2.4.2008 | 22:38
Fjölhæfni? ( bætt..)
Eitt veit ég, ég gæti örugglega ekki verið í stjórnmálum vegna þess hve ólygin ég er. Ég kann ekki að ljúga, svo að það er kannski ókostur í sjálfu sér. Hreinskilin manneskja er ég, og allflest sem ég læt út úr mér er bara ég með mína hreinskilni. Eins og þið kannski tókuð eftir tókst mér illa að ljúga að Brynju og Kötlu (Rafn benti mér meira að segja á það! haha). Svo að ég ætla ekki að leggja það að vana að ljúga að fólki, því þá mun ég bara falla í lífinu.
En það sem ég er einmitt að gera á þessari stundu er að bíða eftir kjúklingaleggjum sem ég eldaði alveg sjálf! Tók þá meira að segja sjálf úr frystinum. Reyndar held ég að ég hafi fæðst til að elda og baka, því að ég er sú manngerð að allt sem ég baka, borða ég. Ég er núna alltaf að bæta við í eldamennskuna og fæ mömmu til að hjálpa mér stundum. Næst á dagskrá hjá mér í bökunarmálum er að baka brauð handa þeim hjúunum foreldrum mínum, uppskriftina sem Sigga setti á sitt blogg!
Reyndar var ég í þessum töluðu orðum að taka kjúklingana út, og viti menn, án efa einir bestu kjúklingar sem ég hef borðað! Vel eldað og kryddað. Býð ykkur einhvern daginn í mat!
Annars er ég að gera "margt" þessa daga, reyndar bara leikæfingar og skóli. Þið sem teljið mig svo duglega, þá er ég það ekkert sérstaklega mikið. Mér leiðist mjög oft og ég veit stundum ekkert hvað ég get gert af mér.
Í dag hafði ég ekkert betra að gera en að leggjast upp í rúm og horfa á barnaefni Stöðvar 2. Reyndar er ég svo uppgefin af svefnleysi og pirringi að ég sofnaði yfir Dora the Explore eða hvað sem það heitir nú! Mamma hélt að Rafn kæmi örugglega til mín í kvöld svo að hún ákvað að vekja mig um hálf átta. Ég ætlaði sko ekki að vakna og sagði henni bara sofandi að ég ætlaði BARA að kúra aðeins! Sagði það víst tvisvar sinnum og þegar mamma var farin að hreyfa við mér, þá varð ég bara mjög REIÐ!
Það sem ég ætlaði mér að skrifa um í þessu bloggi er yfir höfuð hversu fjölhæf ég er í raun og veru. Ég get voða lítið dæmt um það sjálf, því ég er ekki alveg viss hvort ég sé það á einhvern hátt, en ég tel mig góðan vin í flestum tilfellum, fínt fordæmi fyrir yngri krakka og mér finnst gaman að tala og leika!
Mér finnst æðislegt ef persónuleiki minn heillar fólk, vegna þess að þetta er bara ég, og ég kem til dyranna eins og ég er klædd.
Í dag þegar ég fór í íþróttir, þá var ég að labba inn í íþróttahús í gegnum skólann, þarna sá ég Jóku, starfsmann íþróttahússins, labba ganginn sem kemur að ganginum sem ég var að labba. Ég bakkaði, og heilsaði henni að venju ,, HÆÆÆ JÓKAAA!" og fékk heilsu til baka. Ég spurði hana hvað hún segði og svona, svo sagði hún mér að henni fyndist svo skemmtilegt að fá svona kveðjur frá mér, að það væri alltaf líf í kringum mig. Mér þykir rosalega vænt um þessa konu, hana Jóku, ég hef þekkt hana síðan ég man eftir mér, alltaf var hún í íþróttahúsinu þegar ég var þarna og við alltaf jafn góðar vinkonur. Mér finnst bara æðislegt að þekkja svona góða konu, og að hún hafi fylgst með mér meðan ég óx. Gott að þekkja gott fólk!
Jæja, ég er farin í sturtu, hefði mamma ekki vakt mig væri ég sofandi einmitt núna og svæfi til svona kl. 6 í fyrramálið, en svo gekk ekki upp.
