28.2.2008 | 18:00
Betri maður
Dagurinn í dag var ágætur, ekkert sérstakt sem stendur uppúr nema ljóskuskapurinn í mér.
Þannig er það nú að ég hef lengi reynt að opna iTunes ( forrit með lögunum sem ég á ) og aldrei tekst mér það. Stakk síðan iPodinum mínum í samband, þá allt í einu vildi það endilega opnast, og ég búin að reyna að opna það í nokkra daga..
Skrifaði grein fyrir Þorrablótið og er slóðin á hana hér;
http://hornafjordur.is/grunnskoli/efni/frettir/2008/02/28/nr/5232
ætla að láta fylgja hér smá texta eftir Ragnheiði Bjarnadóttur, sungið og spilað af uppáhalds hljómsveitinni minni Bermuda.
Betri maður
Þú munt aldrei vita hver ég er
í eigin persónu er ég sjaldnast hér
Á bakvið grímu alla daga
Þú skalt bara koma og sjá
Birtist sífellt betri maður
þegar dagur rís
Hér er ég með andlit gullið,
unglegt, gamalt, hvítt
eða dapurt, glatt og alltaf nýtt
Þú veist aldrei hvar ég er, hver ég er
Ég á þúsund andlit enn
og ég er sá sem allir vilja vera
Seint að kvöldi held ég heim og fer
úr gervi þessa dags og halla mér
Gleður hjartað góður fengur
en glaðar þó er
yfir öllum þessum brosum
sem að bíða mín
O.s.frv.
Þykir þetta fallegt lag og þykir líka vænt um það.
Er farin að græja mig fyrir fótboltaæfingu..
Knús
Athugasemdir
Fallegur texti en lagið hef ég ekki heyrt svo ég muni En gott að þú gast náð þér í lög á ibotin þinn þarf að skoða greinina skvís
Brynja skordal, 28.2.2008 kl. 23:18
Bermuda mun verða fræg, eru búin að vera í kastljósinu og í tíufréttum bara í þessari viku. Þú munt heyra það fyr en varið.
Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.2.2008 kl. 23:40
Þetta lag er alveg ótrúlega fallegt !:)
(tók líka eftir því að þú ert með Story með Brandi Carlile þarna.. Það er líka mjög flott lag, söng það einmitt í undankeppni fyrir Samfés)
.. Langaði bara að kvitta, þekki þig ekki neitt. Rakst bara inná síðuna í leit að hljómunum af Betri maður. Ekki veist þú nokkuð um eithvað svoleiðis ?:)
Sunna (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.