12.4.2008 | 15:50
Magnað hvernig stress fer með mann!
Ég mætti á æfingu um 12.00 leitið í dag. Hitti þar eina stelpu úr Keflavík að nafni Guðrún, svo þekkti ég aðra sem heitir Freyja. Við spiluðum bara, og það var ekki lítið sem stressið fór með mig. Mitt lið tapaði fyrri hálfleik 3-0, en þá sat ég allan tímann á bekknum, fór svo inná í seinni hálfleik og þá unnum við 1-0. Ég var ekkert smá stressuð, gat ekki sparkað boltanum út, né kastað almennilega.
Eftir leikinn hvíldum við okkur bara og teygðum á, og Valur er núna að spila á móti Færeysku liði, Atli Sveinn frændi kom og heilsaði þá upp á mig því hann er í Val.
Ég er komin með vondann hósta, örugglega vegna þess að ég hljóp meira en ég gat, ótrúlega vont. En dagurinn er óplanaður sem stendur, allir uppteknir við eitt og annað, en ég hef reynt að ná í frænku mína til að fara til í kvöld, en næ ekki í hana. Pabbi fór út í búð, ætlar að kaupa nammi og pítsu. Amma og afi eru uppi í Grímsnesi í sumarbústaðnum sínum, og ef ég finn ekkert að gera ætla ég að horfa bara á Söngkeppni Framhaldsskólanema í sjónvarpinu og styðja Nönnu Halldóru og Sólveigu í botn, ég held að þær fari báðar á svið ásamt dönsurum, en þær ætla að syngja Pamela í Dallas, ótrúlega flott ! Nú er komið að FAS að vinna, endilega kjósið stúlkurnar, þær eru mega flottar!
Er enn frekar stressuð, en má það ekki, ég ætla að hvíla mig og svona, fylgjast með sjónvarpinu.
Knús
Eftir leikinn hvíldum við okkur bara og teygðum á, og Valur er núna að spila á móti Færeysku liði, Atli Sveinn frændi kom og heilsaði þá upp á mig því hann er í Val.
Ég er komin með vondann hósta, örugglega vegna þess að ég hljóp meira en ég gat, ótrúlega vont. En dagurinn er óplanaður sem stendur, allir uppteknir við eitt og annað, en ég hef reynt að ná í frænku mína til að fara til í kvöld, en næ ekki í hana. Pabbi fór út í búð, ætlar að kaupa nammi og pítsu. Amma og afi eru uppi í Grímsnesi í sumarbústaðnum sínum, og ef ég finn ekkert að gera ætla ég að horfa bara á Söngkeppni Framhaldsskólanema í sjónvarpinu og styðja Nönnu Halldóru og Sólveigu í botn, ég held að þær fari báðar á svið ásamt dönsurum, en þær ætla að syngja Pamela í Dallas, ótrúlega flott ! Nú er komið að FAS að vinna, endilega kjósið stúlkurnar, þær eru mega flottar!
Er enn frekar stressuð, en má það ekki, ég ætla að hvíla mig og svona, fylgjast með sjónvarpinu.
Knús
Athugasemdir
Ég skal kjósa Fas í kvöld hvíldu þig.
Kveðja
Kristín Katla Árnadóttir, 12.4.2008 kl. 16:49
Farðu nú að slaka á og slappa af, þú ert örugglega að verða eitthvað lasin.
Linda litla, 12.4.2008 kl. 17:56
seigi það sama og linda farðu að slappa af og lattu þer liða vel það er lang best sæta
Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 19:55
Þú verður að fara vel með þig, þetta er svo mikið í einu sem er að gerast það veldur stressi, tek undir með Siggu nammi er ekki gott við stressi og heldur ekki við hálssárindum og hósta.
Knús til þín og góða helgi.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.4.2008 kl. 21:19
Ég reyni að hvíla mig stelpur, takk fyrir umhyggjuna
Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.4.2008 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.