Stjórnmálafræðibók!

Ég nenni varla að tala um daginn og veginn, vegna þess að fólk ýmist kemur það við eða ekki hvað ég geri á daginn. Í þessu tilfelli er það bara eðlilegur skóladagur ásamt hvíldardegi, sem betur fer.
Ég kláraði bókina eftir Þorgrím Þráinsson, Bak við bláu augun í dag. Ótrúlega falleg bók frá árinu 1992, vel skrifuð. Mér finnst boðskapurinn yfir bókinni sá sami og í Svalasta 7an, maður getur allt ef viljinn er fyrir hendi. Það er alltaf von fyrir öllu, og ef fólk er nógu ákveðið verður líf þeirra mun betra í þokkabót.
Sædís afhenti mér Stjórnmálafræðibókina alnefndu mér í hendur og nú er ég að hefja lesturinn. Yfir 160 blaðsíður, og frekar smáir stafir á hverri síðu fyrir sig. Nú er bara að vita og sjá hvort þetta hjálpi mér eflaust í að ákveða hvað ég vil og framvegis.
10. bekkur hóf Samræmduprófin í dag, og því þurftum við í hinum bekkjunum að vera tillitsöm gagnvart þeim. Engin læti í kennslustundum né á göngunum, fengum því að fara fyr því að við vorum svo góð.

Mig langar að segja ykkur álit mitt á þessu og hinu, ég bara einhvernvegin get ekki raðað því upp og mun því eflaust tala í hringi.

KnúsHeart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvís! Þú getur það sem þú vilt. Gangi þér vel með stjórnmálafræðibókina... það getur varla verið neitt skemmtiritBestu kveðjur héðan frá DK Svava

Svava Bjarna (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 07:59

2 Smámynd: Linda litla

Stjórnmálafræðibók....... þetta langa nafn á bókinni er of erfitt fyrir mig. Gangi þér vel að lesa hana og gera upp hug þinn.

Linda litla, 30.4.2008 kl. 08:40

3 identicon

Ég er allavega búin að vara þig við .. Þessi bók var algjört pain og ég efast um að hún hafi skánað eitthvað síðustu tvö árin í töskunni minni .. En já .. skemmtu þér vel við lesninguna .. Hvernig gengur annars?

Sædís sys (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 10:58

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

á þig Helga!

Þakka þér fyrir það Svava, það sem ég hef lesið er nú ekki beinlínis það allra skemmtilegasta.

Æj, bókin heitir víst Stjórnmálafræði fyrir Framhaldsskóla, það er ekkert styttra samt. Þakka þér fyrir það Linda mín.

Hallgerður, það fylgir alltaf einhver húmor með þér, GÆS hahaha

Heyrðu, ég var að lesa í gærkvöldi Sædís, en ákvað að loka augunum aðeins, og sofnaði bara alveg óvart!

Takk fyrir Sigga mín. Ég gerði mér grein fyrir því að þú hefðir verið að grínast.

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.4.2008 kl. 15:58

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gangi þér vel með bókina verður gaman að heyra hvað þú hefur um hana að segja.  Knús til þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.4.2008 kl. 16:08

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég mun láta allan heiminn vita hvernig mér fannst bókin, ef mér tekst að klára hana.

KNÚS! ( broskallarnir að stríða mér aðeins..)

Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.4.2008 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband