Síðasti bærinn í dalnum

Ég hef einhvernveginn mikinn áhuga á því að skrifa í dag. Í dag ætla ég að skrifa um uppáhalds leikverkið mitt og mynd ( segjum bara upptöku ).
Ég man ennþá eftir myndinni mjög vel, horfði á hana hvert kvöld í einhverja mánuði, alltaf áður en ég fór að sofa. Leikararnir eru 6, ég þekki ekki tvö þeirra, en Hildigunnur leikur Sólrúnu, sem er uppáhalds karekterinn minn, og hún ein uppáhalds leikkonan mín. Gunni leikur dverginn Rindil, Björk eiginkona hans lék ömmuna, ég man aldrei hvað hann heitir maðurinn með krullurnar sem var alltaf með leikritin í Stundinni okkar, hann heitir Bergur í þessu leikriti, svo voru það tröllkarl og kerling, sem breyttu sér í menn.
Uppáhalds atriðin mín hljóma einhvernvegin svona;

Bergur er að tuða að vanda, segjandi að pabbi hans segi að tröll og hindurvitni séu ekki til, þá byrjar Sólrún ,, Pabbi segir, pabbi segir " þá byrjar Bergur aftur ,, en pabbi..." Sólrún ,, Pabbi segir, pabbi segir ".. o.frv.

Ykkur finnst ef til vill ekkert gaman að lesa þetta, en samt ég held áfram!

Þarna lærði ég að segja ,, kistilinn a'tarna " og fullt fullt, ótrúlega fræðandi saga, ekta íslenskt. Ef þið hafið áhuga á þessari mynd, endilega farið út í bókasafn, því ég er viss um að þau eiga þessa mynd ( allavega á bókasafnið hér á Höfn myndina svo það hlýtur að vera..)

Jæja, ætla ekki að gera ykkur leiðari en þið eruð á að lesa, en aftur á móti hef ég æðisgengda sögu að segja, ég er "FRÆG", svona næstum fimmtán mínútna frægð.

Kom fram í Hér&Nú blaðinu árið 2006, með Margréti Láru yndislegu Idol stjörnu og góðvinkonu minni Þórdísi Imsland, þar var tekið fullt af flottum myndum af okkur, í keppni á línuskautum þar á meðal, vikuna eftir kom spurning og var spurt um hvaðan við Þórdís værum.

Svo hef ég nú tvisvar skrifað í moggan svo þetta er í fínasta lagi.
Ég hendi inn myndinni ef ég finn hana af Hér & Nú blaðinu Grin

KnúSHeart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Björg Sigurðardóttir

þú ert bara nokkuð dugleg að blogga hérna þannig að þú færð eitt gott klapp á bakið fyrir það hehe en allavega bara kvitta fyrir að sína að ég lesi bloggin þín

Hulda Björg Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband