5.4.2008 | 15:37
Kjánaprikið ég!
Í dag ætla ég bara að kúra heima og vera úthvíld fyrir vikuna sem er að hefjast. 5 dagar í frumsýningu, leikæfingar verða ef til vill strangar, ljósamaðurinn Siggi úr Loftkastalanum kemur í vikunni að ég held. Við erum búin að stilla upp salnum, ég veit ekki hvort það sé búið að raða stólunum, en ég veit að þetta verður rosalega flott!
Sýningin er öll að smella saman eins og smurt brauð með skinku. Krakkarnir þarna eru rosalega skemmtilegir og skal ég segja ykkur sögur frá því á gær á æfingu.
Ég er mjög mikið athyglissjúk stundum, og þarna er strákur að nafni Júlli, hann er um 21-22 ára gamall. Mér finnst rosalega gaman að stríða honum, enda tekur hann því oftast vel. En í gær var ég að þykjast lemja hann, og lamdi í bringuna á mér til að skapa "hávaðann", og lamdi víst svo fast í hálsmenið mitt sem er ofarlega á bringunni, að ég var nær því að kafna. Þarna stóð hann og hló að mér eins og ég væri algjör api!
Síðan finnst mér æðislega gaman að gretta mig, og ég einmitt gretti mig oft framan í hann, og í gær tók hann mynd af mér á símann sinn og setti það sem mynd á skjánum sínum, og sagði að ef hann bara gæti, myndi hann prenta hana út sem plaggat !
Þarna er aðkominn ljósamaður til að gera hvað hann getur, hann var að hjálpa okkur að setja upp palla fyrir sætin. Við stóðum þarna og ég sagði við Júlla ,, ég ætla ekki að vera nálægt þér " og gekk í burtu. Þá fengum við þessa bráðfyndnu athugasemd frá ljósamanninum því hann spurði ,, eruð þið systkini???" Og auðvitað þverneitaði ég fyrir það!
Var líka mjög lífleg að troða einhverju af blómvendi upp í nefið á mér og spurði nokkra hvort þeim langaði ekki rosalega í þessi blóm. Var líka að sína þeim atriði úr Aladdín ,, PÓKAHANTAAAAS" og úr bróðir minn Ljónshjarta ,, JÓNATAN, ÉG SÉ LJÓSIÐ!" og hoppaði í báðum atriðum af pöllunum.
En ég gerði ýmislegt gagnlegt og gaman á þeirri æfingunni, kjánaskapurinn í mér....
Afsaka bloggleysið, búin að missa marga aðdáendur á stuttum tíma ! Mér er svo sem nokk sama...
Eigið góðan dag rýjurnar mínar og ekki gera neitt illt af ykkur!
Knús
Sýningin er öll að smella saman eins og smurt brauð með skinku. Krakkarnir þarna eru rosalega skemmtilegir og skal ég segja ykkur sögur frá því á gær á æfingu.
Ég er mjög mikið athyglissjúk stundum, og þarna er strákur að nafni Júlli, hann er um 21-22 ára gamall. Mér finnst rosalega gaman að stríða honum, enda tekur hann því oftast vel. En í gær var ég að þykjast lemja hann, og lamdi í bringuna á mér til að skapa "hávaðann", og lamdi víst svo fast í hálsmenið mitt sem er ofarlega á bringunni, að ég var nær því að kafna. Þarna stóð hann og hló að mér eins og ég væri algjör api!
Síðan finnst mér æðislega gaman að gretta mig, og ég einmitt gretti mig oft framan í hann, og í gær tók hann mynd af mér á símann sinn og setti það sem mynd á skjánum sínum, og sagði að ef hann bara gæti, myndi hann prenta hana út sem plaggat !
Þarna er aðkominn ljósamaður til að gera hvað hann getur, hann var að hjálpa okkur að setja upp palla fyrir sætin. Við stóðum þarna og ég sagði við Júlla ,, ég ætla ekki að vera nálægt þér " og gekk í burtu. Þá fengum við þessa bráðfyndnu athugasemd frá ljósamanninum því hann spurði ,, eruð þið systkini???" Og auðvitað þverneitaði ég fyrir það!
Var líka mjög lífleg að troða einhverju af blómvendi upp í nefið á mér og spurði nokkra hvort þeim langaði ekki rosalega í þessi blóm. Var líka að sína þeim atriði úr Aladdín ,, PÓKAHANTAAAAS" og úr bróðir minn Ljónshjarta ,, JÓNATAN, ÉG SÉ LJÓSIÐ!" og hoppaði í báðum atriðum af pöllunum.
En ég gerði ýmislegt gagnlegt og gaman á þeirri æfingunni, kjánaskapurinn í mér....
Afsaka bloggleysið, búin að missa marga aðdáendur á stuttum tíma ! Mér er svo sem nokk sama...
Eigið góðan dag rýjurnar mínar og ekki gera neitt illt af ykkur!
Knús
Athugasemdir
Duuugleeeg ertu!
Ég borða bara ekki fisk yfir höfuð hef smakkað margt, og alskyns eldað.
En þakka þér fyrir það! Mamma mín borðaði örugglega mikið af fisk á meðgöngunni, enda mikið um fisk á mínu heimili, annan hvern dag!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.4.2008 kl. 18:05
Hvað veist þú um hvað ég geri..... grííín!
Mamma byrjaði ekki að borða fisk fyr en þegar hún var komin yfir unglingaskeiðið, hún hefur ágætlega borðað af fisk fyrstu meðgönguna, á annarri meðgöngunni borðaði hún örugglega fimmtíu kíló af fisk, systir mín alltaf að fá yfir 9 að mig minnir í öllu því sem hún er að læra núna, eða reyndar er hún í fjarnámi veit ekki við hvað samt, hún kannski kemur með betri útskýringu á því. Svo hefur mamma bara gleymt að borða fiskinn sinn á minni meðgöngu, þessvegna er ég bráðgáfuð!
Knúúús
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.4.2008 kl. 00:18
Æ, takk Helga mín!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.4.2008 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.