6.4.2008 | 23:21
Eldri sál í yngri búk
Hér sit ég, við tölvuna, með heitt te við hlið mér, bætt með mjólk og sykri. Ekki vegna þess að ég sé kvefuð, það er vegna þess að þegar ég gekk inn í eldhús í leit að einhverju ætu, þá rakst ég á stauk með tepokum í. Auðvitað varð ég heldur fúl þegar ég sá að Melrose's, uppáhalds teið mitt, en lét mig hafa það að fá mér bara " English breakfast" eða eitthvað svoleiðis. Bragðast hreint ágætlega.
Þannig vildi svo til, að þegar ég var yngri fékk ég mér oft kaffi með pabba. Þessvegna stækkaði ég ekki meira en þetta. Ég fékk eitt sinn súkkulaði og eitthvað annað bragð í kaffi og sagði þá við pabba; Pabbi, þetta er sko EKTA!
Kaffidrykkjan fór nú minnkandi með árunum, en breyttist þó í tedrykkju, bauð mömmu og Bjarney að mig minnir í teboð, með rauðum plastkönnum, ótrúlega krúttlegum. Auðvitað var það með alvöru TE ( ekki kaffi eins og ég skrifaði ), og drakk ég það með góðri list. Síðan þá hefur mér alltaf þótt gott að fá mér af og til te með sykri og mjólk.
Ég hef það ekki lengra í bili.
Knús
( Þið sjáið kannski nýja mynd af mér í Höfundaboxinu, ástæðan fyrir því, að svona er ég hálfan daginn, og maður verður líka að sýna aðrar hliðar stundum, ef ykkur mislíkar það að bros mitt breiði ekki yfir skjáinn, þá endilega bendið mér á það, ef það liggur voðalega á hjarta ykkar. Svona er ég stundum, og andlitið mitt gjörbreytist þegar ég lyfti upp munnvikunum)
Þannig vildi svo til, að þegar ég var yngri fékk ég mér oft kaffi með pabba. Þessvegna stækkaði ég ekki meira en þetta. Ég fékk eitt sinn súkkulaði og eitthvað annað bragð í kaffi og sagði þá við pabba; Pabbi, þetta er sko EKTA!
Kaffidrykkjan fór nú minnkandi með árunum, en breyttist þó í tedrykkju, bauð mömmu og Bjarney að mig minnir í teboð, með rauðum plastkönnum, ótrúlega krúttlegum. Auðvitað var það með alvöru TE ( ekki kaffi eins og ég skrifaði ), og drakk ég það með góðri list. Síðan þá hefur mér alltaf þótt gott að fá mér af og til te með sykri og mjólk.
Ég hef það ekki lengra í bili.
Knús
( Þið sjáið kannski nýja mynd af mér í Höfundaboxinu, ástæðan fyrir því, að svona er ég hálfan daginn, og maður verður líka að sýna aðrar hliðar stundum, ef ykkur mislíkar það að bros mitt breiði ekki yfir skjáinn, þá endilega bendið mér á það, ef það liggur voðalega á hjarta ykkar. Svona er ég stundum, og andlitið mitt gjörbreytist þegar ég lyfti upp munnvikunum)
Athugasemdir
Jaá, þetta með kaffidrykkjuna og að stækka ekki......um. Ég fór eftir þessu og drakk aldrei kaffi sem krakki og er svona meðalkona að hæð (167,5 cm) en frænkur mínar sem þömbuðu kaffi urðu allar frekar háar, engin þeirra (þær eru 6) er undir
170 cm að hæð!.
Sigrún Jónsdóttir, 6.4.2008 kl. 23:56
Þá hefði ég áreiðanlega verið yfir 175, en ég er yfir 167, eða á því striki Gaman að því, við næstum jafn háar
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.4.2008 kl. 23:59
Takk Helga
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.4.2008 kl. 00:13
Góðan daginn snúllan mín, það er allt í lagi með myndina því brosið þitt eigum við í hjartanu okkar.
Gangi þér vel í öllu sem þú gerir í vikunni.
Knús Milla.
Ps.
Verð að segja þér að ég drakk svolítið kaffi er lítil ég var
en varð ætíð að borða hafragrautinn fyrst.
Ég er bara 1.61 m. kannski kaffið hafi haft áhrif?
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.4.2008 kl. 07:44
Hmm .. Ekki drekk ég kaffi og ég er nú bara eitthvað 161cm .. Enda er ég víst strumpurinn í fjölskyldunni ..
Sædís sys (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 09:14
Ég byrjað að drekka kaffi 3 ára ég er 163 m.
Láttu þér batna.
Kristín Katla Árnadóttir, 7.4.2008 kl. 12:35
Góðan daginn Milla, ég var að koma úr skólanum!
Myndina langaði mig að setja, vegna þess að þið verðið nú líka að sjá mig án brosins
Þakka þér fyrir Milla mín, en þú mátt samt ekki segja gangi þér vel við mig á fimmtudaginn, frumsýning, og það boðar ógæfu!
Þú ert algjör stubbur eins og systir mín bara Ég held það samt að hún sé minni...
Sædís, strympa mætt á svæðið!
Katla, kaffi er óhollt, held ég hafi byrjað um svipað leiti og hætt þegar kom að teinu. Ég er mjög fín, ekkert að mér
Ojjjjj barasta Hallgerður, ENGIN mjólk???? Úff, það hlýtur að hafa verið áfall, fór einu sinni í sundlaugina í eyjum og OJJ barasta hvað vatnið er ógeðslegt!
En öfunda þig, 175 er glæsileg hæð, svoleiðis vil ég vera!
Og Hallgerður mín, ég geri þér það ekki að taka myndina, hefðiru ekki sagt mér þetta, hefði ég verið búin að breyta þessu fyrir löngu, það er ástæða afhverju hún er þarna enn, það er vegna þín!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.4.2008 kl. 14:42
Snilldar færsla að venju! hehe..
Óskar Arnórsson, 7.4.2008 kl. 22:33
Rosalega ertu rugluð.....
Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.4.2008 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.