Búin að fá mig fullsadda!

Ég er algjörlega komin með nóg af því að mega ekki sitja hliðin á Rafni í tímum og fá aldrei að vera með honum í liði í íþróttum. Hvað er í gangi ?
Ekki höfum við sýnt það að við getum ekki setið saman, við getum alveg lært og höfum ekki hátt, allavega ekki hærra en aðrir. Í áttunda bekk sat ég hliðin á honum og Sigga vini mínum í samfélagsfræðitíma, þegar kennarinn áttaði sig á því að við værum saman, þá fór hún að færa hann eða mig ýmist í burtu, alveg glatað.
Núna í dag gerðust undur og stórmerki,  Garðar lögga kom og hélt fyrirlestur um netnotkun og margt sem tengist henni, en það var ekki málið, við Rafn sátum saman og ekki var fært okkur!
Nýr kennari er komin til starfa í samfélagsfræði, þá sátum við Rafn saman og allt gekk barasta vel. Hvað hefur fólk undan að kvarta?
Ég veit það einmitt ekki heldur...

Búin bara að vera þreytt og pirruð í dag, æfing í kvöld og veit ekki hvað ég eyði kvöldinu í.

Ætla að leggja mig og horfa á sjónvarpið, verð að ná upp svefninumAngry

 

knúsHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Finnst þér það ekki ósanngjarnt að aðrir skuli ráða því hvar maður situr.
Mér fannst það allavega á þínum aldriekki var ég að gera neitt af mér, sko bara smá, svona eitthvað ef manni leiddist afar mikið, en alltaf varð maður að láta í minni pokann. svona er lífið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2008 kl. 17:26

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það er allt of ósanngjarnt, maður má ekki reyna að setjast hjá öðrum þó maður sitji einn, það kalla ég 1/8 úr einelti.....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.3.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband