1.3.2008 | 17:36
Eitt það besta sem ég geri..
Einmitt núna er ég að gera fimm hluti sem mér finnst best að gera, og er ágæt í.
Ég er að mála, ég geri það þegar mér líður ekki alltof vel, en það veitir mér ákveðna útrás og gleði einhvernvegin. Þó svo að ég máli ekki flottustu myndir í heimi, þá er ég alltaf að gera þetta bara fyrir mig, og fólk myndi örugglega hlæja af sumum myndum sem ég hef málað, en svona er þetta bara.
Ég er ein, eitthvað sem er gott fyrir flest alla einhverntíma á ævinni. Stundum finnst mér bara þægilegt að vera ein með sjálfri mér að dunda mér að taka myndir, mála, krossgátum og allskonar hugsunarleikjum. Það er þroskandi og sýnir að maður getur verið einn.
Ég er að hlusta á tónlist, eitt það besta sem ég gæti gert. Ég hlusta á allskonar tónlist, fer bara eftir skapinu. Er núna að hlusta á rapp, ótrúlega þægilegt að hlusta á það þó ég segi það sjálf. Finnst reyndar bara æði að hlusta á tónlist á öllum stundum, hjálpar mér oft. Var reyndar að skipta yfir í No doubt núna, en það er góð hljómsveit.
Ég er að skrifa. Veitir mér ákveðna útrás, hugsunarlega séð. Eins og þið hafið séð, er ég stundum málglöð, og stundum er hrikalega leiðinlegt að lesa bloggin mín. Einmitt eins og Þröstur Unnar benti mér á, að ég er meira að skrifa fyrir sjálfa mig. Því tók ég ekki eftir fyr en hann sagði þetta. Þakka þér kærlega fyrir það Þröstur Unnar!
Ég er að borða. Ég er óhugsanlega mikið matvönd, án alls gríns. En þegar kemur að mat og nammi sem mér finnst gott, þá er eins og ég hafi ekki borðað í margar vikur. Mér finnst óendanlega gaman og gott að borða. Gaman að segja frá því, hversu veik sem ég er, get ég alltaf borðað!! Reyndar hef ég ekki verið veik lengi..
Það er margt annað sem mér finnst best að gera. T.d. að hafa Rafn hjá mér veitir mér ákveðið öryggi og traust. Líður alltaf vel þegar hann er nálægt.
Ég elska að hitta fólk, ættingja og vini, fólk á öllum aldri. Enginn er of glataður til að ég geti talað við manneskjuna. Ég er alls ekki svoleiðis, ég get umgengist alla, hversu skrítið sem fólk er. Ef fólk er líka í ágætu skapi á ég ekki erfitt með að koma því í rosalega gott skap, ef ég er í rétta skapinu ..
Ætla að halda áfram að mála, gæti verið að ég skanni inn myndirnar mínar og set þær hér inn, fer eftir hvað þið viljið..
Ætla ekki að læsa síðunni, þar sem að síðast þegar ég kíkti voru komin 9 nei og ekkert já, svo mér finnst það ekki við hæfi ef fólk vill það ekki..
Knús
Ég er að mála, ég geri það þegar mér líður ekki alltof vel, en það veitir mér ákveðna útrás og gleði einhvernvegin. Þó svo að ég máli ekki flottustu myndir í heimi, þá er ég alltaf að gera þetta bara fyrir mig, og fólk myndi örugglega hlæja af sumum myndum sem ég hef málað, en svona er þetta bara.
Ég er ein, eitthvað sem er gott fyrir flest alla einhverntíma á ævinni. Stundum finnst mér bara þægilegt að vera ein með sjálfri mér að dunda mér að taka myndir, mála, krossgátum og allskonar hugsunarleikjum. Það er þroskandi og sýnir að maður getur verið einn.
Ég er að hlusta á tónlist, eitt það besta sem ég gæti gert. Ég hlusta á allskonar tónlist, fer bara eftir skapinu. Er núna að hlusta á rapp, ótrúlega þægilegt að hlusta á það þó ég segi það sjálf. Finnst reyndar bara æði að hlusta á tónlist á öllum stundum, hjálpar mér oft. Var reyndar að skipta yfir í No doubt núna, en það er góð hljómsveit.
Ég er að skrifa. Veitir mér ákveðna útrás, hugsunarlega séð. Eins og þið hafið séð, er ég stundum málglöð, og stundum er hrikalega leiðinlegt að lesa bloggin mín. Einmitt eins og Þröstur Unnar benti mér á, að ég er meira að skrifa fyrir sjálfa mig. Því tók ég ekki eftir fyr en hann sagði þetta. Þakka þér kærlega fyrir það Þröstur Unnar!
Ég er að borða. Ég er óhugsanlega mikið matvönd, án alls gríns. En þegar kemur að mat og nammi sem mér finnst gott, þá er eins og ég hafi ekki borðað í margar vikur. Mér finnst óendanlega gaman og gott að borða. Gaman að segja frá því, hversu veik sem ég er, get ég alltaf borðað!! Reyndar hef ég ekki verið veik lengi..
Það er margt annað sem mér finnst best að gera. T.d. að hafa Rafn hjá mér veitir mér ákveðið öryggi og traust. Líður alltaf vel þegar hann er nálægt.
Ég elska að hitta fólk, ættingja og vini, fólk á öllum aldri. Enginn er of glataður til að ég geti talað við manneskjuna. Ég er alls ekki svoleiðis, ég get umgengist alla, hversu skrítið sem fólk er. Ef fólk er líka í ágætu skapi á ég ekki erfitt með að koma því í rosalega gott skap, ef ég er í rétta skapinu ..
Ætla að halda áfram að mála, gæti verið að ég skanni inn myndirnar mínar og set þær hér inn, fer eftir hvað þið viljið..
Ætla ekki að læsa síðunni, þar sem að síðast þegar ég kíkti voru komin 9 nei og ekkert já, svo mér finnst það ekki við hæfi ef fólk vill það ekki..
Knús
Athugasemdir
Já endilega settu myndir inn af fallegu listinni þinni xD
æðislegt blogg og elska að lesa bloggin þín , þú ert með
svo flotta Tungumálaútrás ef maður getur sagt það. veit
reyndar ekki alveg hvað útrás er enn fynst það passa
eitthvernnegin :) <33 hafðu það gott og haltu áfram
með þessi skemmtilegu falleg blogg :* Elska þiig
þííín ástkæra æskuvinkona þórdís imsland <3
Þórdís Imsland (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 18:19
Þú ert svo klikkuð Þórdís
Kann ekki alveg að útskýra útrás fyrir þig, en reyni mitt besta. T.d. ef þú ert reið eða pirruð, þá gætiru þessvegna farið út að hlaupa eða boxað eða eitthvað og liðið betur við það..
Elska þig líka Þórdís mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.3.2008 kl. 18:30
Góðan daginn!
Viljirðu njóta lífsins betur - bendi ég þér á www.netsaga.is
mbk.
Loki Fáfnis
6967271
es. Vinsamlegast gerðu heiminum þann greiða að áframsenda skilaboðin!
olo (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 20:20
Róslin... farðu varlega með að dreifa skilaboðum um netsögu. Þeir spamma, senda ruslpóst. Og, eru ekki alveg að skammast sín fyrir það.
(því miður.)
Einar Indriðason, 1.3.2008 kl. 22:38
Ég þoooooooli ekki svona ruslpóst.. eins og á bloggsíðum mínum áður fyrr ,, hæ flott síða, ALLIR AÐ KÍKJA Á MÍNA!"
Ég læt bara sem ég sé þetta ekki..
Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.3.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.