26.4.2008 | 19:06
Lífið og tilveran!
Ég hef aldrei borðað humarsalat, en lét þó undan að smakka í dag hjá henni mömmu minni. Jú, mér finnst þetta bara nokkuð gott, þó ég segi sjálf frá.
Eitthvað verður maður að borða af fiski þar sem maður kemur nú frá einum af flottustu fiskistöðum landsins, Hornafirði. Humar er fiskur, það vita allir heilvita menn og konur.
Er búin að halda mér inni í mest allan dag, fór þó út í búð með mömmu í dag og reyndi að passa mig að hitta ekki neitt af samleikurum mínum í Rocky Horror eða fylgdarmönnum þess. En þar sem flestir voru blindfullir í gær, sá ég enga.
Ég verð að tala um vinsældarlistann, þar sem mér sýnist ég ekki eiga eitt einasta sæti þar, þar sem fólk sem bloggar við fréttir nær þeim sætum af hinum. Mér brá líka heldur betur þegar ég sá að Jóna Ágústa hafði dottið um þrjú sæti eða svoleiðis.
Hárið mitt er í þvílíkum harmleikum þessa dagana, enda má segja að sumt af því sé nú bara ónýtt, eða endarnir af þessum eyturefnum sem ég hef þurft að hrúga í fallega hárið mitt síðustu tvær - þrjár vikur. Húðin er ekkert skárri, enda ömurlegt meikupið sem fylgir leiklist, úff barasta!
Sambandi við Láru Ómarsdóttur finnst mér of langt gengið af landanum að ganga svona frá grey konunni. Hún átti betra skilið en þetta, en því miður hætti hún störfum hjá Stöð 2, eða í fréttamennsku. Mér persónulega heyrðist hún vera að segja það sem hún sagði í gríni, þar sem ég heyri mjög sjaldan svona hýra í henni röddina.
Ég óska henni alls hins besta, og eins og við Íslendingar vitum manna best, gleymast svona hlutir með tímanum og falla í grafinn jarðveginn eins og svo margt annað!
Annars ætla ég að græja mig fyrir morgundaginn, þannig er mál með vexti að við í Sindra 3 - meistaraflokks förum til Egilsstaða í æfingarferð.
Knús
Athugasemdir
Það þýðir ekkert fyrir þig að reyna að keppa við þá sem blogga um fréttir. Það sem skiptir máli er ef fólk kemur inn á síðuna þína aftur og aftur af því að það vill vita hvað þú hefur að segja um lífið og tilveruna, ekki af því að þú skrifa fjórar línur um frétt (eins og sumir gera).
Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.4.2008 kl. 21:35
Gleðilegt sumar Róslín. Gangi þér vel í æfingaferðinni á morgun
Huld S. Ringsted, 26.4.2008 kl. 21:35
Rosalega eruð þið liprar á nafninu mínu, ég heiti víst þremur nöfnum!
Róslind, Róslín og Rósalín, dömur mínar, Huld fær stigið í dag, Róslín er nafnið sem um er að ræða!
En Sigga, ég fer í klippingu og ætla að biðja um að setja djúpnæringu í hárið mitt, það er búið að túbera það u.þ.b. 15 sinnum á stuttum tíma, ekki hollt. Hélt á tímabili að ég væri komin með "dred lock".
Knús
Já Kristín, þetta er satt hjá þér. Mér finnst ágætt ef fólk hefur eitthvað um málin að segja, að það bloggi um frétt. Ég hef einu sinni? bloggað um frétt, reyndar tvisvar, en ég eyddi fyrri færslunni eftir hálftíma. Ég fékk yfir 400 heimsóknir af þeirri seinnu, en græddi voða lítið á því, nema að ég lenti þá í 191 sæti á Vinsældarlistanum.
Gleðilegt sumar Huld mín, og takk fyrir
Sömuleiðis Helga mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.4.2008 kl. 23:18
Róslín Alma, þú ert flott!.
Sigrún Jónsdóttir, 27.4.2008 kl. 00:01
Takk Sigrún
Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.4.2008 kl. 00:06
Uuuuummmmm humar. Elska humar. Er brjáluð í hann. Kannski er það vegna þess að maður borðar hann aðallega svona spari.
Bloggið er eins og fréttirnar.. fólk vill lesa það nýjasta, svo að ef maður bloggar ekki í nokkra daga, þá er viðbúið og eðlilegt að heimsóknum fækki. 4ra daga gamalt blogg er old news.
Vertu dugleg að þrífa andlitið á þér kvölds og morgna og farðu á stofu og láttu setja pro djúpnæringu í hárið.
Knús til þín
Jóna Á. Gísladóttir, 27.4.2008 kl. 17:21
Jóna mín, ef þú ert svona brjáluð í humar eins og þú segir. Þá ef þú munt eiga leið hjá Hornafirði þá verðuru að stoppa hér.
Hér er rosalega flottur veitingastaður, heitir Humarhöfnin og er staðsettur í rosalega fallegu húsi rétt við bryggjuna. Þar er selt meirað segja humarpítsur og flottir humarréttir. Ég mæli með því að kíkja þangað í sumar, rosa flottur staður!
Satt er það, ég missti nær kjálkan þegar ég sá þetta. Ótrúlegt hvað fólk er skrítið í þessum málum, núna verður þú bara að vinna þig upp!
Ég ætla að gera þetta allt saman í rólegheitunum, bíð bara eftir sumrinu, sólinni, hitanum og bæjarvinnunni, þá verður húðin rosalega flott. Mamma pantar tíma á hárgreiðslustofu bráðum, það verður bara mín sumargjöf eins og ég vil halda því fram.
Knús
Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.4.2008 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.