24.4.2008 | 23:16
,,Veistu hvað? "...
Í dag hafði ég nóg að gera, margt um að vera, svo margt að ég get lengi talið.
Ég mætti á fyrstu æfinguna í meira en tvo mánuði í dag, sem var hlaupaæfing. Ég skokkaði mest allan tímann ásamt tveimur öðrum, og hinar tóku spretti og svoleiðis. Ég gafst ekki upp á skokkinu, og barðist við alla þreytuna í líkamanum og nennuna.
Ég fékk far heim eftir æfingu, dreif mig í sturtu og gerði mig eilítið "sjæní" eins og Sædís kallaði það. Hún keyrði mér síðan út í Nettó, þar keypti ég þetta fína nesti. Leið mín lá út að Sindrabæ. Þar var ég svo í nær 3 klukkustundir, að hjálpa til með hoppukastala og gefa hluti.
Mamma fór svo með mig út á Hafnarbúð, og þar fékk ég langþráða Pepperonii duggu, ótrúlega gott, og bland í poka, þar sem þarna er besta nammið í bænum.
Fór heim í einhvern klukkutímann, og svo að undirbúa mig fyrir sýningu. Það var næstum því uppselt í kvöld og mjög góður salur. Sýningin gekk mjög vel!
En þar sem ég tileinka titlinum þetta blogg ætla ég að segja aðalatriðið.
Á meðan ég var að hjálpa til í hoppuköstulunum frá Hopp.is ( ef þið viljið panta hoppukastala í afmæli t.d. ), þá kynntist ég nokkrum krúttlegum krökkum. Í einu leiktækinu tók ég tímann í dágóðan tíma, og ekki er ég frá því að mér fannst það bara gaman á tímabili.
Þarna í röðinni var komin lítil stelpa, alveg örugglega sirka 5 ára gömul, ljóshærð og má segja svolítið búttuð, algjör dúlla. Hún var ekki búin að finna neinn félaga í tækið, og pabbi hennar spurði mig hvort þess þyrfti. Birtist þá ekki vinur hennar, og hún hljóp til hans og bað hann um að koma með sér, auðvitað kom hann. Svo stóðu þau þarna og leiddust hönd í hönd, svipuð á hæð.
Þá fór þessi ljóshærða krúttlega stelpa að tala við mig, og á meðan á því stóð, stóð pabbi hennar rétt frá okkur og hló að litla englinum sínum.
Sú spurning sem fylgir titlinum á færslunni hljómaði ekki sjaldan frá henni. Hún fræddi mig um það að hún ætti litla systur, spurði mig til nafns og ég svaraði henni um hæl og hún sagði mér það að stelpa á leikskólanum hét Rósa og því miður náði ég ekki eftirnafninu. Síðan sagði mér hún hvað hún héti, og það tók svolítið á hjá litlu ljóshærðu stelpunni, en hún heitir víst Snædís ef ég heyrði það rétt. Hún sagði mér að hún væri í kjól og togaði í hann undan peysunni, og ég sagði að hún væri mjög fín líka. Snædís lét mig líka vita að þetta væri ný peysa og auðvitað sagði ég henni að mér þætti peysan fín líka, hún sýndi mér svo þetta fína armband, sagðist hafa gert það sjálf, fjólublátt blómalagað armband, úr plasti. Hún aftur á móti sagði mér það að hún hefði teiknað það, svo hefði hún sett plast yfir gler. Ég horfði brosandi til hennar á meðan ég gleymdi mér að kíkja á tímann og krakkarnir sem voru í tækinu fengu að vera aðeins lengur vegna gleymsku minnar. Pabbi hennar stóð aðeins frá okkur og hló að stelpunni sinni.
Þá var komið að henni og vini hennar í leiktækið, það þurfti ekki að hjálpa þeim neitt, sem kom mér virkilega á óvart. Hann lamdi hana þrisvar sinnum þá heyrðust þessar setningar ; Þetta særir!, Veistu, þetta særir! og Ái þetta særir!
Ég hló eins mikið og ég gat af þessu krútti, og ég heyrði að pabbanum fannst líka mjög gaman að þessu, sagði henni að þetta ætti að særa, þetta væri svoleiðis leiktæki!
En það sem ég vildi meina með þessari frásögn minni, er það að mér þótti ótrúlega vænt um að hafa kynnst þessari stelpu. Það er alveg örugglega aldrei hljóð í kringum hana, sem er bara fínt. Og það allra skemmtilegasta sem ég upplifði í dag, er það að þessi krúttlega stelpa, minnti mig svo óspart á mig. Því að ég var svona ,, veistu hvað? " stelpa þegar ég var á þessum aldri .
Knús inn í nóttina
Set hérna velvaldna mynd, tileinkuð blogginu, og Hallgerði bloggvinkonu
Ég mætti á fyrstu æfinguna í meira en tvo mánuði í dag, sem var hlaupaæfing. Ég skokkaði mest allan tímann ásamt tveimur öðrum, og hinar tóku spretti og svoleiðis. Ég gafst ekki upp á skokkinu, og barðist við alla þreytuna í líkamanum og nennuna.
