19.4.2008 | 17:26
Lærum meira um landið okkar!
Ég hef lengi furðað mig á því, að í skólanum er lært um hin ýmsu lönd í Samfélagsfræði, en ekki minnist ég til þess að við höfum einhvern tíma lært nöfn á bæjum á OKKAR landi.
Okkur er ætlað að læra hin ýmsu lönd í kringum Rússland, læra allt um þessa heimsálfu og hitt og þetta um þetta land, vita hvað margir búa í þessu landi, og hvað hitt landið er stórt.
Oft þegar ég segi hvar ég eigi heima, spyr fólk hvar Hornafjörður sé eiginlega, heldur að það sé einhverstaðar allt annarsstaðar en í raun og veru. Mér finnst leiðinlegt hvað það er lagt mikið á okkur að læra um önnur lönd, á meðan eldra fólk veit hvað þessi og hinn sveitabærinn heitir.
Ég veit voða lítið um staði á Íslandi, hvar helstu fossar og vötn Íslands eru, og ég er bara heppin að vita um Vatnajökul og Ketilaugafjall.
Ég veit að það er til fjall rétt við Reykjavík sem heitir Esja, en ég veit ekki hvar það er né hvort það hafi verið eldvirkt eða slíkt.
Ég veit að það var eldgos í Vestmannaeyjum fyrir rúmum 36 árum, fólk fórst inní húsum og enn í dag er verið að grafa sum húsin upp. Í fjallinu er hægt að baka brauð vegna hitans.
Ég sjálf veit ekki hvort það sé foreldrum mínum að kenna, eða náminu hversvegna ég veit ekki nógu margt um Ísland. Ég ætlaði mér að fræðast um Ísland í bókum sem eru upprifjanir frá einhverjum árum, en þá sá ég að þetta er allt um heiminn, svo þegar ég fletti létt aftur þá var komin einhver lítill kafli um Ísland. Frekar neyðarlegt fyrir Íslending að vita ekki hvert skal leita til að lesa sig til um sitt eigið land.
Ég vil að það verði lögð meiri áhersla á að læra um Ísland á undan öðrum löndum í grunnskólum Íslands. Vonandi að einhver geti hjálpað mér að gera þessa bón mína að raunveruleika, því það er margt sem unga fólkið þarf að læra um sitt eigið land áður en það fræðist um önnur.
Athugasemdir
Þetta er rétt hjá þér, en það er því miður ekki allt ungt fólk áhugasamt um landið eins og þú! Sumir hafa heldur ekkert farið um landið en ferðast oft til útlanda. Ég fór einu sinni í rútuferð með stelpu sem var rúmlega tvítug og þegar við keyrðum að Borgarnesi spurði hún: hvaða bær er þetta?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.4.2008 kl. 18:23
Ég er svo sammála og svo rétt hjá þér En ég dáist af þér elsku Róslín mín. Það er um að gera að læra meir um landið sitt.
Kristín Katla Árnadóttir, 19.4.2008 kl. 19:00
Það er greinilega búið að slaka á í skólakerfinu. Ég man alla vega að ég gat nefnt alla firði í kringum landið (í réttri röð), ég vissi nokkurn veginn hvar öll bæjarfélög voru (nú get ég bara sirkað - veit í hvaða landshluta en ekki í hvaða röð) og þekkti sögu landsins út og inn. Lærði meira að segja um sögu útgerðar í landinu en það var ekki fyrr en í menntó. Slæmt er að heyra af skólakerfið hefur slakað á í íslenskri landafræði og sögu.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 19.4.2008 kl. 21:07
Jóhanna, það á ekki að þurfa áhuga, þetta er eitthvað sem við eigum að vita og fræða kynslóðina sem kemur undan okkur um. Tvítuga stelpan er þá jafn slæm og ég, þar sem ég er frekar bæjarvillt, ég keyri oft á ári til Reykjavíkur og til baka, en aldrei man ég hvor bærinn kemur á undan, Hella eða Hvolsvöllur!
Takk fyrir stuðninginn Katla mín!
Kristín, það kalla ég heppni að fá að vita þetta allt saman. Við reyndar erum búin að læra um eitthvað í sögu, en ekkert sem situr fast í minninu. Ekki mikil áhersla lögð á hana.
Eina sem ég veit um Suðursveit t.d. er að fyrsti bærinn frá Hornafirði séð er það Skálafell, þetta veit ég því að f. kærasti systur minnar bjó þar!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.4.2008 kl. 22:47
Það þyrfti þess svo sannarlega Helga mín!
Takk fyrir þennan fróðleik.
Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.4.2008 kl. 23:17
Góðan dag á þessum fallega sunnudagsmorgni hafðu ljúfan dag á okkar fallega landi sem gaman er að skoða...En málið er að ég á alveg eftir að fara Austfirðina sem verður gert
Brynja skordal, 20.4.2008 kl. 09:24
Ég er þá ekki ein um að finnast vanta heildranakennslu í landafræði,
hélt kannski að ég væri eitthvað að rugla, börn send heim með eitthvað á blöðum,
já þetta er s.þing og hvað kemur svo næst.
þetta var ekki svona er ég var í skóla. Gott hjá þér að tala um þetta þarfa mál,
mætti fara með það lengra.
Knús til þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.4.2008 kl. 09:57
Svo erum við hissa, hvað útlendingar vita lítið um Ísland!
En kannski fer þetta eitthvað eftir því hvað kennari í viðkomandi fagi er áhugasamur sjálfur og getur smitað nemendur eitthvað af sínum áhuga!
Svo bara svona ein spurning í lokin: Hvort bæjarfélagið er nær Hornafirði, Hvolsvöllur eða Hella? (skoðaðu bara landakort og ég lofa þér að þú munt aldrei gleyma svarinu!)
Sigrún Jónsdóttir, 20.4.2008 kl. 21:02
Brynja, þú skellir þér bara austur í sumar, ekki gleyma Hornafirði!
Börn eru að vísu send með blöð heim til sín Milla, en það eru oftast nær fyrst um Evrópu löndin síðan dreyfist það út í allan heiminn!
Ég ætla að gera hvað ég get til að koma þessu á framfæri.
Knús
Einmitt Sigrún!
Kennarar fá yfirleitt ekki að ráða hvaða efni nemendur læra, þeim er bara rétt eitthvað í hendur og fara yfir bækurnar sjálfir, síðan kenna þeir krökkunum.
Spurningunni verður ósvarað fram til morguns, ég nenni ekki að róta í bókum núna.
Ég er farin að læra textann minn fyrir árshátíðina og fyrir Samfélagsfræðipróf!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.4.2008 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.