Alltof mikið að gerast inní heilanum á mér!

Skrifgleði mín er orðin rafmögnuð!

Þú ert ákaflega rómantísk manneskja sem vill lifa til fulls og ég ráðlegg þér að láta hjarta þitt alltaf ráða för því ef egóið þitt fær að stjórna kemstu ekki eins lagt og þú ætlar þér. Fróðlegt er að sjá að það er eins og þú sért meðvituð um að tíminn er námsgagn og að ljósið þitt er kristaltært og hreint og það geislar frá sér fegurð og kærleika. Það sem þú þarft að læra er að minnka væntingar þínar og leyfa sköpunarþörf þinni að njóta sín en hún er vægast sagt gífurleg og hana verður þú að rækta. Í dag ættir þú að leggja þig mun betur fram við að skynja því þú gleymir stundum að næra sálina þína. Svo máttu vera opnari gagnvart fólkinu sem elskar þig og sigrast á tregðu þinni við að viðurkenna mistök. Þú veist hvenær þú hefur á réttu að standa og þú sýnir ást þína og umhyggju í verki og þú veist líka mætavel að karma annarra er ekki á þínu valdi, þeir verða að taka ábyrgð á sjálfum sér! En þú ert mjög sterk kona, afskaplega þrjósk (góður kostur) og töfrandi. Í framtíðinni verður breytilegt hvernig þú munt beita hæfileikum þínum og það verður þér eflaust sífelllt umhugsunarefni. Svo birtist líka skær fallegur gylltur litur þegar stjarna þín er skoðuð en hann táknar að þú ert gefandi og kýst að fylgja köllun þinni.

Ég ætla að lita það sem ég skrifa og skrifa með þeim lit um málið, þetta er spáin sem Ellý Ármanns spáði fyrir mér, hún er magnaður lífkúnsnerHeart Grin

  • Byrjum á þessu, ákaflega rómantísk manneskja. Ég elska að skrifa ljóð og þessháttar til Rafns míns, og flestallar gjafir sem ég gef honum eru að mestum hluta beint frá hjartanu, þá meina ég að ég geri margt af því sjálf.
  • Ég á það til að vera rosalega mikið egó, en aldrei útaf útlitinu, þessu ætla ég að passa mig á!
  • Ég tel mig mjög meðvitaða um það, enda sjáið þið í sumum tilfellum hve gömul sál ég er. Ég gef mér tíma í það sem ég tel vera mér mikilvægt og reynslumikið, og legg hart að því.
  • Ég hef alla mína tíð reynt að vera eins góð við alla sem eiga það skilið frá mér og ég get, ég kem því oft ekki alla leið, því miður. En með kærleik sanna ég mig fyrir vinum mínum og öðru fólki, með því að koma fram eins og ég er.
  • Allt of mikið satt af þessu. Ég geri miklar væntingar fyrir einhverju sem ég tel ótrúlega mikilvægt, vægast sagt finnur fólk fyrir pressu frá mér vegna þess. Sköpunaþörf mín er hreint gífurleg eins og hún nefnir, því ég finn mér allar listir og hvað eina til að hjálpa mér að leysa úr öllum málum, og beita allri þeirri orku sem ég hef í það.
  • Ef ég skil hana rétt í þessum orðum, þá ætla ég að vinna að því næstu vikur ásamt fleiru. Ég ætla að gera eitt af því sem mér finnst rosalega þægilegt, sitja og lesa áhrifaríka bók.
  • Ég fæ samviskubit við að lesa þetta, þar sem ég þarf að bæta úr þessu, ég er allt of lokuð á mína nánustu. Ég ætla að vinna vel úr þessu, því ég veit að það muni gagnast mér mikið betur.
  • Margur maðurinn hefur kynnst því hversu treg ég er að viðurkenna mistök mín, það er ótrúlega slæmt. Ég er mjög þrjósk, og vil hafa allt rétt fyrir mér. En stundum koma kaflar þar sem ég er ótrúlega hlutlaus og held kjafti frekar en að reyna að þrasa um eitthvað sem ég veit að er rétt hjá mér.
  • Eins og ég hef sagt, þá geri ég mjög mikið af því.
  • Ég hef oft þurft að tyggja þetta ofan í mig...
  • Eins og ég segi, á mjög erfitt með að reyna að átta mig á því hvað í ósköpunum ég ætla að gera. Þetta er mikið verk!
  • Ég tel mig meðvitaða um þetta, allavega núna...
Þá  hef ég komið þessu útúr mér, jæja núna er svefninn næst á dagskrá..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Flott og vönduð færsla hjá þér.