Góða nótt,
Læt fylgja með mynd af Lubba, sem ég var að taka, á meðan ég borðaði beið hann þarna;
SMÁ HJÁLP!
Ef einhver sem hefur fengið botnlangabólgu eða því um líkt, eða veit eitthvað um málið, vill sú/sá og hin/hinn sama/sami senda mér e-mail á roslinvaldemars@gmail.com um málið , það væri vel þegið!!!
Athugasemdir
Gafstu lubba ekkert meðan þú gúffaðir í þig stelpa....;)
Halla Vilbergsdóttir, 2.4.2008 kl. 23:16
Hann verður bara veikur í maganum af kjúkling! Sjáðu samt hvað hann er stilltur, hann kemur aldrei innfyrir nema að ég leyfi honum það, hann kom til mín einu sinni áðan vegna þess að ég vildi fara í störukeppni við hann.. ég vannn!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.4.2008 kl. 23:21
Ég bíð spennt eftir þeim degi sem að þú bíður okkur í mat, og ég vona svo sannarlega að það verði kjúklingur aLa Róslín.
Góða nótt bloggvinkona.
Linda litla, 2.4.2008 kl. 23:35
Ég verð að fara að skrá niður hverjum ég ætla að bjóða, finna uppskrift og svona, og gera eitthvað óaðfinnanlegt, svo köku í eftirrétt! Þú ert á listanum!
Góða nótt!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.4.2008 kl. 23:38
Hann er ógó prúður ;) nennirðu að koma til mín og kenna þessu krökkum mínum að hlíða heheh og jafnvel sitja svona stillt og prúð á meðan ég treð salgætinu mínu mig hahaha ég er farin að vela það fyrir þeim svo það verði ekki klárað;) hihii vona nú að ég sé á listanum...ég skal meira að segja setja þig sem blogg vin nr eitt hjá mér;)
góða nótt sæta kjánaprik;)
Halla Vilbergsdóttir, 3.4.2008 kl. 00:05
þetta átt víst á vera FELA.....svo það sé á tæru
Halla Vilbergsdóttir, 3.4.2008 kl. 00:06
Hahaha, þú ert á listanum Halla mín, það er bara spurning hvort ég verði þá ekki að skipta í tvo hópa!
En börnin þín ættu frekar að læra af mér, alltaf þegar er til kex eða nammi hérna heima, hringi ég alltaf í annað hvort mömmu eða pabba, eða spyr þau hvort ég megi fá. Hef aldrei vaðið í svona, án þess að fá leyfi til!!! Mamma og pabbi orðin frekar leið á því meirað segja hahaha!!!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.4.2008 kl. 00:09
Það er rosalega skemmtilegt að lesa bloggin þín
Birna Rebekka Björnsdóttir, 3.4.2008 kl. 01:33
Róslín mín það er þinn besti kostur, hreinskilni, og ef þú ætlar að verða í stjórnmálum þá láttu aldrei rugga þér frá henni.
Lubbi þinn er rosa sætur og stillur, Neró minn reynir ætíð að læðast undir borð
þegar við erum að borða, en hann má bara fá ofnæmisfæði, en langar að sjálfsögðu í kjöt eins og við.
En þetta með að spyrja hvort maður megi fá það sem er til heima hjá sér er bara flottur siður, mínar litlu gera það ætíð, og tvíburarnir eru ný hættar því 17 ára því þær eru eiginlega teknar við að stjórnast í þessum minni.
Þú ert afar fjölhæf snúllan mín, og eins og ég hef sagt áður þá vill ég meina að foreldrum þínum hafi tekist afar vel að ala þig upp í víðsýni og góðum siðum.
Knús á þig Róslín mín besta snót.
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2008 kl. 08:31
Þú ert svo frábær og góð og dugleg
En því miður get ég ekki hjálpa þér með botnlangabólguna.
Lappi er fallegur.
Knús
Kristín Katla Árnadóttir, 3.4.2008 kl. 13:36
þú ert sætust Flottur hann Lappi ykkar hafðu ljúfan dag
Brynja skordal, 3.4.2008 kl. 15:31
Takk fyrir Helga mín
Takk fyrir það Birna Rebekka, æðislega gaman að heyra
Milla mín, þú ert svo yndisleg og góð að segja alltaf svona fallegt við mig!! Þessir hundar geta verið miklir laumupúkar, og haga sér stundum ekki, og stela á meðan enginn sér, samt er það frekar fyndið!!
Siðir eru ætíð til góðs, svo mikið er víst.
Ég fæ þetta þó ekki allt frá foreldrum mínum, eitt sinn voru þau að rífast fyrir jól hvaðan ég fengi "góðleikann" í mér. Svo kom ég með ágætis samkomulag, að ég fengi þetta frá sjálfri mér, og þannig urðum við öll sátt.
Knús á þig elsku Milla mín
Katla, takk takk takk
Botnlanginn minn var ekki í réttu ástandi í gær, og mér var frekar illt á þeim stað í allt gærkvöld, og er farin að finna fyrir því aftur núna..
En annars heitir hann Lubbi!
Knús
Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.4.2008 kl. 15:33
Brynja þakka þér fyrir, eigðu góðan dag sömuleiðis En eins og ég segi heitir hann Lubbi
Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.4.2008 kl. 15:34
Það væri nú aldeilis hressandi að fá ólyginn stjórnmálamann inn á þing, ekki satt! Svo ekki láta stjórnmálin (ef þú endar í þeim) breyta þér á nokkurn hátt.
Lubbi er greinilega vel upp alinn. Viddi vitleysingur (íslenski hundurinn okkar) er sendur út úr eldhúsinu þegar við erum að borða. Þá leggst hann fyrir utan, en skríður smátt og smátt og án þess að eftir sé tekið, nær dyrunum. Líður ekki vel nema að hann nái allavega að teygja klærnar á framlöppunum inn á eldhúsgólfið.
Jóna Á. Gísladóttir, 3.4.2008 kl. 19:04
Ég verð það alltaf Sigga mín! Ég mun bjarga mér með brauðið eftir bestu getu núna, takk fyrir þetta! Knús
Jóna ég var ekki búin að spékulera út í þetta, það væri nokkuð gott að fá ólyginn stjórnmann! Ég mun vonandi ekki láta þau breyta mér. Eins og þú ættir að hafa heyrt einhverntíma frá mér ,, ég ætla að verða forseti Íslands!"!
Lubbi er ágætlega upp alinn, hann hengur inni í eldhúsi á meðan við borðum og er með trýnið mjög oft hjá okkur. En þegar ég borða inni í herbergi liggur hann alltaf með lappirnar inn til mín. Viddi vitleysingur er algjört krútt, svo er hann líka svo lítill að ég efa að það fari mikið fyrir honum, algjört rassgat
Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.4.2008 kl. 19:31
Nei, aaa...... hvernig fer ég að þessu!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.4.2008 kl. 19:32
Já Róslín! Kanntu ekki að ljúga....Stjórnmálafræði í Háskóla Íslands..hmm..Blaðamanna skólinn...eða bara horfa á þingmenn tala ´frítt í sjónvarpinu!! Ég er nú mest sammála Jónu, Róslín! Það væri hressandi að fá stjórnmála mann sem ekki lýgur. Sumir þingmenn og ráðherrar eru svo heiðarleigir að þeir ljúga alltaf, svo maður getur treyst þeim að því leyti og kosið aftur með góðri samvisku. Það eru hinir sem rugla mann í ríminu með því að segja stundum satt og ljúga stundum líka. þá vandast málið.
Sölumannsnámskeið er ein leið til að ljúga sannfærandi....Sterkasta fólkið er sem er bara eins og það er. Heiðarlegt, einfalt og ákveðið. Engar loðnar útskýringar sem Geir og kompaní notar..svo er líka hægt að misnota heiðarleika. Stundum koma upp stöður þar sem maður þarf ekki endilega að leiðrétta fólk sem er greinilega að ljúga...bara svo viðkomandi geti haldið andlitinu...
Þú ert efni í stjörnupólitíkus og ég er EKKI að ljúga að þér! Svo verður þú að taka áhættuna að trú mér eða ekki! Það er þín ábyrgð, ekki mín! Hugsaðu málið...
Óskar Arnórsson, 3.4.2008 kl. 20:37
Þú þarft nú ekkert að enda sem stjórnmálamaður, þótt þú takir pólitíska afstöðu Róslín mín.
