6.3.2008 | 18:22
Veðrið er yndislegt, ég geri það sem ég vil...
... eða ekki, snjórinn hvarf í gær, og eftir hádegi í dag fór allt að týnast í snjó. Ég meina það bókstaflega, maður sér varla út götuna, sé líka ekkert út um gluggan þar sem að hann er þakinn snjó. Ekki óhætt að fara út nema að fólk vilji fjúka lengst út í buskann.
Dagurinn í dag er nokk sérstakur, allavega mín vegna, og Rafns. Við höfum einmitt verið saman í 17 mánuði, sem er nú bara afbragð af unglingum að vera. Minn fyrsti kærasti og langbesti vinur minn í heiminum öllum
Frábær strákur og yndislegur, og vantar ekki fegurðina, hvorki að innan né að utan, hann er hreint frábær og fjölhæfur drengur, Rafn minn til hamingju með daginn
En það var nú eitt sem ég ætlaði að ræða hérna, varðandi þáttinn Sunnudagskvöld með Evu Maríu, þá hef ég ekki fengið neitt svar ennþá, vonandi samt að ég fái svar, þó það væri nei. Ég hefði kannski átt að spyrjast fyrir í öðrum þætti, þó það yrði ekki nær því eins gaman, t.d. í Kastljósinu eða því um líkt. Eða hvað finnst ykkur?
Ég hef ekki meira að segja í þetta skipti, svo ég bið bara kærlega að heilsa ykkur
Dagurinn í dag er nokk sérstakur, allavega mín vegna, og Rafns. Við höfum einmitt verið saman í 17 mánuði, sem er nú bara afbragð af unglingum að vera. Minn fyrsti kærasti og langbesti vinur minn í heiminum öllum
Frábær strákur og yndislegur, og vantar ekki fegurðina, hvorki að innan né að utan, hann er hreint frábær og fjölhæfur drengur, Rafn minn til hamingju með daginn
En það var nú eitt sem ég ætlaði að ræða hérna, varðandi þáttinn Sunnudagskvöld með Evu Maríu, þá hef ég ekki fengið neitt svar ennþá, vonandi samt að ég fái svar, þó það væri nei. Ég hefði kannski átt að spyrjast fyrir í öðrum þætti, þó það yrði ekki nær því eins gaman, t.d. í Kastljósinu eða því um líkt. Eða hvað finnst ykkur?
Ég hef ekki meira að segja í þetta skipti, svo ég bið bara kærlega að heilsa ykkur
Athugasemdir
Til hamingju með ykkur Rafn dúllan mín, og gangi ykkur sem best í famtíðinni.
Eva (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 19:08
Takk Eva mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.3.2008 kl. 19:09
Til hamingju með 17 mánuðina Róslín Veistu að maðurinn minn er frá Höfn og á fullt af systrum þarna
Huld S. Ringsted, 6.3.2008 kl. 19:51
Takk fyrir Huld Hverjar eru systur hans?, aldrei að vita nema að maður veit hverjar þær eru, veit nær öll nöfn á fólki hér
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.3.2008 kl. 19:54
Til hamingju Rósin mín þið eruð yndisleg og verið alltaf góð og þolinmóð við hvort annað.
Knúsý kveðjur Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.3.2008 kl. 20:44
Takk fyrir Milla mín, við reynum að vera alltaf góð og þolinmóð við hvort annað, og oftast tekst það að ég held..
Knús
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.3.2008 kl. 20:49
Þær búa ekki allar á höfn, einhverjar í sveitunum en Konný er ein, hún var með Esso sjoppuna. Maðurinn minn segist þekkja pabba þinn.
Huld S. Ringsted, 6.3.2008 kl. 20:52
Ég veit ekki hvort ég viti alveg upp á hár hver það er, en ég held ég viti það samt. En það er líka mjög líklegt að maðurinn þinn þekki pabba, pabbi minn þekkir allt og alla!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.3.2008 kl. 20:54
Til hamingju með sambandið.
Ertu búin að senda Evu E-mail? Ef ekki sendu henni þá og segðu að þér finnist ekki jafnræði í því að tala bara við fullorðna eins og líf þeirra sé bara áhugavert. Þú getur boðið henni að tala við þig í ca:10 og tekið svo einhvern sem er frægur. (svona af því að þú ert ekki orðin fræg ennþá þótt að ég viti að þú verður það einhvern tímann).
Segðu henni að hún mundi setja fordæmi með að tala við þig. Hún er alveg frábær manneskja og opin og ég veit að hún mundi hugsa málið.
Halla Rut , 6.3.2008 kl. 22:45
Takk fyrir Halla Rut.
En ég sendi henni e-mail. Er ekki búin að fá neitt svar til baka, en ég veit ekki alveg hvort það hafi verið sniðugt stökk, en það sem þú stingur upp á er nokkuð sniðugt. Vil ekki senda henni annað e-mail, því að ég bíð eftir svari og þá vil ég ekki vera "uppáþrengjandi". Kannski er bara nóg að gera hjá henni eða eitthvað svoleiðis.
Heyrðu, svo sendi ég fyrirspurn og spurði þetta með gesti og IP tölur, þá var sagt við mig að eitthvað í þá áttina að gestir væru einhverjir frá sömu IP tölu og gæti verið úr stóru fyrirtæki. Svo að þetta hefur eitthvað kannski dreyfst út þann daginn, aldrei að vita. En ég held alltaf í vonina, það virkar langbest
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.3.2008 kl. 22:57
Þegar vika er liðin þá sendir þú annað mail. Sá sem að ýtir ekki rennur bara til baka.
Halla Rut , 6.3.2008 kl. 23:07
Á laugardaginn sendi ég henni bara annað e-mail og segi henni þetta!
Verð nefnilega ekki við neina tölvu í næstu viku.. Fer á Laugar í Sælingsdal
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.3.2008 kl. 23:09
Annars á þetta ekkert eftir að hafa áhrif á frægðarför þína.
Halla Rut , 6.3.2008 kl. 23:11
Ég skil þig, ég verð þá að ná að sannfæra hana, allir mega hjálpa til
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.3.2008 kl. 23:16
bara skoða síðunna þína! Þú lítur út eins og ein af dætrum mínum sem heitir Birgitta og er á sama aldri. Þið gætuð verið tvífarar svo mér næstum brá! Og hún er sko með húmorinn í lagi!
Óskar Arnórsson, 6.3.2008 kl. 23:22
Sniðugt. Frekar fyndið að heyra svona, eins gott líka fyrir hana að hafa hann í lagi..
Takk fyrir innlitið
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.3.2008 kl. 23:27
Hvað er E-mailið hjá henni?
Halla Rut , 7.3.2008 kl. 00:05
Ég sendi þér það í e-maili, ekki myndarlegt að auglýsa það svona opinberlega!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.3.2008 kl. 00:09
Til hamingju krúsídúllur góða nótt
Brynja skordal, 7.3.2008 kl. 00:38
Takk Brynja mín og góða nótt
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.3.2008 kl. 00:46
Til hamingju börnin góð 17 mánuðir er meira en ég hef nokkurn tíman meikað með nokkrum manni svo þú ert búin að slá mig út
Snjórinn er ekkert horfinn hjá okkur ... en gangi þér vel með Evu Maríu!
Laufey Ólafsdóttir, 7.3.2008 kl. 13:11
Takk frænka Haha, þú ert meiriháttar!
Snjórinn hefur bara farið hækkandi hér! Og þakka þér fyrir
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.3.2008 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.