9.4.2008 | 00:07
Afgerðarleysi, bloggleysi og tímaleysi
Nú fyrst sjáið þið að í sólahring Róslínar eru bara 24 tímar. Þessi bloggfærsla er bara stutt, er að láta vita af mér.
Plön mín fyrir morgundaginn eru að vakna, í skólann, í plokkun og litun, á leikæfingu, sýna generalprufu og fara heim að sofa til að hafa næga orku fyrir fimmtudaginn. Ég reyni að eyða öllum mínum frítíma ( vá, "öllum" ) í að vera í kringum þau sem skipta mig mest máli, tala við Rafn minn t.d.
En hann fór í myndatöku í dag, og er bólginn/tognaður þetta litla grey mitt, rosalega leiðinlegt fyrir hann, hann sem er svo ótrúlega aktívur. Það fer honum samt ágætlega að vera á hækjum, þar sem hann er enginn klunni á þeim. Hann hefur alveg pottþétt verið heima að æfa sig hvernig hann ætti að vera á þeim í morgun!
Ég er farin að sinna svefnleysi mínu, ef ég bara gæti, þá myndi ég sleppa skóla á morgun til að hvíla mig, álagið orðið svo mikið að þegar ég sá seinni hlutann af leikritinu ( sem ég hef ekki séð), þá var ég orðin svo hrikalega tilfinningahrærð að ég táraðist.
Eigið góðar stundir með ykkar fólki, ekki gleyma því, þau eru það mikilvægasta í lífinu..
Afsakið kommentleysið þar á meðal, sendið mér hlýja strauma fyrir allt sem er að gerast, ef þið þurfið ekki á þeim að halda þ.e.a.s. ..
KNÚS
Plön mín fyrir morgundaginn eru að vakna, í skólann, í plokkun og litun, á leikæfingu, sýna generalprufu og fara heim að sofa til að hafa næga orku fyrir fimmtudaginn. Ég reyni að eyða öllum mínum frítíma ( vá, "öllum" ) í að vera í kringum þau sem skipta mig mest máli, tala við Rafn minn t.d.
En hann fór í myndatöku í dag, og er bólginn/tognaður þetta litla grey mitt, rosalega leiðinlegt fyrir hann, hann sem er svo ótrúlega aktívur. Það fer honum samt ágætlega að vera á hækjum, þar sem hann er enginn klunni á þeim. Hann hefur alveg pottþétt verið heima að æfa sig hvernig hann ætti að vera á þeim í morgun!
Ég er farin að sinna svefnleysi mínu, ef ég bara gæti, þá myndi ég sleppa skóla á morgun til að hvíla mig, álagið orðið svo mikið að þegar ég sá seinni hlutann af leikritinu ( sem ég hef ekki séð), þá var ég orðin svo hrikalega tilfinningahrærð að ég táraðist.
Eigið góðar stundir með ykkar fólki, ekki gleyma því, þau eru það mikilvægasta í lífinu..
Afsakið kommentleysið þar á meðal, sendið mér hlýja strauma fyrir allt sem er að gerast, ef þið þurfið ekki á þeim að halda þ.e.a.s. ..
KNÚS
Athugasemdir
Góðan daginn snúllan mín besta þú þarft ekkert að afsaka þig við vitum að þú hefur mikið að gera og það gleður mig, því öll þurfum við athafnasemi.
Gangi þér bara vel, gleymdu ekki að borða vel
því annars missir þú orku, segir hænumamma.
Knús á þig orkuboltinn minn.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2008 kl. 06:54
Góðan daginn Róslín. Það er gott að þú ert farin að sinna þreytunni, þú þarft að fara snemma í rúmið til að safna orku, þó sérstaklega fyrir skólann.
Eigðu góðan dag.
Linda litla, 9.4.2008 kl. 09:18
Gangi þér vel í öllu þessu sem þú ert að gera
Birna Rebekka Björnsdóttir, 9.4.2008 kl. 12:34
Þú mátt nú ekki vera of þreytt annaðkvöld .. ég vil fá eitthvað fyrir peninginn .. heh hennar mömmu ;) á sýningunni semsagt ...
Sædís sys (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 13:18
Elsku kerlingin þú verður að passa að ofgera þér ekki í þessu öllu saman. Það var nú bara í vikunni viðtal í sjónvarpinu hérna í DK við eina stúlku sem að varð veik vegna álags bæði frá skóla og öllu því sem að hún þurfti að gera í frístundum. Þetta er hættulegt til lengdar.... Farðu varlega og tu tu á frumsýningunni á morgun... Kveðjur frá DK Svava
Svava Bjarna (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 14:12
Takk fyrir kveðjurnar
Ég er nýkomin úr plokkun, er að klára að græja mig fyrir æfinguna, svo er ég farin!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.4.2008 kl. 15:36
Gangi þér vel, mikla athafnakoma!
Bergljót Hreinsdóttir, 9.4.2008 kl. 19:49
gangi þer vel sæta
Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 23:26
Gangi þér vel Róslín mín, bæði á leiksýningunum og í úrtakinu Ég hugsa til þín vinkona góð!
Eva Kristín (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 13:34
Takkkkk!
Já Hallgerður mín, langt síðan
Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.4.2008 kl. 15:23
Gangi þér sæta hlakka til að heyra hvernig gekk
Brynja skordal, 10.4.2008 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.