25.4.2008 | 23:01
Þessi fallegi dagur...
Í dag skein sólin í heiði, þrestirnir sungu og kvennakórar þustu um bæinn, allstaðar sá maður þær.
Ég vaknaði heldur snemma, talaði við Rafn og frétti það að ég gæti komið til hans. Ég fór í sturtu og dreif mig út í góða veðrið. Gekk í hinn enda bæjarins til Rafns ( það vill svo skemmtilega til að við búum næstum eins langt og hægt er innan Hafnar). Við fórum í laufléttan göngutúr þegar klukkan var að detta í 12, fórum og fengum okkur ís og gengum hring eftir hring, alltaf sáum við sömu rútuna með sama kvennakórnum í.
Margt var nú lífið í bænum, enda lætur fólk sjá sig þegar sólin skín svona skært. Iðandi lífið smitaði gleðina í manni, við fórum einnig út í bakarí, því að ég hafði drifið mig svo mikið að ég gleymdi að borða morgunmat, þar fékk ég mér hundraðognítíukróna snúð sem var ekki alveg þess virði, upp á stærðina að gera.
Áttum leið fram hjá húsi, þar sem lítil skellibjalla hoppaði út úr dyrunum, jú, jú, engin önnur en hún Snædís litla vinkona mín sem ég kynntist í gær! Hún var að blása sápukúlur, og vitiði hvað! Hún spurði okkur ,, veistu hvað ??" spurningunni. Og benti á kött sem hún átti, algjör dúlla. Þegar við vorum komin nokkuð langt framhjá heyrðum við hana syngja um sól og sumar. Ótrúlega krúttlegt!
Við komum heim til mín, og ákváðum að ganga niður í Miðbæinn í bókasafnið og taka svo til tvær bækur, eina fyrir mömmu og eina fyrir mig. Ég tók Baróninn fyrir hana mömmu mína eftir Þórarinn Eldjárn ef ég man rétt og fyrir sjálfa mig tók ég Bak við bláu augun eftir Þorgrím Þráinsson. Alltaf er ég sílesandi bækur eftir þennan mann, enda rosalega gott skáld þar á ferð!
Gengum aftur heim, mætti okkur þá Gauti pabbi hans Rafns á bíl og spurði okkur hversvegna við værum búin að vera að ganga svona mikið.
Ég held við gengum a.m.k. nokkra kílómetra í dag, alveg augljóslega. Kíktum heim, og kúrðum það sem eftir var, þangað til hann fór heim.
Lokasýningin á Rocky Horror var í kvöld, og gekk hún hreint út sagt svo ótrúlega vel, glæsilegur salur og ótrúlega gaman að leika. Núna held ég að það sé eitthvað partý í gangi, en mig langar ekki að fara, ætla bara að hvíla mig vel, því að ég á allan morgundaginn til stefnu. Ætla mér alveg örugglega að kíkja á dagskránna hjá kvennakórunum, þar sem það er líklegt að ég verði ekki heima á sunnudaginn þegar aðalsjóvin eru.
Núna ætla ég hinsvegar að þrífa mig og kannski byrja að lesa.
Ég vil þakka þessum yndislegu krökkum í Leikfélagi Hornafjarðar fyrir samveruna síðustu nær þrjá mánuði, þetta er búin að vera fræðandi og skemmtilegt, og erfitt um leið. Ég er búin að kynnast mörgum frábærum karakterum, og öðrum aðeins verri ..
Ótrúlega skemmtilegt fólk hér á ferð, og allt heilaklabbið, sminkurnar líka, allavega Anna Kristín gella! Ég er að segja ykkur að þetta er ótrúlega fræðandi að taka þátt í svona verkefni og styrkjandi.
Gæti verið að við förum með sýningu í bæinn, ef við verðum heppin! Þá læt ég ykkur vita, kæru blogglesendur svo þið getið pantað ykkur miða og séð stelpuna á sviði!
Ég vaknaði heldur snemma, talaði við Rafn og frétti það að ég gæti komið til hans. Ég fór í sturtu og dreif mig út í góða veðrið. Gekk í hinn enda bæjarins til Rafns ( það vill svo skemmtilega til að við búum næstum eins langt og hægt er innan Hafnar). Við fórum í laufléttan göngutúr þegar klukkan var að detta í 12, fórum og fengum okkur ís og gengum hring eftir hring, alltaf sáum við sömu rútuna með sama kvennakórnum í.
Margt var nú lífið í bænum, enda lætur fólk sjá sig þegar sólin skín svona skært. Iðandi lífið smitaði gleðina í manni, við fórum einnig út í bakarí, því að ég hafði drifið mig svo mikið að ég gleymdi að borða morgunmat, þar fékk ég mér hundraðognítíukróna snúð sem var ekki alveg þess virði, upp á stærðina að gera.
Áttum leið fram hjá húsi, þar sem lítil skellibjalla hoppaði út úr dyrunum, jú, jú, engin önnur en hún Snædís litla vinkona mín sem ég kynntist í gær! Hún var að blása sápukúlur, og vitiði hvað! Hún spurði okkur ,, veistu hvað ??" spurningunni. Og benti á kött sem hún átti, algjör dúlla. Þegar við vorum komin nokkuð langt framhjá heyrðum við hana syngja um sól og sumar. Ótrúlega krúttlegt!
Við komum heim til mín, og ákváðum að ganga niður í Miðbæinn í bókasafnið og taka svo til tvær bækur, eina fyrir mömmu og eina fyrir mig. Ég tók Baróninn fyrir hana mömmu mína eftir Þórarinn Eldjárn ef ég man rétt og fyrir sjálfa mig tók ég Bak við bláu augun eftir Þorgrím Þráinsson. Alltaf er ég sílesandi bækur eftir þennan mann, enda rosalega gott skáld þar á ferð!
Gengum aftur heim, mætti okkur þá Gauti pabbi hans Rafns á bíl og spurði okkur hversvegna við værum búin að vera að ganga svona mikið.
Ég held við gengum a.m.k. nokkra kílómetra í dag, alveg augljóslega. Kíktum heim, og kúrðum það sem eftir var, þangað til hann fór heim.
Lokasýningin á Rocky Horror var í kvöld, og gekk hún hreint út sagt svo ótrúlega vel, glæsilegur salur og ótrúlega gaman að leika. Núna held ég að það sé eitthvað partý í gangi, en mig langar ekki að fara, ætla bara að hvíla mig vel, því að ég á allan morgundaginn til stefnu. Ætla mér alveg örugglega að kíkja á dagskránna hjá kvennakórunum, þar sem það er líklegt að ég verði ekki heima á sunnudaginn þegar aðalsjóvin eru.
Núna ætla ég hinsvegar að þrífa mig og kannski byrja að lesa.
Ég vil þakka þessum yndislegu krökkum í Leikfélagi Hornafjarðar fyrir samveruna síðustu nær þrjá mánuði, þetta er búin að vera fræðandi og skemmtilegt, og erfitt um leið. Ég er búin að kynnast mörgum frábærum karakterum, og öðrum aðeins verri ..
Ótrúlega skemmtilegt fólk hér á ferð, og allt heilaklabbið, sminkurnar líka, allavega Anna Kristín gella! Ég er að segja ykkur að þetta er ótrúlega fræðandi að taka þátt í svona verkefni og styrkjandi.
Gæti verið að við förum með sýningu í bæinn, ef við verðum heppin! Þá læt ég ykkur vita, kæru blogglesendur svo þið getið pantað ykkur miða og séð stelpuna á sviði!
Athugasemdir
Já það var líka dýrindisdagur hérna í Borgarfirðinum, ég fékk að fara út og hoppa og hlaupa smá... en gaman að lesa þetta.
með vorkveðjum.
Brúnkolla (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 23:20
Takk fyrir innlitið Brúnkolla, gott að þú fékkst smá frelsi í dag.
En síðan hvenær fóru kýr að skrifa? Þessu finnst mér gaman af!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.4.2008 kl. 23:37
Mér finnst þið kærastinn æði ;) ég var svakalega skotin í strák 15 ára og hann 17 en við höfðum ekki þennan þroska sem þú hefur kæra stelpa...leiðir okkur lágu í sundur og áttum við börn og buru..en alltaf vorum við vinir....en í 3 ár höfum við buið saman og vonandi verður það nú endalaust...heheheh en allavega þá hugsum við oft afhverju vorum við svona vitlaus...;) hefðum alveg átt að geta þetta og guð hvað ég vona að þið haldip áfram að vera góð við hvort annað heheh en allavega þú ert frábær kiss kiss
Halla Vilbergsdóttir, 26.4.2008 kl. 00:16
Eigðu góða helgi Róslín mín.
Linda litla, 26.4.2008 kl. 00:20
Já satt segirðu en ég bara veit það ekki... það var ein belja hérna á blogginu áður en ég byrjaði og hún heitir búkolla og segist baula um allt og ekkert innan skynsamlegra marka. En mikið afskaplega er skemmtilegt að blogga.
Brúnkolla (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 00:23
En hvað þú ert búin að vera dugleg í dag.
Bestu kveðjur og gleðilegt sumar.
Halla Rut , 26.4.2008 kl. 01:29
Þið hafið átt yndislegan dag saman Róslín mín, litla snótin sem þið hittuð á förnum degi, það er þetta sem gefur lífinu lit.
Vonandi komist þið suður með Rocky Horror, það yrði æðislegt fyrir ykkur.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.4.2008 kl. 08:36
Það var nú alveg frábært að leiðir ykkar lágu saman aftur Halla V.
Við munum reyna okkar besta! En takk fyrir!
Sömuleiðis Linda mín.
Já Brúnkolla, ég hef rekist á Búkollu hérna inná blogginu, mér finnst frekar fyndið að kýr haldi uppi bloggi. Enda uppáhalds dýrið mitt!
Ég reyni mitt besta að vera dugleg Halla Rut mín, ekkert annað gengur!
Gleðilegt sumar!
Já Milla mín, æðislegt að geta eytt svona fallegum degi með einhverjum sem manni þykir afar vænt um. Ótrúlega held ég upp á þessa litlu stelpu, hún er algjör skæruliði held ég nú samt!
Krakkarnir sem fóru með Súperstar fyrir ekki svo löngu sögðu að þetta væri æðislega gaman, vonandi að við fáum að upplifa þessa tilfinningu sem yngri eru í hópnum.
Knús á ykkur flottu konur, og kýr
Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.4.2008 kl. 13:17
Mikið hafi þið haft góðan dag eigðu góða helgi knús á þig
Kristín Katla Árnadóttir, 26.4.2008 kl. 13:49
Góða helgi, knús
Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.4.2008 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.