27.2.2008 | 17:05
Þorrablót
Góðan daginn,
í stað þess að blogga í dag langar mig frekar að fá mér smá lúr. Fékk alltof lítinn svefn ( miðað við vanalega ) í nótt. Þoli ekki hvað kennararnir halda að við þurfum að sofa lítið. Annars var þorrablótið bara fínt. Tókst bara mjög vel að ég held, allavega af minni hálfu. Í einu atriðinu sungu stelpurnar í tíunda bekk við Nínu lagið - og einmitt eigum við Rafn metið í Heppuskóla, að vera lengst saman, nálgast óðum 1 og hálfu ári.
Fékk blað með laginu á og svona er byrjunin ( lagið verður svo um fleira í skólanum). Fyrsta erendið er um okkur einmitt;
Farðu ekki frá mér Rafn minn
Vertu bara hjá mér elskan
Og kúrum hérna saman ástin
Því þú veist að ég mun aldrei fara
aldrei, aldrei, aldrei fara
aldrei fara burt frá þér.
Þeir sem horfðu á mig þegar það var sungið, sáu einn stóran tómat, var líka alveg að bráðna úr roðni..
Ætla að fara að hvíla mig í svona eina klst. gæti veirð að ég setji inn myndir svo, þarf reyndar að skrifa eitt stykki grein fyrir einn kennaran hana Eygló. Læri svo undir dönsku próf seinna.
Knús
Athugasemdir
Haha mér fannst alveg æði að sjá framan í ykkur þarna, og fannst þetta ekkert smá fallegt hjá þeim Þú varst alveg glæææsileg í gær sætasæta
Eva (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 18:43
Gaman að hlæja af óförum annarra já..
Takk og sömuleiðis - leitt með kjólinn samt
Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.2.2008 kl. 18:49
þú ert alltaf jaf dúgleg að blogga
en allavega flott lag hjá þeim verð ég nú bara seigja og gæti allveg ýmindað mér þig eins og epli í framann sko hehe
Hulda Björg Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 19:52
Engin roðnar samt meira en þú.......
Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.2.2008 kl. 19:53
Hefði nú alveg verið gaman að sjá ykkur
Anna Guðný , 27.2.2008 kl. 20:09
Hefði líka viljað sjá ykkur þið hafið örugglega verið æðisleg.
Flott ljóð snúllan mín og farðu bara að kúra, hlakka til að sjá myndir.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2008 kl. 20:50
Ég vona svo sannarlega að það hafi ekki verið tekin mynd af mér á þessari stundu.. Þið Anna Guðný og Milla hefðuð skellihlegið við að sjá mig, ég var örugglega jafn rauð og tómatur.
Og Milla ég tók ekki margar myndir, fæ myndir á morgun í skólanum og skal með glöðu geði deila eitthvað af þeim með ykkur.
Hallgerður, ekki fólk af öllum aldri nei, Þorrablótið hjá þeim eldri er löngu búið. Reyndar voru kennarar þarna, og þetta er alltaf svona með öll böll hjá okkur. Eins og mamma sagði við mig þá er nú Góan komin svo að Þorrinn er búinn
Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.2.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.