Ég fékk far heim eftir æfingu, dreif mig í sturtu og gerði mig eilítið "sjæní" eins og Sædís kallaði það. Hún keyrði mér síðan út í Nettó, þar keypti ég þetta fína nesti. Leið mín lá út að Sindrabæ. Þar var ég svo í nær 3 klukkustundir, að hjálpa til með hoppukastala og gefa hluti.
Mamma fór svo með mig út á Hafnarbúð, og þar fékk ég langþráða Pepperonii duggu, ótrúlega gott, og bland í poka, þar sem þarna er besta nammið í bænum.
Fór heim í einhvern klukkutímann, og svo að undirbúa mig fyrir sýningu. Það var næstum því uppselt í kvöld og mjög góður salur. Sýningin gekk mjög vel!
En þar sem ég tileinka titlinum þetta blogg ætla ég að segja aðalatriðið.
Á meðan ég var að hjálpa til í hoppuköstulunum frá Hopp.is ( ef þið viljið panta hoppukastala í afmæli t.d. ), þá kynntist ég nokkrum krúttlegum krökkum. Í einu leiktækinu tók ég tímann í dágóðan tíma, og ekki er ég frá því að mér fannst það bara gaman á tímabili.
Þarna í röðinni var komin lítil stelpa, alveg örugglega sirka 5 ára gömul, ljóshærð og má segja svolítið búttuð, algjör dúlla. Hún var ekki búin að finna neinn félaga í tækið, og pabbi hennar spurði mig hvort þess þyrfti. Birtist þá ekki vinur hennar, og hún hljóp til hans og bað hann um að koma með sér, auðvitað kom hann. Svo stóðu þau þarna og leiddust hönd í hönd, svipuð á hæð.
Þá fór þessi ljóshærða krúttlega stelpa að tala við mig, og á meðan á því stóð, stóð pabbi hennar rétt frá okkur og hló að litla englinum sínum.
Sú spurning sem fylgir titlinum á færslunni hljómaði ekki sjaldan frá henni. Hún fræddi mig um það að hún ætti litla systur, spurði mig til nafns og ég svaraði henni um hæl og hún sagði mér það að stelpa á leikskólanum hét Rósa og því miður náði ég ekki eftirnafninu. Síðan sagði mér hún hvað hún héti, og það tók svolítið á hjá litlu ljóshærðu stelpunni, en hún heitir víst Snædís ef ég heyrði það rétt. Hún sagði mér að hún væri í kjól og togaði í hann undan peysunni, og ég sagði að hún væri mjög fín líka. Snædís lét mig líka vita að þetta væri ný peysa og auðvitað sagði ég henni að mér þætti peysan fín líka, hún sýndi mér svo þetta fína armband, sagðist hafa gert það sjálf, fjólublátt blómalagað armband, úr plasti. Hún aftur á móti sagði mér það að hún hefði teiknað það, svo hefði hún sett plast yfir gler. Ég horfði brosandi til hennar á meðan ég gleymdi mér að kíkja á tímann og krakkarnir sem voru í tækinu fengu að vera aðeins lengur vegna gleymsku minnar. Pabbi hennar stóð aðeins frá okkur og hló að stelpunni sinni.
Þá var komið að henni og vini hennar í leiktækið, það þurfti ekki að hjálpa þeim neitt, sem kom mér virkilega á óvart. Hann lamdi hana þrisvar sinnum þá heyrðust þessar setningar ; Þetta særir!, Veistu, þetta særir! og Ái þetta særir!
Ég hló eins mikið og ég gat af þessu krútti, og ég heyrði að pabbanum fannst líka mjög gaman að þessu, sagði henni að þetta ætti að særa, þetta væri svoleiðis leiktæki!
En það sem ég vildi meina með þessari frásögn minni, er það að mér þótti ótrúlega vænt um að hafa kynnst þessari stelpu. Það er alveg örugglega aldrei hljóð í kringum hana, sem er bara fínt. Og það allra skemmtilegasta sem ég upplifði í dag, er það að þessi krúttlega stelpa, minnti mig svo óspart á mig. Því að ég var svona ,, veistu hvað? " stelpa þegar ég var á þessum aldri .
Knús inn í nóttina
Set hérna velvaldna mynd, tileinkuð blogginu, og Hallgerði bloggvinkonu
Athugasemdir
Krúttfærsla og þvílíkt bjútí ertu á þessari mynd Awww Dúlla Hafðu ljúfa helgi sæta skvís
Brynja skordal, 24.4.2008 kl. 23:36
Það er naumast mikið að gera hjá þér! Gleðilegt sumar.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.4.2008 kl. 23:41
Haha, ég var líka svona ,,veistu hvað?" stelpa En glæsi blogg hjá, og gleðilegt sumar
Eva Kristín (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 00:38
Takk Brynja, sömuleiðis eigðu góða helgi
Svoleiðis vil ég oftast hafa það Jóhanna. Gleðilegt sumar
Gleðilegt sumar Helga mín og sömuleiðis
Eva, veistu hvað stelpur eru bestar! Gleðilet sumar
Hallgerður, ég gróf hana upp, með þig í huga. En rosalega vaknarðu snemma!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.4.2008 kl. 17:35
Sömuleiðis Sigga mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.4.2008 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.