19.4.2008 | 15:33
Gullmolar úr gömlum bloggum 2
Á meira en eitt ár eftir af bloggum, byrjum á smá upprifjun á því þegar ég var að lýsa fermingardeginum mínum, 27. maí 2007, eins og ég segi, tek það sem ég held upp á.
28.05.2007 15:22:53 / Róslín Alma
Eina sem klikkaði hjá mér ( var aldrei búin að fara upp til altaris) var ofnlátan ( eða hvað sem það heitir nú) sem lét mig næstum kasta upp, ég sat og reyndi að kyngja þessu áður en myndatakan yrði!!! Svo já, náði ég því, og myndir voru teknar af okkur, svo var tekin mynd af okkur Þórdísi, ein sem var mjög flott
Svo voru það kökurnar, ég fann ekki glas og skeið, þannig ég tók lítinn disk og hníf í köku og skellti því saman, og mér fannst það svo fyndið að ég kafnaði liggur við úr hlátri..... Og sumir hlógu aðrir ekki.
21.05.2007 23:20:02 / Róslín Alma
Aftur á móti er ég algjör klaufi. Ég var á leið á æfingu, fann ekki boltann minn, hélt áfram ferð minni til Kristjönu, hjóluðum útá völl, þá áttaði ég mig á því að ég hefði týnt markmannshanskanum ( sem betur fer á ég þrjú pör ).. Á þeirri æfingunni var ég bara með annan markmannshanska, en viti menn, ég tók uppá því að vera ekki hrædd við boltann ( Þeir sem ekki vita það, þá er ég óóótrúlega hrædd við bolta efað ég er ekki með markmannshanska).. Annars stóð ég mig bara með prýði.
Myndir frá árshátíðinni í fyrra
Við kölluðum okkur á þeim tíma da.royal..
Þetta eru frá vinstri; Yrsa Líf, ég, Árdís Drífa, Kristjana Hafdal og Eva Kristín.
28.04.2007 20:04:27 / Róslín Alma
Stendur ekki LISA KUDROW rétt hjá Græna Hattinum og er að kynna nýjar kökur frá þeim flotta skemmtistað í miðbæ Akureyrar. Aldrei datt manni það í hug að rekast á þessa heimsfrægu Friends leikkonu - sem er meirað segja í miklu uppáhaldi hjá mér!
Við gengum upp að Lisu til að athuga hvort þetta væri sú eina sanna Lisa Kudrow. Séð og Heyrt voru á eftir með þessa frétt, Dv og Hér og nú líka. Sökkerar!!
Jæja, fréttin heldur áfram. Við kíktum á gelluna, sem reyndist vera ansi fjörug (örugglega búin að fá sér nokkur glös). Ég fékk mynd af okkur saman, og hún var ekki að fatta pósið. Enda sjáið þið svipinn á henni.
Hún lét mig fá e-mailið sitt uppúr þurru, sagði mér endilega að senda sér einhverjar línur, og tók hún við mínu e-maili svo hún vissi hver væri að senda..
Ekki eru margir sem fengu að hitta þessa fínu konu - en ég mæli rosalega með henni!
Myndin var búin að eyðast útaf því miður..
21.04.2007 23:46:58 / Róslín Alma
Er stödd á Akureyri, búnar að keppa og fara á æfingu og sund og alles!
En í bókstaflegri merkingu óheppnin fylgir mér, í gær var ég að sýna geðveika takta þegar við vorum að keppa í 11 manna bolta. Og Anna komin í mark og ég útaf, var í grindahlaupi á metersháum grindum og var búin að stökkva tvisvar yfir.
Hljóp hratt og hoppaði með lokuð augun, vissi ekki af mér fyrr en ég var flækt í þessari grind með klofið á milli og PÚMM datt niður og var að deyja í klofinu sko ( fékk marblett ) og ALLIR hlógu sko!!
BLOGGARI ÁRSINS MEN
Einu sinni voru tvær appelsínur að ganga niður við höfn, önnur datt út í og þá sagði hin ,, FLJÓT SKERUM ÞIG Í BÁTA !!!"
08.03.2007 22:45:12 / Róslín Alma
En já, vitiði hvern ég sá í Nettó í hádeginu í morgun? Enga aðra eeen,,,,,,,,,, Höllu Hrekkjusvín Úr ,, Áfram Latibær! " Auðvitað hélt ég uppá Höllu Hrekkjusvín enda vita það nú flestallir að ég sé nokk mikið hrekkjusvín En já, maður þorði nú ekkert að vera að fá eiginhandaráritun hehehe Enda næstum orðin 14 ára og að fara að tala við gamla barnastjörnu síðan maður var yngri er frekar skondið, svo er hún ekkert það fræg lengur held ég..
Það fyndnasta í skólanum í dag var eitthvað sem ég gerði.. hehe.. Við áttum að lesa ljóð, og Björk kennari sagði mér að lesa tvær fyrstu línurnar aftur.. og ég las það aftur, og hún sagði: Eins og þú sért að hvísla Yrsu eitthvað!!
Þá las ég aftur.. og hún Björk sagði: Aftur, og gefðu kraft í þetta!
Ég: ÉG get það ekki!!
Björk: Jú!
Ég: Nei ég get það ekki!
Björk: Jú víst..
Ég: NEI ÉG GET ÞAÐ EKKI..!!
Þetta var gömul færsla sem ég skrifaði í febrúar í fyrra... híhí gamlar góðar minningar
En ég var að spá í eitt,Björk kennari kom í hálft ár til að kenna okkur krökkunum.. En það sem ég var að spá í ; ætli maður hitti hana aftur?? Hún var án efa hressasti kennarinn
Jæja, nóg í bili..
Sýning í kvöld, held það sé fullbókað. Hlakka dálítið til!
Fyrirtækið sem pabbi á í var að kaupa sér húsnæði, gamla ríkið og við vorum að ræða þetta, og það gæti verið að ég fái að sýna ljósmyndasýningu einhvern daginn þarna. Nú fer ég bara að drífa í því að finna flottustu myndirnar og setja verð á þær!
Ef þið hafið voða lítið að gera mæli ég þá bara með ; www.flickr.com/roslinv
Knús á ykkur
Athugasemdir
Fjör, fjör, fjör!
Knús
Það er algerlega bannað að vera löt og þreytt!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.4.2008 kl. 17:30
Sæl Róslín.
Ég efa það ekki að ég á eftir að hitta ykkur aftur, þið verðið endilega að láta mig vita ef þið eruð að keppa í Keflavík (bý þar) þá reyni ég að koma og hitta á ykkur.
Bið að heilsa öllum.
Kv, Björk
Björk (kennarinn) (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 23:54
Sigga mín, ég skil þig ekki! Greinilegt að þú sért löt og þreytt!
Björk, ég mun láta þig vita af því ef við verðum þar. Keflavík er nú fínasti bær, ég kem oft þangað þegar ég er í Reykjavík!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.4.2008 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.