Þú getur haft pólitísk áhrif í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur. Ég mæli frekar með leiklistinni, sem þig dreymir um, nú eða skriftum (rithöfundur). Og þegar reynslubanki þinn er orðinn stútfullur af visku, þá ferðu auðvitað í framboð til embættis Forseta Íslands.
Gangi þér bara vel í hverju, sem þú tekur þér fyrir hendur
Sigrún Jónsdóttir, 3.4.2008 kl. 21:20
Þú segir margt Óskar! Nokkuð til í þessu!
Sigrún, nei, ég er stundum of fljót að skrifa það sem ég hugsa. Ég tek auðvitað leiklistina framyfir allt nám og slíkt, eða ekki einmitt núna, en ég stefni að því. Ég veit ekki hvernig ég enda uppi sem rithöfundur, en ég hef gaman að því að tjá mig, og oftast er það nú bara um sjálfa mig, því miður!
Ég stefni alltaf að forsetanum, en ég vona að á mínum þroskaskeiðum þangað til, að einhver flott kona taki við þeirri stöðu á meðan. Svo get ég tekið við og gengið í fótspor Vigdísar Finnbogardóttur..
Takk fyrir!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.4.2008 kl. 23:44
ekki breytast neitt, þröngvaðu bara heiðarleikanum yfir á alþingi
ekkert smá sætur voffi
halkatla, 4.4.2008 kl. 10:08
já þú ert nú frekar löt .. það er nú alveg óhætt að segja það!
Sædís (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 10:29
Þú ert alveg einstök Róslín mín. Haltu áfram að vera þú! En þú mátt sko alveg bæta mér á matarboðslistann þinn haha...
En já ég man sko vel eftir henni Jógu í íþróttahúsinu, alveg frábær kona. Það var sko ekki ósjaldan sem við vinkonurnar mættum snemma (viljandi) á íþróttaæfingar til þess eins að fara og kjafta við hana, svo góð alltaf við mann!
Hafðu það gott Róslín mín og góða helgi!
Guðbjörg Valdís (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 10:41
Anna Karen, ég ætla að gera mitt besta til þess að breytast ekki.
Takk fyrir það!
Sædís mín, ég er ekki svoooo löt.. bara pínu!
Þakka þér fyrir Guðbjörg mín, og svei mér þá, þú ert eins ofarlega og hægt er að vera á listanum ! Einmitt, ég gerði það oft, því að maður mátti ekki fara inn, mætti stundum klukkutíma fyrir
Góða heeelgiiiii
Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.4.2008 kl. 12:57
Róslín, það er besti kostur sem góður pólitíkus gæti haft...........að geta ekki logið, stundum held ég að það sé sérstakt herbergi í alþingishúsinu þar sem liðið er tekið til liðar og því sagt að ljúga, því að margir góðir menn (og konur) hafa breyst á stórundarlegan hátt við að komast á þing. Þú ert æðisleg eins og þú ert og í guðanna bænum ekki breytast!! Æðislegur hundurinn þinn en þessi Jóka sem þú talar um hvað heitir hún fullu nafni?
Það væri gaman ef að þú kæmir norður á bloggvinahitting, þetta er ekki saumaklúbbur
Huld S. Ringsted, 4.4.2008 kl. 14:38
Já, óhugnarlegt má segja að sjá fólk breytast svona!
Þakka þér fyrir
Jóka heitir fullu nafni Jóhanna Stígsdóttir, góð kona eins og ég segi!
Ég kallaði þetta líka bara "saumaklúbbur", því að þar er hægt að kjafta um allllllt saman! Ef ég væri á leið minni á Akureyri myndi ég kíkja, án efa!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.4.2008 kl. 18:48
eg veit ekkert um botnlangabólgu enn veit að það er orugglega mjog vond ja reyndar á folk ekkert vera að ljuga að oðrum þvi það kemur folki bara í klandur enn sætur hundur sem er á myndinni hja Þer svona hund langar mer i
Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 02:59
Einmitt Ólafía!
Ég myndi, ef ég væri þú, bara að leita að eiganda sem er með hvolpa, hann er af gerðinni Golden Retriver, eða Gullinsækir á góðri íslensku
Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.4.2008 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.