27.4.2008 | 18:43
Núna er stundin!
Þar sem ég hef ekki mikið að segja, en langar að tala um sjálfa mig, gef ég ykkur keflið, því núna megið þið ef þið viljið, spyrja mig að hverju sem er. Samt ekki hvar ég á heima og svoleiðis persónulegrar spurninga.
Mér finnst endalaust gaman að svara spurningum, og ef þið lumið á einhverri, þá endilega spyrjiði !
(Þar sem ég hef ekkert um að skrifa, tók ég þessa ákvörðun í frekar skrítnu skapi )
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Síðustjórnandi
Ég er 17 ára gömul, rauðhærð, fædd og uppalin á Hornafirði, en ættuð m.a. frá Selfossi, Neskaupsstað og Færeyjum. Ég er nemi á fyrsta ári í FAS. Ég geri mér sterkar skoðanir á hinum ýmsu málefnum, og læt sjaldan vaða yfir mig. Mér þykir gaman að taka þátt í málefnum sem tengjast þjóðinni og enn skemmtilegra að bulla í fullorðnu fólki. Þó innan kurteisismarka.
Mig langar mest til að verða leikkona og rithöfundur þegar ég verð eldri.
Ég er framtíð Íslands, svo leggið nafn mitt á minnið.
Ég á góða fjölskyldu, sem og yndislegan kærasta, vinir eru heldur fáir en frábærir.
Þið finnið mig á facebook;
www.facebook.com/roslinv
roslinvaldemars@gmail.com
roslin-valdemars@hotmail.com
Ekki hika við að senda mér línu!
Ég tek líka ljósmyndir;
www.flickr.com/roslinv
Spurt er
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Góð lög!
Bloggvinir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir
- Isis
- Laufey Ólafsdóttir
- Embla Ágústsdóttir
- Guðrún Hauksdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Halla Rut
- Dúa
- Garún
- Gúnna
- Huld S. Ringsted
- Helgan
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Anna Guðný
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Brynja skordal
- Einar Indriðason
- Ellý Ármannsdóttir
- Halla Vilbergsdóttir
- Hannes
- Heimir Tómasson
- Hulda Rós Sigurðardóttir
- Hulda Sigurðardóttir
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga Sig
- Ingibjörg Helga
- Jóhanna Kristín Þorvarðardóttir
- Jóhanna Vala Jónsdóttir
- Jón Svavarsson
- Katan
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Aprílrós
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda litla
- Maddý
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Skattborgari
- Sunna Guðlaugsdóttir
- Svanhildur Karlsdóttir
- Svetlana
- Sæmundur Bjarnason
- Tiger
- Íris Hólm Jónsdóttir
- Þröstur Unnar
- Þórarinn Þ Gíslason
- Stefanía
- Kolbrún Baldursdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Þráinn Jökull Elísson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hulda Haraldsdóttir
- Inga Helgadóttir
- Jens Guð
- Sigríður Ólafsdóttir
- Sigurður Einarsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Athugasemdir
Hvað fannst þér um mótmælin hjá Olís?
Í hvaða skóla ertu?
Sigrún (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 19:46
Góðar spurningar Sigrún!
Mér fannst mótmælin hjá Olís af og á. Löggan tók allt of hart á málunum og sýndi unga fólkinu vonda fyrirmynd. Að ráðast á fólk án þess að hafa ástæðu er hrikalega asnalegt.
Ég stend alfarið með trukkabílstjórum í þessum málum, ég vil að bensínið verði lækkað!
Ég er í Grunnskóla Hornafjarðar, í byggingu Heppuskóla, sem er fyrir elstu þrjú stigin 8. - 10. bekkjar og er þar í 9. bekk
Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.4.2008 kl. 19:51
slæma fyrirmynd .. ekki vonda ..
Sædís sys (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 20:32
Vond fyrirmynd segi ég Sædís mín!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.4.2008 kl. 20:36
Það er ekki gott að hætta á hálfri leið, það sýnir að maður er ekki nógu sterkur í verkefnið.
Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.4.2008 kl. 21:31
Rósin mín þú hættir ekki á hálfri leið heldur klárar leiðina ef þú byrjar á henni,
og þú ert byrjuð á henni fyrir löngu síðan.
Hvenær kemur þú til Húsavíkur?
Allt annað veit ég
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2008 kl. 21:36
Ég var að meina svoleiðis Milla mín! Takk fyrir það.
Ég veit ekki hvort ég fari þangað, en það gæti verið að ef ég fylgi meistaraflokknum eitthvað í sumar að ég fari þangað og sitji á bekknum.
Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.4.2008 kl. 21:48
Ég skal segja mína viðfrægu sögu.
Amma mín heitir Palma Róslín, hálf færeysk og hálf íslensk. Ég átti að vera skírð Róslín Palma eftir henni, en nafnanefndin vildi ekki taka það í samþykki.
Svo ég varð skírð Róslín Alma eftir ömmu minni. Ég veit ekki hvaðan þetta nafn kemur nema að það er sagt vera íslenskt. Annað veit ég ekki.
Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.4.2008 kl. 21:57
Hvað langar þig að verða þegar þú ert orðin ,,stór" .. ?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.4.2008 kl. 22:02
Jóhanna, frekar erfið spurning.
Í heild langar mig að verða lífkúnster ef það er rétt svoleiðis.
