22.4.2008 | 22:20
Dagurinn í dag!
Hafið þið einhvern tíma lent í því þegar er verið að líkja ykkur við foreldra ykkar, jafnvel ömmu ykkar og afa?
Mér hefur oft á tíðum verið líkt við foreldra mína, jafnvel systkini, og aldrei líkað niðurstöðurnar. Eina sem ég sætti mig við er það að hárið mitt kemur að mestu leiti frá langömmu minni, mjög svipaður litur.
Ég lenti í þessari aðstöðu þegar ég bað um penna í dag hjá tveimur kennurum, sem eru ekki í minni byggingu, eða þá a.m.k. voða lítið. Önnur taldi mig líka mömmu, en hin sagði að ég hefði verið svo lík pabba á mínum yngri árum.
Því var ég alls ekki sammála, en var þá að skrifa þegar ég sagði við þessar tvær konur, að ég væri lík sjálfri mér. Ég muldraði það meira heldur en að segja það, enda komin með langleið á því að vera líkt við einhvern.
En í dag var einmitt árshátíð Grunnskólanemenda Hornafjarðar. Ég fékk ekki, frekar en fyrri daginn að vera án túberingar, því er ver og miður. Ég bara verð að skella inn mynd hérna af mér, sama hversu asnaleg ég er á henni, en ég vildi meina sjálf að ég hafi verið blanda af Björk Guðmundsdóttur og Selmu Björnsdóttur!
Annars gekk kynningin á atriðum bara mjög vel, og ég vona að ég hafi verið nógu skírmælt, þar sem ég brenndi tunguna mína frekar mikið í gær, ásamt því að borða kókópöffs eftir á, mjög sniðugt ég veit. Röddin mín var frekar furðuleg í morgun en fór batnandi með deginum. Allt sem ég tók að mér í hendur gekk mjög vel, eins og flestir ættu að vita, þá var ég einmitt kynnir, og sögumaður í leikritinu okkar í 9. bekk.
Ótrúlega fannst mér krúttleg atriðin hjá 1. og 3. bekk, algjörar dúllur þar á ferð, með söngva og slíkt, þar einmitt voru í sitthvorum árganginum bræður Rafns, algjörir snillingar. 5. bekkurinn var líka mjög skemmtilegur, þau voru með tískusýningu, ótrúlega flottir krakkar þar á ferð. 7. bekkur kom með rapp-dansatriði, sem mér persónulega sjálfri fannst of langdregið, en mjög flott ef að á heildina var litið.
9. bekkurinn voru þó langskemmtilegust, enda allt flottustu krakkarnir ( að mestu leiti.. )!
Mynd skal fylgja með af kynninum, þó ekki í fullri mynd.
Ég var klædd hvítum bol, með blómabindi, í vesti af Axel bróður sem er orðið um 11 ára gamalt, hvítum buxum og svörtum skóm. Skartaði þarna hvítum hring-eyrnalokkum sem ég var alltaf að flækja mig með.
Þessi mynd finnst mér skárri af þeim tveimur sem ég tók, falleg gretta fylgir frítt!
Mér hefur oft á tíðum verið líkt við foreldra mína, jafnvel systkini, og aldrei líkað niðurstöðurnar. Eina sem ég sætti mig við er það að hárið mitt kemur að mestu leiti frá langömmu minni, mjög svipaður litur.
Ég lenti í þessari aðstöðu þegar ég bað um penna í dag hjá tveimur kennurum, sem eru ekki í minni byggingu, eða þá a.m.k. voða lítið. Önnur taldi mig líka mömmu, en hin sagði að ég hefði verið svo lík pabba á mínum yngri árum.
Því var ég alls ekki sammála, en var þá að skrifa þegar ég sagði við þessar tvær konur, að ég væri lík sjálfri mér. Ég muldraði það meira heldur en að segja það, enda komin með langleið á því að vera líkt við einhvern.
En í dag var einmitt árshátíð Grunnskólanemenda Hornafjarðar. Ég fékk ekki, frekar en fyrri daginn að vera án túberingar, því er ver og miður. Ég bara verð að skella inn mynd hérna af mér, sama hversu asnaleg ég er á henni, en ég vildi meina sjálf að ég hafi verið blanda af Björk Guðmundsdóttur og Selmu Björnsdóttur!
Annars gekk kynningin á atriðum bara mjög vel, og ég vona að ég hafi verið nógu skírmælt, þar sem ég brenndi tunguna mína frekar mikið í gær, ásamt því að borða kókópöffs eftir á, mjög sniðugt ég veit. Röddin mín var frekar furðuleg í morgun en fór batnandi með deginum. Allt sem ég tók að mér í hendur gekk mjög vel, eins og flestir ættu að vita, þá var ég einmitt kynnir, og sögumaður í leikritinu okkar í 9. bekk.
Ótrúlega fannst mér krúttleg atriðin hjá 1. og 3. bekk, algjörar dúllur þar á ferð, með söngva og slíkt, þar einmitt voru í sitthvorum árganginum bræður Rafns, algjörir snillingar. 5. bekkurinn var líka mjög skemmtilegur, þau voru með tískusýningu, ótrúlega flottir krakkar þar á ferð. 7. bekkur kom með rapp-dansatriði, sem mér persónulega sjálfri fannst of langdregið, en mjög flott ef að á heildina var litið.
9. bekkurinn voru þó langskemmtilegust, enda allt flottustu krakkarnir ( að mestu leiti.. )!
Mynd skal fylgja með af kynninum, þó ekki í fullri mynd.
Ég var klædd hvítum bol, með blómabindi, í vesti af Axel bróður sem er orðið um 11 ára gamalt, hvítum buxum og svörtum skóm. Skartaði þarna hvítum hring-eyrnalokkum sem ég var alltaf að flækja mig með.
Þessi mynd finnst mér skárri af þeim tveimur sem ég tók, falleg gretta fylgir frítt!
Athugasemdir
Auðvitað ertu sjálfri þér lík Róslín mín, en maður getur nú aldrei afneitað genunum. Ég held að spegilmyndin, segi okkur stundum allt annað en það sem hinir sjá, sérstaklega á unglingsárunum.
Ég er nú ekki frá því að þetta sé sterk blanda af Björk og Selmu á myndinni hér að ofan. Skásett augu, en svona frekar ljóst yfirbragð.
Þú ert bara langflottust
Sigrún Jónsdóttir, 22.4.2008 kl. 23:07
Ég reyni að vera sjálfri mér lík, ég bara get ekki þolað það að vera líkt við einhvern...
Ég horfi ekki á spegilmynd mína nema að þess þurfi, alltaf furða ég mig á því, hvernig það væri að vera manneskjan sem horfir á mig... eina sem ég sé er búkurinn minn og nefið!
Æ, mér finnst ég myndast einstaklega vel þegar ég gretti mig.....
Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.4.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.