Halla Rut , 13.4.2008 kl. 14:07

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er flott hjá þér Róslín mín, og allt mun birtast þér eftir því sem þú þarft á að halda, en við þurfum að vinna fyrir því.
                                 Knús til þín besta mín
                                     Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.4.2008 kl. 16:50

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Sigga, ég hélt hún yrði kl. 9, beið spennt, en svo þegar ég var að fara á æfingu kl. 10 þá var Valdís að segja að hún væri sest hjá sér.. var búin að bíða spennt!

 Tak Halla Rut.

Takk Milla mín, knús
 

Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Róslín!

Les nú meira af bloggum en ég kommentera. Mikið að gera. Ég svona með með samanburð og á 6 dætur sjálfur og einherja lífsreynslu hef ég fengið gegn um árin,svo  tel þig nú vera meðvitaðri, vitrari og sterkari karakter ein hjá jafnvel fullorðnu fólki!

Þetta er bara mín skoðun ég ég svona er alveg til í að þræta við þig um það að ég tel mig hafa rétt fyrir mér í þessu! Enn svo er ég með rangt fyrir mér í mörgum öðrum málum. T.d. ég er að skrifa um pólitík og kann ekki neitt. Sumir eru að reyna að segja mér að ég sé góð manneskja, og það er varla að konunni minni takist það á köflum. Líðan sem kemur og fer og allskonar mál eiga það til að breyta skoðun manns á sjálfum manni. Stundum hefur liðið svo illa að ég finnst ég ekki einu sinni þess verður að eiga börn og konu sem öll segja að þeim þyki vænt um mig, og svo innra með mér. er ég stundum að efast um að þau segi satt, og segi þetta bara til að geðjast mér eða eitthvað svoleiðis..

Í mínum augum ertu séní sem hugsar of mikið um í einu...alla vega þíðir ekkert fyrir þig að þræta við mig það að ég VEIT!..að þú ert á undan þinni samtíð á einhvern máta..Takk fyrir það sem þú hefur kennt mér, og sem dæmi um eitt af því, ég hlusta öðruvísi á börnin mín, því þau eru nokkur sem eru vitrari en ég, en ég er bara með reynslu sem er bæði góð og slæm..

PS. Ég er ekki að þetta sé mín skoðun! Ég er að tala um nokkuð sem ég er algjörlega  sannfærður um og það er stór munur þar á milli.. 

Svo áhveður þú bara sjálf hvort ég hef rétt fyrir mér eða ekki. En ég bakka ekki fyrir þér með þessa sannfæringu mína á þér a.m.k.! Þú mát þræta fyrir þetta ef þú vilt, en ég er viss í þessu máli..kveðja.. 

Óskar Arnórsson, 13.4.2008 kl. 22:39

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk fyrir innleggið Óskar, ég þræti ekki fyrir neitt sem er sagt um mig, því ég veit hver ég er, hvernig ég er og hvernig ég kem fram og vil koma fram.

Helga, þakka þér fyrir, sömuleiðis, það er bara æðislegt að sjá hvernig þú sigrast á bloggfeimninni

Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:54

6 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Flott færsla hjá þér Rósilín Alma!

Þú ert greinilega gömul sál, það fer ekki milli mála...

kveðja frá sál sem er líka hundgömul....

Bergljót Hreinsdóttir, 13.4.2008 kl. 23:03

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Bergljót, gömul sál, loksins viðurkenni ég það!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.4.2008 kl. 23:09

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hallgerður mín, ég vildi hafa þá dökka svo allir ættu létt með að lesa

Blessi þig vinan

Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.4.2008 kl. 23:28

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir svarið Róslín!

Óskar Arnórsson, 13.4.2008 kl. 23:37

10 Smámynd: Ellý Ármannsdóttir

Takk fyrir skeytið. Ég er á haus þessa dagana en mun skoða umræddan draum þegar ég á lausa stund. Sendi þér hlýja kveðju/Ellý

Ellý Ármannsdóttir, 14.4.2008 kl. 10:36

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk fyrir Ellý

Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.4.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband