Rocky Horror

Skóladagurinn var bara ekta skóladagur, eitt og annað gekk á, ég endaði syngjandi í stærðfræðitíma, borðaði pítsu í morgunmat ( bökuðum hana í matreiðslu, svo að ég hef ástæðu!) og lærði, auðvitað!
Ekki var nægur tími til að útdeila stjörnufræðiritgerðunum, svo að eftir skóla beið ég, og þegar röðin var komið að mér, þá þurfti kennarinn að fara á fund! Gat verið, ég er alveg örugglega að fá eitt risastórt 0 í kladdann. Annars skrifaði ég um heillarplánetuna Júpíter, ein ómerkilegasta ritgerð sem ég hef unnið.
Minnist þess þegar ég skrifaði um leiklist, fékk tækifæri til að senda einni af uppáhalds leikkonunum mínum ( sem eru þónokkuð margar ) viðtal um leiklist og hvernig maður gerist leikari, sendi engri annarri en Gullu úr Svínasúpunni, stelpunum og bara nefndu það! Hef líka skrifað um margt áhugaverðara, en svona er lífið, ég skila mínu.

En áðan kl. hálf fimm fór ég á söngæfingu, gekk ágætlega, og mun í kvöld kl. 9 fara út í Mánagarð á æfingu, fitta mann á sviðinu. Sem minnir mig á æðislega minningu úr jólaleikritinu;

Vorum að taka franskan leik á þetta, gengum rosahratt yfir sviðið og fórum með setningarnar mjög hratt. Þegar ég kom á sviðið með hinum tröllunum, í öðru atriði. Ég var alveg að pissa á mig, en ætlaði að halda þetta út á þrjóskunni, langaði ekki að pissa á þessu ógeðis klósetti. Dreyf mig upp á svið, fór með mínar setningar, krakkarnir rugluðust og fórum þannig í þrjá hringi með sama textann óvart, á endanum stóð ég upp á kassanum með fæturnar í kross beygjandi mig niður VÆLANDI af hlátri, segjandi ,, ÉG ER AÐ PISSA Á MIG " og allir voru skellihlæjandi, endaði með því að ég þaut út af sviðinu og niður á klósettið grenjandiW00t ...

(bætt inn í)

Lýsir þetta mér? Skil ekki allt, en lýst vel á sumt..LoL

August Babies
Outgoing personality. takes risks. feeds on attention. No self-control. Kind hearted. Self-confident. Loud and boisterous. VERY revengeful. Easy to get along with and talk to. Has an “everything’s peachy” attitude. Likes talking and singing. Loves music. Daydreamer. Easily distracted. Hates not being trusted. BIG imagination. Loves to be loved. Hates studying. in need of “that someone”. Longs for freedom. Rebellious when withheld or restricted. Lives by “no pain no gain” caring. Always a suspect. Playful. Mysterious. “charming” or “beautiful” to everyone. stubborn. curious. Independent. Strong willed. A fighter.

Knús Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hefði viljað sjá það atriði þið hafið örugglega öll verið frábær.
Auðvitað skilar þú þínu.
Hlakka til að sjá myndir úr Rocky Horror.
Knús á þig snúllan mín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2008 kl. 20:19

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Sem betur fer þarftu ekki að sjá mynd af mér í korselettu..
Leikstjórinn hló frekar mikið, svo að allir hafa getað hlegið af þessu
Sem betur fer var þetta bara á æfingu!! Annars hefði ég aldrei aftur stigið á svið
Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.3.2008 kl. 20:25

3 identicon

Nei við viljum nú ekki sjá þig í korselettu .. allavega langar mig ekkert svakalega til þess verð ég nú að viðurkenna ..  mér þætti það nú ekki við hæfi að sjá litlu systur í svoleiðis ..

Sædís (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 13:30

4 identicon

Sæl dúlla, þú ert bara hress heyri ég.... Ég er stödd á Akureyri í skólanum og er eiginlega alveg búin að fá nóg af snjó á þessum vetri 

Hafðu það gott og ég bið að heilsa sætasta stráknum.......mínum...

Dúllukveðjur Ragga

Ragga sem er á Akureyri.... (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 13:38

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Nei Sædís, ég myndi helst ekki vilja vera í svoleiðis fyrir framan marga..

Hæ Ragga mín Þessi snjór er nú búinn að gera útaf við okkur hérna heima, hvarf í gær og núna sést rétt svo í næsta hús!!

Ég skila því, hann er líka minn hahah

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.3.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband