Sæmundur fróði!

Í dag var lítið gert í skólanum, íslenskutíminn fór í bull og sömuleiðis enskutíminn, þar sem að það voru aukakennarar á vakt fyrir hina. Eftir hádegismat fór ég í textíl að hamra í leður, blóm sem gekk hreint ágætlega bara.
Þar á eftir fórum við á leikritið Sæmundur fróði, þar skipa í hlutverk Alda Arnardóttir, Pétur Eggerz og Bjarni Ingvarsson. Ágætt leikriti til fræðslu, og komu á köflum atriði sem maður gat nú ekki annað en hlegið að. Flottir leikarar þarna í hlutverkum, þó ég sé ekki viss um hvort ég hafi séð þau áður, en kunni afar vel við þau.

Ég fer á fótboltaæfingu á eftir svo að mér finnst einstakt að deila með ykkur einhverjum myndum frá því á Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar, tekin af ljósmyndara Horn.is, annað hvort Siggi Mar eða Fúsi þar á vélinni.



Þarna er kynnir dagsins, Róslín Alma Valdemarsdóttir, fékk orðið frá Valda skólastjóra í Nesjaskólabyggingunni.

IMG_5388.JPG


Sögumaðurinn ég að hefja söguna, rosalega gaman. Frekar skrítinn svipurinn á mér samt!

IMG_5396.JPG

Rauðhetta ( Amna) og sögumaðurinn að ræða málin;

Ég; Rauðheitta, warup?
 * prump *
Rauðhetta fer að kvarta um að þurfa alltaf að færa ömmu sinni eitthvað, hversvegna Rauðhetti bróðir hennar gæti ekki gert það einhverntíma.
Ég bíð eftir að hún fer og segi svo;
Vá hvað þetta var mikið sorry shit skiluru!

Á í veseni við að setja fleiri inn, svo þetta verður að duga.

Knús í biliHeart



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Guð hjálpi þér Sigga mín!
En Sæmundur Fróði, þú ættir að þekkja það nafn!

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.4.2008 kl. 19:16

2 identicon

Hæ dúllurass Í þessum töluðum orðum er Rafn minn að spila á píanóið alveg yndislega fallega. Vona að þú og hárið þitt fallega sé búið að ná sér eftir leikritið!!!

Bestu kveðjur Ragga

Ragga Rabbamamma!!!!! (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 19:51

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hæ Ragga mín!
Rafn er líka minn hahaha, en ég hef heyrt hann spila, ótrúlega fallegt
Hárið er allt að koma til að ég held, fer samt í klippingu, endarnir frekar slitnir..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.4.2008 kl. 19:56

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert flott stelpa og dugleg. Knús

Kristín Katla Árnadóttir, 28.4.2008 kl. 19:57

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.4.2008 kl. 20:00

6 Smámynd: Linda litla

Hæ hæ gella.... bara rétt að kíkja á þig... loksins.

Hafðu það got.t

Linda litla, 28.4.2008 kl. 20:39

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ferlega hefur þú verið flott á árshátíð grunnskólans.  Mig dreymdi alltaf um að vera beðin um að vera kynnir "árshátíðum" míns grunnskóla af því kynnar þurftu ekki að læra neinn texta.

Sigrún Jónsdóttir, 28.4.2008 kl. 20:43

8 identicon

hafðu það gott. bæ bæ

Korri cool (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 23:00

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk fyrir innlitið Linda mín, gott að vita af þér.

Ég var sko blanda af Björk og Selmu, eða því vil ég halda fram. Mig hefur alltaf langað til að vera stórt hlutverk í öllu svona, annað skipti sem ég hef verið kynnir á vegum skólans.

Hafðu það sömuleiðis gott Kormákur!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.4.2008 kl. 23:13

10 identicon

Hæ Róslín. Flott hjá þér á árshátíðinni.... Skil vel að það þurfi aðeins að kíkja á endana eftir þessa hárgreiðslu. Átti reyndar svolítið erfitt með að þekkja þig á myndunum á Horn.is en nú veit ég að þetta varst þú. Finn engar spurningar í augnablikinu þú ert svo dugleg að svara alltaf.... Jú ein kemur hér...... Hvernig finnst þér grillaður humar og áttu ekki einhverjar góðar uppskriftir af því ???? Kveðjur frá DK Svava Þórdísarmamma

Svava Bjarna (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 07:46

11 Smámynd: Sunna Guðlaugsdóttir

Sæl! Eg rakst bara a siduna thina, veit ekki alveg hvernig.. For eitthvad ad lesa, og mer virdist vid eiga alveg ohugnalega margt sameiginlegt! Rosalega gaman ad lesa bloggid thitt, og eg hlakka til thegar thu verdur forseti, thvi tha verd eg forsetisradherra - eg ræd ollu, og thu tharft bara ad skrifa undir stundum og stundum, og lita vel ut a myndum og koma vel fyrir  Haha, nei segi svona..

Hafdu thad sem best,

Sunna Guðlaugsdóttir, 29.4.2008 kl. 12:19

12 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Knús á þig Helga

Ég var mun verri en þetta Svava, oftar en 12 sinnum! Svo það er veruleg spurning, held ég fari til Jónu Margrétar í næstu viku á nýju stofuna.
En ég skal spurja mömmu með grillaða humarinn, en mér finnst hann góður þegar er skorið hann í tvennt enn í skel, sett á bakka og kryddað með einhverjum kryddum og grillað.

Það er magnað að finna aðra íslenska stelpu sem getur talað um allt sem henni kemur ekki við. Þú getur huggað þig við það ( var að lesa í höfundarboxinu þínu) að þér kemur það svo sannarlega við. Og ef þú stendur föst á þínu máli, þá virðir eldra fólkið það svo sannarlega og þér verður tekið sem ein af þeim, eða nokkurn veginn.
Forsetinn þarf náttúrulega alltaf að samþykkja eða öfugt það sem forsetisráðherra hefur að segja. Við yrðum áreiðanlega flott team, bara konur í tveimur hæstu störfum Íslands, það yrði heimsfrétt!
Sömuleiðis!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.4.2008 kl. 13:36

13 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er ekkert hissa á að hárið þitt hafi verið í rúst eftir leikritið ef að þú þurftir alltaf að ýfa það svona!

p.s. nei ég er ekkert ósátt við að þú hafi valið frjálslynda, vissi það reyndar ekki bara gott mál!

Huld S. Ringsted, 29.4.2008 kl. 17:38

14 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Og setja vond efni í það Huld!
Er það ekki bara fínt mál, einhverstaðar byrjar maður

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.4.2008 kl. 18:02

15 Smámynd: Sunna Guðlaugsdóttir

Já, ætli ég viti það ekki.. Fullorðna fólkið löngu búið að gefast upp á að reyna að taka mig ekki alvarlega, því ég leyfi það einfaldlega ekki! Og ég læt hlutina koma mér við, alveg sama hvað aðrir segja, og sýnist mér þú gera það líka!

En já. þetta var alls ekki svo galin hugmynd hjá mér - bara alls ekki.. Kannski við ættum bara að stefna að þessu!

Mikið óhugnalega ertu dugleg að blogga stelpa, vildi óska að ég nennti þessu. Verð að fara að taka mig á! 

Annars samþykkti ég þig sem vin núna, hlakka til að fylgjast með blogginu þínu í framtíðinni!

Knús, 

Sunna Guðlaugsdóttir, 29.4.2008 kl. 19:35

16 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Flott á sviðinu kæra frænka! Til hamingju með þetta!

Laufey Ólafsdóttir, 1.5.2008 kl. 23:10

17 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Laufey mín!
( haha, ég skrifaði fyrst Laufa!!!)

Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.5.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband