FRUMSÝNING ROCKY HORROR

Í KVÖLD gerðust þau undur og stórmerki, Rocky Horror Picture show var frumsýnt á Höfn í Hornafirði. Sýningin gekk eins og í sögu, æðislega vel. Óhöpp komu fyrir, fararheill og fleira slíkt. Emil, betur þekktur sem Frank 'N' Furter flaug á hausinn í einu atriðinu, en bjargaði sér aðdáunar vert vel. Sólveig systir hans, Columbia, missteig sig í uppklappinu, greyið búin að detta í stiga tvisvar í gær, ekki enn farin upp á heilsugæslu.
Viðbrögðin voru gríðarleg frá salnum, alveg hreint æðisleg! Takk kærlega fyrir að koma og horfa þið öll sem mættuð.

Núna er alveg ábyggilega partý í Hlöðunni, ég ákvað að mæta ekki. En áðan þegar ég var þarna, við fengum mat nefnilega eftir sýningu, þá kvaddi ég Jón Inga, hans frú Laufeyju Brá og Bjössa ljósamann. Sagði þeim að mér hafi þótt gaman að fá að kynnast þeim, og vonandi sæi ég þau aftur. Fékk meira að segja koss á kinn frá Laufeyju, Jón Ingi var ótrúlega góður við mig ( ég var alveg að fara að gráta því að ég var að sigrast á einum vanda, sem ég skíri út nánar á eftir), tók nokkrum sinnum í höndina á Bjössa og þegar ég beið eftir mömmu Guðlaugar, sem sótti okkur, óskaði ég Nönnu Halldóru velgengis í Söngkeppni framhaldsskólanema, þá fékk ég að heyra frá Bjössa ,, Veistu, mér finnst þú æðislegSmile ". Ég þakkaði að sjálfsögðu fyrir það!

Því sem ég sigraðist á þetta kvöld, var spéhræðsla, og það sem ég er allra stoltust af, ég gat tekið í hönd á þekktu fólki, án þess að missa mig, skjálfa og svona. Þetta fólk er svo meiriháttar, vonandi að ég fái að leika með þeim í framtíðinni. Var svo að spjalla við Laufeyju og sagði að ég ætlaði ekki að leika á sviði. Þannig er mál með vöxtum að hún er búin að segja mér að þar er einnar helsti reykingarstaðurinn, og hún var einmitt að reykja ásamt fleirum. Hún leiðrétti mig svo þegar ég sagðist ætla að verða leikari, ég ætlaði að verða leikkonaTounge ..

Ég er farin í háttinn að ég held, sofa loksins langþráðum yndislegum löngum svefni, fer til Reykjavíkur á morgun, og þá munið þið heyra meira frá mér vonandi um stöður mála.

Læt fylgja hérna myndir með;

Jón Ingi Hákonarson
Þau hjón Laufey Brá og Jón Ingi


Mun reyna að finna myndir af leikritinu, gengur heldur illa...

 

Ég þakka ykkur sem taka þátt með mér í þessu kærlega fyrir, þetta var æðislegt, hlakka mikið til sunnudagsins.

KnúsHeart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Flott flott. Til hamingju með að vera búin að frumsýna. Þú andar léttar, get ég ímyndað mér.

Anna Guðný , 11.4.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk fyrir báðar tvær. Frumsýningin gekk vel, neðri vörin skalf aðeins í byrjun, svo var þetta æði bara. Anda mikið léttar, mamma er þó búin að setja hitakrem á axlirnar á mér, fæ frí í skólanum á morgun svo ég verði úthvíld fyrir allt bröltið á laugar- og sunnudag.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.4.2008 kl. 00:23

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flott hjá þér Róslín.

Sigrún Jónsdóttir, 11.4.2008 kl. 00:49

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju Róslín uppáhaldsstelpan mín þú ert alveg frábær, og ég segi bara eitt: ,, Þú sem hefur allt það sem þú hefur fram að færa sem er svo margt að ekki mundi nægja blaðið til að telja það upp".
Þarft ekki að vera spéhrædd.


Og til hamingju með að hafa staðið þig gagnvart fólkinu, þú ert að verða að
sönnum Diplómat.
                                 Kærleikskveðjur til þín snúllan mín.
                                         Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2008 kl. 06:16

5 Smámynd: Linda litla

Mikið er gott að heyra að allt gekk svona vel, til hamingju með það Róslín mín. Núna getur þú aðeins fariðað byrja að hvíla þig, ehld að þú hljótir að vera orðin langþreytt af öllum þessum æfingum.

Hafðu það gott.

Linda litla, 11.4.2008 kl. 07:57

6 identicon

Elsku Róslín, takk fyrir að bjóða okkur Rafni á generalprufuna á miðvikudagskvöldið Við skemmtum okkur rosalega vel og þessi sýning var algjört æði  Mér fannst allir standa sig svo vel og ég væri alveg til í að sjá sýninguna aftur og það gerist ekki nema að manni finnist súper gaman

Gangi þér vel á fótboltaæfingunni í Reykjavík, kveðja Ragga

Ragga Rabbamamma!!!!! (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 08:19

7 identicon

Sæl .. já núna ert þú bara steinsofandi heima á meðan ég er í vinnunni .. það er nú ekki sanngjarnt .. en jæja, that's life ... hmm já þið stóðuð ykkur öll meiriháttar vel í gærkvöldi og þetta var mjög góð og skemmtileg sýning! Væri alveg til í að fara aftur meirað segja ;)

Sædís sys (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 09:48

8 Smámynd: Brynja skordal

Til hamingju með flotta sýningu og frábært að allt gekk vel sæta mín hafðu ljúfa og skemmtilega helgi gangi þér vel knús

Brynja skordal, 11.4.2008 kl. 10:44

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þakka þér Sigrún

Æ, Milla mér finnst þú alveg meiriháttar, kemur mér alltaf til að brosa með þessum æðislegu orðum

Takk Linda mín, ég skal segja þér það, að það eru 9 sýningar eftir, svo þetta er ekki alveg búið. Reyndar er bara gaman að sýna, ef það er alltaf svona troðfullt! Er rosalega þreytt og það er sönnun fyrir því, sofnaði um nokkrar mín yfir 12 og svaf til 20 mín yfir 11.

Ragga mín, mín var sko öll ánægjan, langaði svo rosalega að fá ykkur, áttum líka að bjóða einhverjum sem okkur þætti vænt um og við treystum. Ótrúlega var það gott að þið skemmtuð ykkur vel, ég bjóst reyndar ekki við öðru, en þegar fólk vill fara aftur, þá er það bara æðislega skemmtilegt.
Þakka þér fyrir

Sædís mín, þú vinnur ekki mikið, svo það skiptir ekki öllu máli, eins og sést hengurðu bara í tölvunni.. þú kemur bara aftur ef mamma og pabbi vilja splæsa aftur!

Takk sömuleiðis Brynja mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.4.2008 kl. 11:31

10 identicon

Elsku dúllan mín til hamingju með frumsýninguna. Það hlýtur að hafa orðið spennufall hjá þér eftir allt þetta. Gangi þér vel í Reykjavíkinni. Kossar og knús frá DK Svava Þórdísarmamma..... P.S. Hún var að stinga af í sumarbústað yfir helgina.... Vona bara að hún komi til með að hafa það gott.....

Svava Bjarna (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 16:24

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Svava mín, ekkert spennufall samt, bara ánægja.
Þórdís mun ábyggilega skemmta sér vel ef ég þekki hana rétt.
Knús

Takk Sigga mín, sömuleiðis. Rafn er á hækjum, og er samt að labba líka.
Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.4.2008 kl. 20:17

12 Smámynd: Halla Rut

Tölum saman á morgun. Þú ert flottust.

Halla Rut , 11.4.2008 kl. 23:09

13 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég hlakka bara til Halla!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.4.2008 kl. 23:46

14 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Sömuleiðis Hallgerður mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.4.2008 kl. 14:52

15 identicon

Flott að frumsýningin gekk svona vel, ég ætla að skella mér á sýningu bráðlega.
Og æðislegt hjá þér að hafa sigrast á þessum ótta þínum með spéhræðsluna, þú hefur nefnilega ekkert til að vera hrædd yfir! Gangi þér vel á fótboltaæfingunum, hlakka til að sjá þig!

Eva (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband