Merkisdagur!

 

Þann 6. október 2006 byrjaði nýr kafli í lífi mínu. Þessi kafli er eitt það besta sem komið hefur fyrir mig. Ég byrjaði með strák, sem var búinn að hrífa mig frá því ég sá hann fyrst. Hann flutti hingað í 6. bekk og gerði margt af sér, enda algjör villingur með sítt hár og alles, bara sætur strákur.
Bros hans heillaði marga og einlægu augu hans bræddu mig, þetta var æðislegasti drengur sem ég hafði séð. Í byrjun 8. bekkjar fékk ég að kynnast þessum æðislega dreng mikið betur. Við vorum orðnir mjög góðir vinir, töluðum endalaust saman á msn en voða lítið í skólanum vegna feimnis.
Sunnudaginn 24. september var ég heima hjá Lejlu vinkonu minni, og hún var að mála mig og svona fínerí. Vorum að tala við Rafn á msn. Á endanum spurði Lejla fyrir mig hvort hann vildi byrja með mér ( ég veit frekar svona 1. bekkjar dæmi, en bara krúttlegt þegar maður hugsar til baka ), en ég fékk að bíða þar til 6. októbers. Á þeim tíma var dragshow föstudeginum eftir 24. sept. og sá ég um Rafn á því, hann fékk að vera í þessum fínu fötum og vá hvað hann var flottur, algjör gellaLoL . Hann fékk rós í viðurkenningu fyrir það að taka þátt, og færði mér hana. Þessa rós á ég enn og þykir mér ævinlega vænt um hana. Hún er fyrir ofan rúmið mitt í þykkum myndaramma fyrir einmitt eitthvað svona. Deginum áður vorum við úti ásamt fleirum góðum vinum, og skildu þau okkur eftir á hól rétt hjá N1, og þar lágum við bara saman að horfa á stjörnurnar. Þegar ég var komin heim og komin í tölvuna, fékk ég að heyra það frá honum að hann hefði ekki þorað að segja já við mig, en vildi gera það auga fyrir auga. Þann 6. október um kl. 21.-- fékk ég loks svar, og þar með vorum við byrjuð saman.
Samband okkar hefur þróast æðislega, og ekkert vesen. Þessi frábæri drengur hefur staðið með mér í gegnum vinamissi, sorg, gleði og endalaust sem ég get talið upp. Við getum hlegið að hvort öðru óendanlega mikið, bara vegna klaufaláta og alskyns hlutum.
Fallegri, einlægnari og skemmtilegri dreng hef ég aldrei áður kynnst og vonandi að ég fái að eyða mikið lengri tíma með honum í viðbót. Rafn færir mér ljós í líf mitt, gullmolinn minnInLove .

Þannig er mál með vexti, að við Rafn erum búin að vera saman í eitt og hálft ár, og ég vona eins og ég segi að þau fái að vera fleiri. Ég á eftir að kynnast þessum dreng enn betur, og sjá þennan fallega persónuleika vaxa með árunumHeart .

Ég elska þig Rafn Svan minnKissing InLove Heart !!



Og þið hin, takk fyrir að lesa, knús á ykkurHeart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk takk
Hann er Gautason sá kappi!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.4.2008 kl. 01:40

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Vá, gaman að lesa þetta. Þið eruð algjörar dúllur saman. En eruð þið virkilega búin að vera saman í eitt og hálft ár? Þið hafið enn verið með bleyjur þegar þið byrjuðuð saman. Annars get ég sagt þér að einn bróðir minn var fimmtán ára þegar hann byrjaði með sinni fimmtán ára gömlu kærustu og annar bróðir minn var sextán ára þegar hann byrjaði með sinni fjórtán ára gömlu kærustu. Bæði pörin eru gift í dag og börnin eru samtals sex. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.4.2008 kl. 03:10

3 Smámynd: Einar Indriðason

Til hamingju, og gott mál :-)

Einar Indriðason, 6.4.2008 kl. 11:23

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Rosalega var þetta falleg færsla Róslín.  Til hamingju með hvort annað og gangi ykkur vel.

Sigrún Jónsdóttir, 6.4.2008 kl. 11:47

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Kristín, haha takk fyrir. Við vorum bara 13 ára þegar við byrjuðum saman, frekar fyndið að hugsa út í það!!
Mér finnst æðislegt að heyra að sambönd geta ennst svona lengi, en maður getur bara beðið og látið sig dreyma, svo sér maður hvað gerist!

Sigga takk!! Já, vonandi vel ég vel fyrir lífið.
Knús til bage

Takk Einar!

Þakka þér fyrir Sigrún

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.4.2008 kl. 12:42

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Innilega til hamingju elsku Róslín mín ég vona allt gangi vel hjá ykkur og þessi færsla er svo falleg.

Knús á þig og Rafn

Kristín Katla Árnadóttir, 6.4.2008 kl. 16:58

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Katla mín.
Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.4.2008 kl. 18:10

8 Smámynd: Linda litla

Krúttin mín, þið eruð svo sæt saman. Svona saman eruð þið næstum jafnsæt og ég

Til hamingju með allan þennan tíma, vonandi á ann eftir að verða mikið lengri og það verði svo bloggbrúðkaup eitthvað árið.

Linda litla, 6.4.2008 kl. 19:47

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert svo einlæg og góð og þið eruð svo sæt saman.
Og að geta hlegið, grátið, fíflast, þagað og elskast saman er hamingjan.
                                Til hamingju bæði tvö
                                 kærleikskveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 20:06

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Óska þér innilega til hamingju Róslín mín! Þú ert heppinn að vera sú sem þú ert. Þvílíkur heppin strákur segi ég nú bara!! Skilaðu þessu til hans.

Ef hann er ekki góður við þig, sendu mér bara mail! 'eg hef pasað allar mínaar dætur og mundi ekkert muna um að bæta þér við..bæði djók og ekki djók..

er á leiðinni til Svíþjóðar að hitta börnin mín 5 stk, dætur, sem hlakkar æðislega til að ég komi....

Óskar Arnórsson, 6.4.2008 kl. 20:09

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

..smá skýring á nýrri mynd, Róslín! Þetta er vinnugallinn...vil ekkert útskýra það nánar hvað ég vinn við...

Óskar Arnórsson, 6.4.2008 kl. 20:10

12 identicon

Úff .. þú hefur greinilega fengið væmnina en ekki ég .. hehe! haha það er synd og guðlast að kyssast með tungunum .. hehehe .. okei er að horfa á mannamál .. varð að deila þessu með þér.. En já .. þið eruð svaka mikil kjútípæ ..

Sædís sys (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 20:46

13 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Linda litla, þú ert mögnuð!!

Takk Milla mín
Já það er svo sannarlega hamingja!!
Knús á þig

Óskar, takk fyrir það! Ef Rafn myndi nokkurn tíma vera vondur við mig, þá væri það einhver allt önnur sál í líkama hans, því að hann myndi ekki gera mér mein fyrir hæstu upphæð í heimi held ég. Eins og ég segi, þá hef ég ekki kynnst betri strák en honum og mun eflaust ekki gera. Svo hef ég átt í erfiðleikum með að treysta strákum, en því fylgir þó engin ástæða. Rafn er sá eini sem ég gæti sagt allt í heiminum, af báðum kynum.
Eigðu góða daga með börnunum þínum.
Þú ert greinilega í fínni vinnu fyrst þú klæðir þig upp með bindi og alles ..


Sædís systir mín góð, ég fékk allt það góða og þú fékkst skólagáfurnar...
Skemmtu þér vel í næstum næsta herbergi að horfa á mannaveiðar, ég horfi bara á stöð 2! Ég veit allt um það að við séum svaka mikil kjútípæ!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.4.2008 kl. 20:58

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

'eg er ekki í góðri vinnu! "verkamaður sem sér um skítverk" fyrir yfirvöld. Ekkert til að vera stoltur af. En ég kann ekkert annað..

Óskar Arnórsson, 7.4.2008 kl. 02:37

15 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hví ertu þá með bindi og þessháttar?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.4.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband