Misskilin...

Oft þegar ég hef verið að setja fram mína skoðun á málum, þá er litið á það allt öðrum augum en ég meina sjálf. Ég vil helst að öll leiðindi séu tekin úr umferð, og þess vegna kem ég mína ræðu að allir eigi rétt. Þá er svo oft misskilið að það sé á einhvern einn aðila.
Ég hef vel tekið eftir því hvað ég er misskilin manneskja, þar sem ég vil öllum vel, sama hvað það segir um mig og mína. Þar sem maður á alltaf að vita, að fólk sem kemur ekki nálægt lífi manns, skiptir mann engu máli, og heldur ekki skoðanir þess á mér.
Þó ég hafi oft fengið það hrós að ég sé greindari miðað við aldur ( sem er bæði rangt og rétt ), þá er ekki þar með sagt að það sé skilið mig á réttan máta. Oft hef ég líka fengið þvílík svör til baka, þegar ég reyni að vera góð við allt og alla. Ég vildi bara fá að segja þetta, þar sem að fólk verður að fatta, að ef það skilur ekki það sem ég er að segja einmitt, að biðja um nánari útskýringu á málinu, þá fær það hana.
Þið heyrið frá mér í kvöld, ég fer að taka til á eftir í leikhúsinu, kem heim um 7 leitið og fer aftur 9 á æfingu.

KnúsHeart

P.s. Ég hef færst upp um nær 40 sæti á vinsældarlistanum, er komin upp í 296 sætiTounge

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Snúllan mín hugsa þú nú ekkert út í þetta, þú hunsar bara þegar einhver
misskilur þig, svörin sem maður fær stundum eru alveg út í hróa og stundum eiga þau alls ekki við það sem maður er að tala um.
Stundum þýðir ekki neitt að reyna að útskíra málið nánar, fólk vill ekki skilja.
Róslín mín þú ert góð við alla, það tel ég mig vera líka, en hef fengið þvílíkan sora yfir mig að það er ekki þolandi, en við verðum að læra að loka það úti og ekki elta ólar við svoleiðis fólk því það er bara inni til að skapa leiðindi.
                                      Knús kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2008 kl. 14:57

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleymdi, til hamingju með að vera komin uppfyrir 300.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2008 kl. 14:58

3 Smámynd: Brynja skordal

vertu bara þú sjálf Elskan þannig er það best þú ert og virkar mjög heilsteypt stelpa sem hefur áhuga á lífinu og tilverunni tek svo líka undir það sem Guðrún skrifar knús sæta og hafðu skemmtilega helgi

Brynja skordal, 28.3.2008 kl. 16:19

4 Smámynd: Brynja skordal

 við sigga vorum sammtaka með okkar Comment

Brynja skordal, 28.3.2008 kl. 16:21

5 identicon

Elsku dúllan mín hlustaðu bara á sjálfa þig og það sem að þú meinar. Ef að það þarf einhverjar útskíringar á hlutunum þá er fólki sjálfvalið að hafa sínar en þú veist alltaf hvað þú meinar og segir. Ég vill svo endilega vera bloggvinur þinn. Þú ert allavega komin inná mína svo að ég geti alltaf auðveldlega stokkið á síðuna þína. Haltu áfram að vera þú sjálf og láttu ekki aðra segja þér hvað og hvernig þú átt að skrifa. Þú er stórskemmtileg stelpa með ákveðnar skoðanir......og hana nú.... Bestu kveðjur þín vinkona Svava

Svava Bjarna (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 16:44

6 Smámynd: Anna Guðný

Oh, ég hef sko lent í þessu. Maður segir alveg ótrúlega úthugsað og sniðugt. Svo fær maður svar og horfir bara á fólkið og hmmm..... ég meinti þetta ekki svona og svo fara næstu mínútur í að útskyra hvað maður meinti og ánægjan er farin.

En Róslín ef ég var enn svona 43, er betri núna og vonast til að vera bara nokkuð góð um fimmtugt.Ja þá hefur þú nokkur ár að hlaupa upp á.

Ég ákvað að kíkja á vinsældarlistann  líka og þetta gengur bara vel hjá okkur.

Anna Guðný , 28.3.2008 kl. 17:13

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég sá það sem þú ert að tala um og segi nú bara við þig Róslín mín, haltu áfram að skrifa eins og þú ert vön, það er ekki svo að fólk sé að misskilja þig heldur eru bara aðilar sem gera ekki annað en að snúa út úr öllu sem sagt er hér á blogginu.

Þú ert flottur penni og gaman að fylgjast með þér í athugasemdum sem og á blogginu. 

Huld S. Ringsted, 28.3.2008 kl. 17:47

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk fyrir heilræðin Milla mín, við erum hjartgóðar manneskjur, það efar eflaust enginn! Já og takk fyrir það, ég held samt ég muni dragast aftur niður, mættu of fáir í dag...

Sigga þú ert búin að fá svarið, og bíður bara í nokkur árThumbs Up
Vinsældarlistanum auðvitað, http://www.mbl.is/mm/blog/top.html?num=400 !

Brynja, auðvitað er ég alltaf ég sjálf, kemur ekki annað til greina, fólk hrósar foreldrum mínum fyrir að vera alltaf sú sama, sama með hverjum ég er.

Svava, ég geri það, ótrúlegt en satt. Þú ert bloggvinur, en ef ég kynni að setja inn blogg hjá öðrum utan moggabloggsins væri ég búin að setja þig þar í hópinn. Ég fylgist mér þér, þar sem dóttir þín er ekki jafn dugleg að láta vita af sér á sinni síðu! Engan veginn læt ég neinn segja mér hvað ég á að segja, því þar sem ég kem fram undir nafni og mynd, þar skrifa ég það sem mér sjálfri finnst, og ef ég sé eitthvað rangt við það, leiðrétti ég mig bara.

Anna Guðný, einmitt það sem ég meina. Maður er ótrúlega stoltur af orðum sínum, síðan er bara skotið mann niður. Af ótrúlegasta fólki! Við förum hækkandi, ótrúlega magnað

Huld, já þú sást það, þú kannski skilur það sem ég tala um ágætlega. Ég mun bara halda því áfram, ég leiðrétti mig þó, svo að þetta væri skiljanlegt, þá varð allt betra. Og takk fyrir það kærlega!

Knús á ykkur allar, takk fyrir innlitið og styrkjandi skoðanir


Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.3.2008 kl. 18:49

9 Smámynd: Linda litla

Vá, elsku dúllan mín...... ég svo sannarlega hvað þú ert að tala um, svona er ég. Ég er alltaf að reyna að vera góða við allt og alla og er það, en að er oft misskilið. Svo hef ég líka lent í því á blogginu að koma einvherju vitlaust frá mér og það kostar pistla og ræður frá öðrum bloggurum, en það er alltaf misskilningur, ég kem bara hlutunum vitlaust frá mér. Þarna eigum við eitthvað sameiginlegt.

Takk fyrir að vilja vera bloggvinkona mín, mér finnst gaman að fylgjast með þér og núna get ég það án þess að detta inn á þig fyrir heppni.

Segðu mér hvaða vinsældarlista ert þú að hoppa upp 40 sæti ?? (þú ert grenilega vinsæl)

Linda litla, 28.3.2008 kl. 19:52

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

http://www.mbl.is/mm/blog/top.html?num=400 þessum vinsældarlista!

Ótrúlegt hvað þetta er skrítið allt saman, margir þekkja þetta. En svara þér betur á eftir, þarf að drífa mig á leikæfingu..

Takk fyrir að senda mér vinaboð, fólk þarf ekki að vera feimið til þess, ég er opin manneskja og finnst gaman að fá smá athygli

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.3.2008 kl. 20:07

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér finnst þú frábær elsku dúllan  mín í alla staði og þú skilur svo mart og þakka þér fyrir  fyrir að skilja mig.

knús

Kristín Katla Árnadóttir, 28.3.2008 kl. 21:37

12 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Linda, núna er ég komin!
En já, þetta er alveg stórfurðulegt hvað þetta gerist fyrir marga. Misskildir eða eitthvað annað, það skiptir ekki máli. Fólk reynir að vera gott og fær ljótt orðbragð til baka. Við verðum bara að sanna það fyrir landanum, að við misskilda fólkið erum svo réttlátt Thumbs Up En eins og ég segi, mun falla niður hann aftur, það þarf að gerast eitthvað hrikalega merkilegt svo ég poppi enn lengra upp.

Ég vil að fólk sem hefur áhuga á að lesa það sem ég skrifa, láti vita af sér, það er bara gaman. Ég er komin með þennan fríða hóp af vinum. Fullt af flottu fólki, og vonandi eignast ég enn fleiri bloggvini eins og ég á núna!

Takk Katla, skilningsríkt fólk gerir sér grein fyrir nær öllu, ég tel mig vera eina af þeim. Mín er eindregið ánægjan, ég hlusta og þess vegna skil ég!

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.3.2008 kl. 23:50

13 identicon

Já ætli maður þekki þetta ekki. Við eigum allavega eitt sameiginlegt og það er þetta! Hættu bara að pæla í þessu, annars endaru eins og ég með kvíða og endalausa sektarkennd.
Förum svo að gera eitthvað í því að hittast elsku dúllan mín!

Eva Kristín (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 00:16

14 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Eva mín, þú veist hvernig ég er, næ mér oftast upp úr því sem ég lendi í.....
Við verðum að fara að gera það, reyndar ekki tími til þess á næstunni, þú verður bara að koma og horfa á mig í Rocky Horror ....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.3.2008 kl. 00:34

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Róslín mín hættu bara að hugsa um þennan vinsældalista, það er ekki hann sem skiptir máli, allavega ekki hjá mér. Ég er að þessu til að hafa gaman af því,
skiptir ekki máli hvar ég er á einhverjum lista.
                              Knús til þín. Milla.

Ps. vildi óska að ég gæti komið og horft á Rocky Horror.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.3.2008 kl. 08:03

16 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég hugsa ekki eingöngu um hann Milla mín, annars væri ég nú búin að gera svo mikið til að komast upp hann.
Ég myndi ekki vilja að þú myndir horfa á mig, það væri bara vandræðalegt!!

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.3.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband