1.5.2008 | 19:14
Tækifærin vaxa ekki á trjánum!
.. Að minnsta kosti ekki hjá öllum.
Ég er farin að hugsa með mér hvort að ef ég finn eitthvað leiklistarnámskeið fyrir sumarið, annað hvort í bænum eða á Akureyri að skrá mig á það.
Áhuga mínum er ekki að leyna á leiklist, þar sem ég tek þátt í öllum leikverkum og uppsetningum sem ég má taka þátt í.
Ég reyni að grípa tækifærin sem mér gefast í hendur, og stundum reyni ég að byggja þau sjálf upp og grípa þau ef fært er.
Þar á meðal af þeim tækifærum sem ég hef reynt að byggja upp er, ef dæmi má nefna t.d. það er ég bauðst til að koma í þáttinn hjá Evu Maríu. Sú hugsun mín dróst lengra, lenti í 24 Stundum og kom ágætlega út í lokin. Ég veit þó ekki hvar sú ákvörðun stendur hjá sjálfri Evu Maríu, en mig langar alltaf eins mikið í heimsókn í þáttinn hjá henni.
Ég er enn að byggja upp eitt af mínum tækifærum sjálf. Það tækifæri er að komast á framfæri hjá landanum, það tekst hreint ágætlega. Slakast á tímum en magnast þó af og til.
Mig langar að gera allt of mikið í framtíðinni, núna er ég á þeim aldri að ég er að bygja upp framtíð mína.
Gáfulegasta setningin sem hefur komið upp úr mér í dag hljómar svo:
,, Ég er ekki gáfuð í skóla, heldur utan skóla! "
Það sem er gáfulegt við þessa setningu, er að hún er svo sönn. Margt af því sem við lærum í skóla, er ekki grunnur fyrir neitt af því sem framtíðin ber í skauti sér.
Undirstöðuatriðin í grunnskóla eru helst upptalin íslenskan, enskan og örlítið stærðfræðin. Þó að tvennt af þessum greinum þarfnast ég fyrir framtíðina, þá skortir örlítið í annað af þeim.
Ég hef ákveðið að leggja leiklist og allt sem viðtengist henni fram fyrir mig, þar sem ég tel mig geta gert eitthvað á þeim hliðum.
Svo er það rosalega gáfulegt sem ég segi ykkur hér í lokin.
Mér var bent á það að það gæti ekki verið ég sjálf sem að skrifar bloggin mín, vegna þess hversu orðóheppin ég er í eigin persónu.
Ég er orðheppin á riti, en alls ekki í eigin persónu!
Knús á ykkur!
Ég er farin að hugsa með mér hvort að ef ég finn eitthvað leiklistarnámskeið fyrir sumarið, annað hvort í bænum eða á Akureyri að skrá mig á það.
Áhuga mínum er ekki að leyna á leiklist, þar sem ég tek þátt í öllum leikverkum og uppsetningum sem ég má taka þátt í.
Ég reyni að grípa tækifærin sem mér gefast í hendur, og stundum reyni ég að byggja þau sjálf upp og grípa þau ef fært er.
Þar á meðal af þeim tækifærum sem ég hef reynt að byggja upp er, ef dæmi má nefna t.d. það er ég bauðst til að koma í þáttinn hjá Evu Maríu. Sú hugsun mín dróst lengra, lenti í 24 Stundum og kom ágætlega út í lokin. Ég veit þó ekki hvar sú ákvörðun stendur hjá sjálfri Evu Maríu, en mig langar alltaf eins mikið í heimsókn í þáttinn hjá henni.
Ég er enn að byggja upp eitt af mínum tækifærum sjálf. Það tækifæri er að komast á framfæri hjá landanum, það tekst hreint ágætlega. Slakast á tímum en magnast þó af og til.
Mig langar að gera allt of mikið í framtíðinni, núna er ég á þeim aldri að ég er að bygja upp framtíð mína.
Gáfulegasta setningin sem hefur komið upp úr mér í dag hljómar svo:
,, Ég er ekki gáfuð í skóla, heldur utan skóla! "
Það sem er gáfulegt við þessa setningu, er að hún er svo sönn. Margt af því sem við lærum í skóla, er ekki grunnur fyrir neitt af því sem framtíðin ber í skauti sér.
Undirstöðuatriðin í grunnskóla eru helst upptalin íslenskan, enskan og örlítið stærðfræðin. Þó að tvennt af þessum greinum þarfnast ég fyrir framtíðina, þá skortir örlítið í annað af þeim.
Ég hef ákveðið að leggja leiklist og allt sem viðtengist henni fram fyrir mig, þar sem ég tel mig geta gert eitthvað á þeim hliðum.
Svo er það rosalega gáfulegt sem ég segi ykkur hér í lokin.
Mér var bent á það að það gæti ekki verið ég sjálf sem að skrifar bloggin mín, vegna þess hversu orðóheppin ég er í eigin persónu.
Ég er orðheppin á riti, en alls ekki í eigin persónu!
Knús á ykkur!
Athugasemdir
Get víst ekki sagt góða nótt núna!
Svo að knús bara
Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.5.2008 kl. 13:52
Ég held að hefðbundin skólaganga og lífsins skóli séu besta blandan. Hef einmitt fengið góðan skammt af báðu! Ég myndi t.d. telja að það ætti að vera skylda fyrir alla að prófa að vinna á elliheimili, held það hafi verið mitt dýrmætasta nám, en samt er ég búin með sex ára háskólanám. Einnig hef ég unnið með litlu börnunum sem eru bara algjört æði, því við lærum svo mikið af þeim.
Þú ert mjög þroskuð fyrir þinn aldur, skemmtilegar pælingar hjá þér.
Mér finnst að þú eigir að vera óhrædd við að taka áskorunum, þú stenst þær örugglega, nú ef ekki þá læriru bara af því og verður ENN KLÁRARI! ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.5.2008 kl. 16:11
Það er virkilega gaman að lesa pælingar þínar ungfrú Róslín. Gáfur og prófgráður eru ekki sami hluturinn, en þú verður að hafa slatta af hvoru tveggja til að fá eitthvað út úr lífinu. Þú hefur gáfurnar, nýttu þér þær til að afla þér þekkingar í námi og lífi.
Sigrún Jónsdóttir, 2.5.2008 kl. 18:18
Þið eruð hreint yndislegar stelpur!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.5.2008 kl. 18:47
Þú ert frábær elsku Róslín mín og alltaf gaman lesa um þig knús
Kristín Katla Árnadóttir, 2.5.2008 kl. 23:13
Takk Katla mín!
Knús á þig
Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.5.2008 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.