknu manneskju, eða þá að það hafi farið út í vesen. Sem maður vissi þó ekki hvað hefði byggt það upp og brotið það síðan meir niður aftur.
Hitt og þetta hefur byggt upp fortíð og frama hverrar og einnar manneskju, einhverjir koma illa út úr hlutunum en aðrir fá þó að koma betur út úr þeim.
Fólk telur unglingaárin vera verstu ár lífs sín, þar sem það er aðal mótþróaskeiðið og hormónarnir á fullu að reyna að skapa fullorðna manneskju. Fólk veit ekki hvenær unglingaskeiðið byrjar, þar sem svokallaðir gelgjustælar og öfgahlutir sem eiga ekki að koma nálægt krökkum í 6. bekk og undir. Samfélögin líta dagsins ljós og telja það í lagi að stelpur í 4. - 5. bekk byrja að mála sig, og þá ekkert smá mikið. Ég þekki svoleiðis dæmi og finnst það ferlegt stelpnanna vegna.
Fullorðnir átta sig ekki á kröfunni sem þau senda til unglinga um að verða fullorðin fljótt og gera hitt og þetta sem þau höfðu aldrei gert áður á heimilinu ef dæmi má nefna. Aldrei getur fólk þó verið sammála í hvaða hópi unga fólkið er, sumir kalla okkur vitlausa einstaklinga sem hafa lítið vit á því hvað við erum að gera, aðrir kalla okkur bara unglinga, sumir eru bráðþroska á annan hvorn mátann. Ýmist líkamlega eða andlega, þá eru þau álitin fullorðinslegri, og enn fleiri sem láta eins og krakkar ennþá. Svo er það unga fólkið sem er of svalt fyrir að lifa og heldur sig bókstaflega vera allt of merkileg fyrir hitt og þetta fólk, og mjög líklega svona 6 árum eldri í sjálfstrausti á allan máta en aðrir.
Ég veit ekki í hvaða flokk af unglingi ég ætti að vera sett, en þó tel ég mig vera ágæta blöndu af krakka, unglingi og fullorðnum einstaklingi. Ég get skemmt mér og haft gaman, ég get verið alvarleg og ég get verið smá pempía ( þó afar sjaldan þó ég segi sjálf frá).
Jæja, ég er hætt að kvarta og farin að einbeita mér að beinverknum milli augnabrúnana og á nefinu, frekar skrítin tilfinning!
Knús á ykkur kríurnar mínar
Mörg höfum við eflaust misst einhvern nákominn okkur andlega, þ.a.e.s. hætta að tala við manneskjuna af einhverjum afleiðingum. Oft veit maður þó ekki sjálfur hvers vegna maður hætti að tala við þessa tilteknu manneskju, eða þá að það hafi farið út í vesen. Sem maður vissi þó ekki hvað hefði byggt það upp og brotið það síðan meir niður aftur.
Hitt og þetta hefur byggt upp fortíð og frama hverrar og einnar manneskju, einhverjir koma illa út úr hlutunum en aðrir fá þó að koma betur út úr þeim.
Fólk telur unglingaárin vera verstu ár lífs sín, þar sem það er aðal mótþróaskeiðið og hormónarnir á fullu að reyna að skapa fullorðna manneskju. Fólk veit ekki hvenær unglingaskeiðið byrjar, þar sem svokallaðir gelgjustælar og öfgahlutir sem eiga ekki að koma nálægt krökkum í 6. bekk og undir. Samfélögin líta dagsins ljós og telja það í lagi að stelpur í 4. - 5. bekk byrja að mála sig, og þá ekkert smá mikið. Ég þekki svoleiðis dæmi og finnst það ferlegt stelpnanna vegna.
Fullorðnir átta sig ekki á kröfunni sem þau senda til unglinga um að verða fullorðin fljótt og gera hitt og þetta sem þau höfðu aldrei gert áður á heimilinu ef dæmi má nefna. Aldrei getur fólk þó verið sammála í hvaða hópi unga fólkið er, sumir kalla okkur vitlausa einstaklinga sem hafa lítið vit á því hvað við erum að gera, aðrir kalla okkur bara unglinga, sumir eru bráðþroska á annan hvorn mátann. Ýmist líkamlega eða andlega, þá eru þau álitin fullorðinslegri, og enn fleiri sem láta eins og krakkar ennþá. Svo er það unga fólkið sem er of svalt fyrir að lifa og heldur sig bókstaflega vera allt of merkileg fyrir hitt og þetta fólk, og mjög líklega svona 6 árum eldri í sjálfstrausti á allan máta en aðrir.
Ég veit ekki í hvaða flokk af unglingi ég ætti að vera sett, en þó tel ég mig vera ágæta blöndu af krakka, unglingi og fullorðnum einstaklingi. Ég get skemmt mér og haft gaman, ég get verið alvarleg og ég get verið smá pempía ( þó afar sjaldan þó ég segi sjálf frá).
Jæja, ég er hætt að kvarta og farin að einbeita mér að beinverknum milli augnabrúnana og á nefinu, frekar skrítin tilfinning!
Knús á ykkur kríurnar mínar
Athugasemdir
Góð grein hjá þér Róslín mín.
Góða helgi.
Kristín Katla Árnadóttir, 3.5.2008 kl. 15:19
Hallgerður, það er bara að fylla inní eyðurnar..
Einstakaflokkur, mér lýst ótrúlega vel á hann mín kæra, takk æðislega
Ég var einmitt mjög bráðþroska, stækkaði helling sumarið 2006, og grenntist í leiðinni og svona. Ég mun ávallt leyfa barninu að fylgja mér elsku Sigga mín, það þarf alls ekki að efa að ég muni skilja við það. Langt í frá!
Eigðu sömuleiðis góðan dag mín kæra
Takk fyrir Katla mín
Góða helgi sömuleiðis.
Takk Helga mín, og njóttu helgarinnar sömuleiðis
Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.5.2008 kl. 17:19
Þú ert gjörsamlega unik mín kæra. Skemmtileg blanda af þessu öllu saman. Engri lík.
Eru þetta vaxtarverkir sem þú finnur fyrir þarna á milli augabrúnanna?
Jóna Á. Gísladóttir, 3.5.2008 kl. 21:55
Takk Jóna mín!
Heyrðu, vel út pælt! Ég gerði mér ekki grein fyrir því, reyndar tóku þeir sér greinilega hvíld í dag. Þú ert mögnuð!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.5.2008 kl. 22:09
Í hvaða flokki myndi ég nú vera? haha
En þessir verkir, ertu ekki bara stífluð? Ég fæ alltaf svona verki þegar ég er mjög þreytt, með kvef og þá stífluð í ennisholunum eða þegar ég er að fá mígreniskast.
en heyri í þér
Eva Kristín (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 12:36
Æji þú ert ein af þessum villingum Eva mín... það er ekkert einfaldara en það!
Ég er ekki með kvef né neitt svoleiðis, eins og Jóna hélt þá held ég líka að þetta séu bara vaxtaverkir
Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.5.2008 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.