Mig langar að verða leikkona, og vinn ég eins hörðum höndum og ég get í þeirri deildinni. Mig langar einnig til að læra stjórnmálafræði og fara út í þá sálmana eftir þrítugsaldurinn. Mig langar að vinna við kvikmyndir og í leikhúsum.
Svo ætla ég mér að verða forseti, og tek ég Vigdísi Finnbogadóttur mér til mikillar fyrirmyndar í þeim störfum.
Margt langar mig að gera í framtíðinni, þar á meðal vinna við tónlist að einhverjum hætti, skrifa greinar og vonandi gefa út bók, taka ljósmyndir og selja þær og vera góð fyrirmynd fyrir alla.
Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.4.2008 kl. 22:09
Ég er búin að fá svar við spurningunum mínum Mér líst vel á þig sem tilvonandi forseta svo er ég alltaf að segja við þig að þú eigir að fara í pólitík en hafðu það bara rétta tík.
Huld S. Ringsted, 27.4.2008 kl. 22:17
Hvað meinarðu með rétta tík Huld mín?
Ertu ósátt með að ég hafi farið til Frjálslyndra flokksins?
Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.4.2008 kl. 00:39
Ánægður að alment virðist unga fólkið Íslandi átta sig á því að lögreglan fór langt yfir strikið af litlu tilefni... grjótkastarinn líka.
Spurningar...uumm...,
Finnst þér æskilegt að lögreglan fái sér rafbyssur líka?
Finnst þér hljómsveitin Killing Joke sem á öll lögin í tónlistarspilaranum á síðunni minni skemmtileg eða leiðinleg ?
Georg P Sveinbjörnsson, 28.4.2008 kl. 01:21
Frjálslyndi flokkurinn .. ég á bara ekki til orð Róslín .. En ég er búin að taka einn áfanga í stjórnmálafræði og hef bara ekki vitað neitt leiðinlegra! Á meðan ég man, þar sem ég verð nú búin að gleyma því þegar ég hitti þig á morgun, þá á ég nú bara stjórnmálafræðibókina ennþá hérna heima .. Mátt lesa hana og henda henni svo mín vegna!
Sædís sys (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 01:22
Hver er Imba? Hvað segir Imba alltaf og hvað er Einhverfa? xD ;) Sjáumst litla!
Siffi Dúdda (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:55
Frábært svar hjá þér, þú veist aldeilis þínu viti og treysti því að þú náir langt. Gaman hversu þú hefur miklar skoðanir svona ung, það eru alltof fáir unglingar sem nenna að pæla t.d. í pólitík. Ég var að kenna félagsfræði og þegar að kaflanum um pólitík kom þá þurfti ég að nota ,,trix" til að vekja áhuga nemendanna.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.4.2008 kl. 13:38
Georg, mér finnst hreint niðurlægjandi af lögreglumönnum að vilja alfarið fá sér rafbyssu, það er til háborunnar skammar. Lögreglan hefur ekkert við slíkt tæki að gera, það er allt of hættulegt í höndum þeim. Fyrst mega þeir læra á fólk, svo ef það nægir ekki mega þeir fá þessar blessuðu rafbyssur sínar í hendur.
Ég skal síðan kíkja á eftir á tónlistarsmekk þinn og segja þér hvað mér finnst um hann hér.
Sædís mín, varstu ekki heima í nótt, síðast þegar ég vissi bjuggum við undir sama þaki!
Ég kunni bara ekki að útskíra þetta Hallgerður, skildi þetta en gat ekki útskírt. Á meðan ég man, þá sá ég konu, sem mynti mig á þig í dag, hún var að leika í Sæmundi Fróða! Kíkti í leikskrána og sú kona heitir víst Alda.
Siffi, þetta er bara alls ekki til umræðu hérna inni á mínu bloggi. Frekar meira einkahúmor leikhópsins!
Það sem ég þykist og þykist ekki vita Jóhanna mín.
Hvernig trix notaðiru eiginlega?
Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.4.2008 kl. 15:00
Trixið er að minnast ekkert á orðið pólitík! .. Heldur bara að byrja á því t.d. að spyrja nemendur hvort þeir hafi áhuga á að auðmenn eignist landið þeirra, þá byrja þeir að hafa áhuga og verða eitt spurningamerki, svo spinnum við þetta og þau fara að pæla í hvernig íslenskt þjóðfélag er í raun samansett, hvernig þau myndu vilja hafa hlutina í landinu - og það er auðvitað pólitík þó við nefnum aldrei pólitíkina á nafn.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.4.2008 kl. 16:25
Hahaha, þar er náð krökkunum, þetta hefði átt að kenna systur minni, bíð enn eftir bókinni, sé að hún er búin að gleyma henni. Þar sem hún situr núna inní stofu með tölvuna fyrir framan sig!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.4.2008 kl. 16:29
Hver er tilgangur lífsins?
Takk og bæArnar Freyr (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 17:08
Ég vitna bara í Idol textann;
Við lifum aðeins einu sinni,
á þessum stað, í þessu skinni.
Og því er um að gera'ð nýta
hvert tækifæri sem best.
S.s. fyrir mig eru mín lífsmottó að koma út úr lífinu á þann besta máta, búin að gera flest sem mig langaði til að gera. Að vera maður sjálfur er líka lykilatriðið í lífinu.
Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.4.2008 kl. 17:15
Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.4.2008 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.