Þessu trúi ég ekki!

Dagurinn hefur verið ósköp óvenjulegur, Rafn minn meiddi sig illa í gær, svo hann mætti ekki í skólann í dag og er búinn að vera að bíða eftir niðurstöðu úr röntgenvél í allan dag. Svo ég var heldur vængbrotin í skólanum, flögraði á milli allra, og lærði mitt sem ég náði ekki að klára í gærkvöldi. Tók próf í náttúrufræði og gekk ágætlega að ég held.

En mín biðu æðislegar fregnir, kom heim og settist við tölvuna. Nýbyrjuð á kókópöffsinu mínu, hringdi pabbi í mig. Hann byrjaði á því að spurja kl. hvað sýningin væri á sunnudaginn, og ég sagði örugglega um átta, og spurði hvers vegna. Hann svaraði því að hann hafi verið að fá sent e-mail, og ekki meira né minna en að stelpan komst inn í U-17 úrtakið í Kórnum í Kópavogi um helginaGrin!!
Því trúi ég nú alls ekki, en svona er þetta bara, sumt kemur hreinlega aftan að manni, ég veit ekki hvað ég get af mér gert. Vona innilega að þetta sé ekki bull, því að þetta færir mér þvílíkan styrk. Fer í flug þá og flýg til baka, ég hlakka endalaust til, ég þarf að reyna að mæta á æfingar svo að ég hafi eitthvað til að notfæra mér um þessa helgi.

Ég er ekki enn búin að átta mig á þessu, ég á U-17 landsliðsúrtak, ÉG af ÖLLUM stelpunum í Sindra á þessum aldri, og ég er bara að verða 15 ára!!W00t Ég spring úr gleði!

Clumsy Smurf
Strumpaprófið sem ég tók, eins og allir aðrir hér á blogginu, á nokkuð vel við mig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Til hamingju með að hafa komist í U-17, þú getur ýmislegt þó að þú sért "klaufastrumpur" mín kæra.

Vonandi er hann Rafn þinn ekki illa slasaður drengurinn. Sendi honum hér með batakveðjur.

Linda litla, 7.4.2008 kl. 16:34

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég komst í úrtakið fyrir U-17 svo það sé á hreinu! Klaufi er ég mikill!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.4.2008 kl. 16:38

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Helga, ég held samt að sárindi Rafns grói vonandi áður en hann giftir sig

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.4.2008 kl. 16:53

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hef ég ekki sagt að þú getir allt sem þú villt Til hamingju elsku snúllan mín,
en hvernig er staðan á Rafni þínum?
Farið vel með ykkur.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.4.2008 kl. 17:15

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það er greinilegt, allar óskir mínir eru u.þ.b. að rætast!
Takk æðislega!!
Rafn fékk ekki að fara í röntgenmyndatökuna í dag, eitthvað að þessari blessuðu vél, skil ekki hvað fólkið þarna er að hugsa....
Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.4.2008 kl. 17:20

6 identicon

Elsku Róslín mín til hamingju með árangurinn. Þú ert nú ekki svo mikill klaufi veit ég og þú hefur nú alltaf staðið þig vel í því að þú tekur þér fyrir hendur... Gangi þér allt í haginn og vonandi jafnar Rafn sig fljótlega ,,,, bestu kveðjur frá DK Svava

Svava Bjarna (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 18:54

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 7.4.2008 kl. 19:09

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju Róslín "klaufastrumpur"!  Þíðir þetta þá að maður verður að fara að fylgjast með fótbolta??  Eða er það ekki það sem þetta U-17 er?

Gangi þér vel í úrtaksprófunum og ég vona að Rafni þínum líði betur

Sigrún Jónsdóttir, 7.4.2008 kl. 21:13

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Sigga mín
Stærra knús á þig!

Takk fyrir Svava mín. Ég er samt oggulítill klaufi, Þórdís ræktaði hann í mig. Þú mannst kannski eftir því þegar við hringdum í þig, þegar ég var komin með gat á hausinn! (Henni að kenna!)....

Katla

Takk Sigrún mín, held að þú þurfir ekkert að byrja fyr en ég veit meira. Bíðum og sjáum hvort ég komist inn í hópinn. Þetta er úrtak fyrir 17 ára og yngri stelpur í fótbolta.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.4.2008 kl. 00:00

10 identicon

Montrass hehe .. þú ert nú bara eitthvað eina manneskjan sem nennir að blogga ..

Sædís sys (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 14:42

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég hef tíma til alls...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.4.2008 kl. 15:04

12 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Fótboltahúsið heitir Kórinn, eitt flottasta fótboltahús í heimi, án djóks!
Ef þú hefðir ekki hent skoflunni svona fast, þá hefði ég ekki verið með þetta ör...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.4.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband