Ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni...

Ég vil helst ekki segja neitt mikið um æfinguna í morgun, höfum það bara eitt á tæru mér gekk ömurlega, og ég hef aldrei verið eins stressuð og ótrúlega andstutt á ævinni.

Heimförin gekk varla betur, skafrenningur og ógeðssnjór mest alla leiðina. Gekk hrikalega illa að koma sér áfram á köflum, ótrúlega þreytt lá ég bara með iPodinn minn að leggja kapal, borðandi snakk og drekkandi pepsi max. Á meðan pabbi ók í þessu skaðræðisveseni, át gúrku sem stóð á " góð í nesti" og drakk topp.

Mér leið þó ekkert betur en honum með þetta allt saman, ég mætti rosalega seint fyrir leikæfingu, en reddaði öllu áður en hún hófst. Sýndum fyrir framan fullan sal, fólk var misánægt í móttökunni, tölum ekki um það meir!LoL

Ég ætla ekki að fara út í smálýsingarnar á sjálfri mér hvernig ég hef reynt að massa daginn. Ég er hrikaleg, harðsperrurnar mínar eru alveg að meiða mig. Ég held að ég hafi bólgnað pínu lítið ofan á öklanum, frekar óþægilegt, þar sem ég get ekki beygt fótinn upp, ef þið skiljið mig.

Ég ætla að sitja hérna í allt kvöld og hlusta á hana Jónu Á. Gísladóttur, bloggvinkonu mína, missti af henni í morgun. Ótrúlega áhrifarík kona, sat hérna rétt áðan með tárin í augunum. Góð kona, góður bloggari líkaJoyful !

KNÚSHeart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Margir þurfa að ganga í gegnum svo margt illt, ótrúlega ósanngjarnt. Á meðan aðrir fá að fara í gegnum lífið án þess að gera neitt..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.4.2008 kl. 23:38

2 Smámynd: Linda litla

Þér gengur bara betur næst Róslín mín.

Góða nótt.

Linda litla, 14.4.2008 kl. 00:09

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Róslín mín besta, það sem er að núna, þú ert orðin langþreytt, þess vegna finnst þér hlutirnir ekki ganga vel, reyndu bara að slappa af og hafa gaman að þessu
öllu, því það er það sem það er bara gaman. þú hefur allt lífið framundan til að láta allt sem þú ætlar þér ganga upp. Snúlla passaðu þig á því að fara ekki inn í allt með öllum, stattu fyrir utan og gerðu þitt besta, þá ertu sterkust.
                                Knús til þín mín besta besta stelpa.
                                            Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.4.2008 kl. 11:06

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Já, það er satt hjá þér Milla, dagurinn í dag á að fara í hvíldina einu sönnu!
Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.4.2008 kl. 14:36

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gangi þér vel næst kæra Róslín mín

Kristín Katla Árnadóttir, 14.4.2008 kl. 15:13

6 Smámynd: Anna Guðný

Hvernig hlustið þið á hana eftir á? kv Anna Guðný

Anna Guðný , 14.4.2008 kl. 15:49

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Katla

Anna Guðný, http://www.bylgjan.is/?PageID=1901 hér er slóðin, svo ef þú átt í erfiðleikum með að opna hana, verðuru að velja windows media player.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.4.2008 kl. 15:53

8 Smámynd: Brynja skordal

Góða nótt sæta

Brynja skordal, 15.4.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband