Í 8. bekk var mikið um að skrifa smásögur í Íslensku, þá var hún Geirlaug að kenna, og vá hvað ég fékk alltaf háar einkannir hjá henni, bara góður kennari þar á ferð. En ég skrifaði tvær sögur, Drengurinn og ég og Bangsinn Þórólfur.
Ég ætla að leyfa ykkur að lesa söguna mína um Bangsann Þórólf, ég er viss um að ég hafi einhvern tímann sett Drengurinn og ég hingað á bloggið mitt.
Eitt sinn var bangsi sem hét Þórólfur. Þórólfur var í mjög miklu uppáhaldi hjá eiganda sínum henni Siggu. Sigga var aðeins eins árs þegar hún fékk Þórólf og eru nú liðin 3 ár síðan. Þau eru bestu vinir, Sigga tekur Þórólf hvert sem hún fer. Þau fara oft í heimsókn til Stellu vinkonu Siggu í teboð. Þar hittir Þórólfur vin sinn Benna sem er flóðhestur. Ári eftir varð Sigga fimm ára og alveg að fara í skóla. Hún fékk nýjan bangsa í afmælisgjöf sem hún skírði Emmu. Nú lék Sigga sér enn meira með Emmu en hún lék sér með Þórólf. Þórólfur var orðinn svo gamall og tættur að hún vildi ekki vera með hann lengur.Þórólfi sárnaði mjög, og var farinn að rykfella þegar Sigga loksins tók hann af háu hillunni og gaf nýfædda litla bróður sínum Þórólf.Þórólfur varð ólýsanlega glaður og ánægður með hvað litli bróðir Siggu var góður við hann miðað við hvað hann var gamall og tættur. Litli bróðir Siggu var skírður Ragnar Þórólfur. Ragnar og Þórólfur voru ætið saman, nú var Ragnar kominn á leikskóla og tók Þórólf alltaf með sér. Ragnar lét fóstrurnar klæða Þórólf í útifötin hans og fór svo með hann að vega á vegasaltinu. Ragnar átti óvin að nafni Svenni sem var öfundsjúkur að eiga ekki eins bangsa og Ragnar. Hann tók Þórólf af vegasaltinu og henti honum yfir girðinguna í leikskólanum. Það var farið að rigna og krakkarnir fóru inn á sínar deildir. Ragnar hafði gleymt að Þórólfur hafi verið skyldur eftir úti og fór inn. Þegar inn var komið sá hann hvað stórir regndropar dembdu niður. Ragnar datt það í hug að hafa gleymt Þórólfi einhverstaðar en leitaði á allri deildinni meðan krakkarnir sungu Maístjarnan. Hann var búinn að steingleyma að Svenni óvinur hans hafði tekið Þórólf og kastað honum yfir girðinguna.
Hann talaði við Svenna og spurði hann hvort hann hefði séð Þórólf. Það var farið að hvessa mikið og rigningin varð æ þyngri. Svenni sagðist hafa kastað honum yfir girðinguna, þá hljóp Ragnar að einni fóstrunni og sagði að Þórólfur væri úti í vonda veðrinu.
Fóstran fór út að leita og fann Þórólf ekki. Ragnar grét og grét, hann var alveg viss um að einhver vondur maður hefði tekið Þórólf.
Þegar mamma hans Ragnars kom að sækja hann, sagði Ragnar að hann hefði týnt Þórólfi, með tárin í augunum. Mamma Ragnars sagði að þau myndu auglýsa eftir honum, og reyna að finna bangsann.
Þegar heim var komið þá beið Sigga sem var komin í annan bekk með Þórólf í fanginu og rétti Ragnari hann Þórólf sinn og sagði að hún hefði fundið hann fyrir utan grindverkið á leikskólanum og hefði tekið hann því það hafði byrjað að rigna. Hún hefði ætlað með hann inn á leikskólann til Ragnars en henni var ekki hleypt inn þannig að hún tók hann bara með sér á leiðinni heim úr skólanum.
Ragnar var ofsa glaður að hitta vin sinn aftur. Hann passaði Þórólf eins og hann væri stærsti demantur í heimi eftir þennan atburð. Hann skyldi aldrei við hann fyrr en hann var orðinn níu ára en þá passaði hann bara uppá það að tala við Þórólf á hverjum degi.
Þegar Ragnar varð fullorðinn og eignaðist fyrsta barnið, þá gaf hann því Þórólf sem var búinn að bíða og bíða eftir litlum vin til að þykja vænt um. Barnið hugsaði vel um Þórólf til æviloka.
Það ætla ég að vona að rithæfileikar mínir hafi eitthvað skánað með árinu, það held ég nú.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.