21.4.2008 | 16:21
Tómleyki..
Ég hef furðu lítið um að segja. Ég veit ekki hvort ég eigi að rífast eða skammast í einhverju kerfinu, eða bara að segja ykkur hvað ég er að fara að gera. Eflaust er fólki nokk sama hvað ég geri yfirleitt, en það er margt sem ég ætla mér að gera áður en ég verð fullorðin
..
Núna í dag er á planinu að klára sýningarnar með stæl, einungis 4 eftir, og verða klárað í dag, árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar á morgun. Við í 9. bekk fáum frí til að gera okkar atriði sem flottast, ég er komin með allt sem ég þarf, með textann minn á hreinu og fötin klár.
Á miðvikudaginn, fimmtudaginn og föstudaginn verður klárað þetta allt saman með trompi. Ljósmyndasýning er það næsta sem mig langar til að bralla. Sú hugmynd getur vel orðið að veruleika, svo að nú verð ég að vera dugleg að fara yfir myndirnar mínar og taka myndir.
Ég held mest upp á eina myndina mína, sem verður án efa sett verð á og gáð hvort fólk vilji kaupa svona mynd.
En ég læt þetta nægja í bili, ætla að halda áfram að kíkja yfir myndir.
Eigið góða daga
Núna í dag er á planinu að klára sýningarnar með stæl, einungis 4 eftir, og verða klárað í dag, árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar á morgun. Við í 9. bekk fáum frí til að gera okkar atriði sem flottast, ég er komin með allt sem ég þarf, með textann minn á hreinu og fötin klár.
Á miðvikudaginn, fimmtudaginn og föstudaginn verður klárað þetta allt saman með trompi. Ljósmyndasýning er það næsta sem mig langar til að bralla. Sú hugmynd getur vel orðið að veruleika, svo að nú verð ég að vera dugleg að fara yfir myndirnar mínar og taka myndir.
Ég held mest upp á eina myndina mína, sem verður án efa sett verð á og gáð hvort fólk vilji kaupa svona mynd.
En ég læt þetta nægja í bili, ætla að halda áfram að kíkja yfir myndir.
Eigið góða daga
Athugasemdir
Róslín auðvitað er okkur ekki sama um hvað þú ert að bauka.
Ég hef nú bara áhyggjur af því að þú gangir fram af þér.
ljósmyndasýning!!! bara frábært, þú lætur verða af því og þessi mynd að ofan er alveg stórkostleg, eins aðrar myndir sem þú hefur sýnt okkur.
gangi þér vel mín kæra.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.4.2008 kl. 16:27
Hæ hæ gaman að það gengur vel með horrorið, enda frábær sýning og ég hvet alla að drífa sig..... Þetta er rosalega falleg mynd.... En það er best að halda áfram að lesa undir próf....Gangi þér allt í hagin vina mín, knús og kossar Ragga
Ragga (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 20:12
Milla, ég geng fram af fætinum á mér, svo mikið er víst.
Hæ Ragga mín, það mættu nú fáir í kvöld allt í allt 30 manns útí sal með ljósamönnum og svoleiðis. Gangi þér vel að lesa undir próf!
knús
Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.4.2008 kl. 22:15
Takk Sigga mín, og sömuleiðis
Góða nótt Helga mín
Knús á ykkur
Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.4.2008 kl. 22:56
Myndin er alveg geggjuð.... ef að þú hefur tekið hana, þá mæli ég með því að þú leggir fyrir þig ljósmyndun, því að myndin er svakalega falleg.
Farðu vel með þig góða mín.
Linda litla, 21.4.2008 kl. 23:16
Takk Linda mín, ég tók einmitt myndina.
Reyndar takast alls ekki allar eins vel, því miður, getur skoðað fleiri á www.flickr.com/photos/roslinv !
Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.4.2008 kl. 23:22
æðislega falleg mynd þú ert upprennandi ljósmyndari Góða nótt sæta
Brynja skordal, 21.4.2008 kl. 23:23
Takk Brynja mín, góða nótt
Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.4.2008 kl. 23:28
Mikið svakalega er þetta falleg mynd hjá þér, þú ert svo sannarlega góður ljósmyndari Róslín
Huld S. Ringsted, 21.4.2008 kl. 23:41
Takk Huld
Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.4.2008 kl. 23:43
Æðisleg mynd. Heyrðu annars. Hvaða hlutverk leikurðu?
Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.4.2008 kl. 06:54
Flott mynd hjá þér mín kæra
Kristín Katla Árnadóttir, 22.4.2008 kl. 11:08
Mjög flott mynd, þú ert listræn
Sigrún Jónsdóttir, 22.4.2008 kl. 12:21
Takk Kristín, en í Rocky Horror er ég í kórnum og svo á árshátíðinni er ég sögumaður í atriði fyrir 9. bekk og kynnir fyrir alla árshátíðina ( komst að því áðan..)
Og takk Katla og Sigrún
Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.4.2008 kl. 14:58
Yndislega falleg mynd hjá þér.
Já, stundum er maður bara hálf tómur. Þannig er ég einmitt núna.
Gangi þér vel, þú dugnaðar stelpa.
Halla Rut , 22.4.2008 kl. 17:21
Hornafjörður er ríkur af því að eiga þig! Svakalega er þetta flott mynd.
p.s. mér finnst mörgæsir sérlega skemmtilegar!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.4.2008 kl. 17:29
Takk Halla, gott að heyra loksins frá þér!
Takk fyrir það hrósið Jóhanna!
Fyrst þér finnst mörgæsir skemmtilegar, þá bara verðuru að sjá mig hlaupa, reyndar gerist það afar sjaldan sem ég hleyp eins og mörgæs en þegar það gerist þá held ég að ég sé ættuð þaðan...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.4.2008 kl. 20:50
Hæ hæ, vildi bara kvitta fyrir mig :)
Takk líka fyrir þessa þægilegu tónlist á síðunni þinni. Ég byrjaði að hlusta á hana á meðan ég mála fyrir nokkrum dögum og núna er ég svo föst í því að ég vil helst ekki mála án þeirra (sem er verst fyrir tölvuna mína því hún er orðin öll úti í olíumálningu...)
Og í lokin, tómleiki eða tómleyki ?? Þar sem ég á ekki orðabók þá get ég ekki verið viss.
Ingibjörg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 21:31
Takk fyrir innlitið Ingibjörg.
Skemmtilegt að heyra með tónlistina, ég hef reynt að setja mikið fleiri lög inn, en hef því miður sjaldan þolinmæði, en mun með tímanum bæta tónlistarsmekknum hingað inn á.
Hérna megin er tölvan mín oft öll út í Akríl málningu, oftast þá rauðri!
Kerfið hér inn á Moggablogginu gerði EKKI greinamun á þessum tveimur orðum hjá mér, en þegar þú spurðir gáði ég aftur að því, en svo var það, vitlaust hjá mér. Fannst bara Yfsilonið flottara.
Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.4.2008 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.