25.2.2008 | 22:50
ÚPS!
Eina sem ég get sagt við því máli sem ég var að lesa mig til um.
Þannig er það nú, alltaf er eitthvað með Eurovision og Íslendinga. Í þessu máli styð ég Friðrik Ómar. Áreitið þegar hann kom upp á svið var að hans sögn svo gróft að hann nefni það ekki, og líka að það hafi verið um mömmu hans. Ótrúlegt hvað aðdáendur Mercedes Club eru ótrúlega huglausir, afsakið að ég nota þetta orð. En áreiti á mann sem ekki hefur gert þeim neitt, talandi illa um mömmu hans, sem mér sýndist bara vera ótrúlega góð mamma, krúttleg líka. Sumt fólk heldur að fræga fólkið hafi engar tilfinningar og geta gengið í gegnum þetta allt. Þið hafið nú séð allar feilstjörnurnar, t.d. Britney.
En það er víst bannað að leggja nafn Guðs við hégóma, ótrúlegt hvað allt fór í krass þegar Friðrik sagði Glymur hæst í tómri tunnu", ég held ég skilji þetta orðatiltæki, en finnst það nú ekki beint særandi, bara flott comeback hjá piltinum.
Friðrik, ég stend með þér í þessum málum svo við höfum það á hreinu!
En yfir í allt aðra sálma, dagurinn var bara þessi týpíski skóladagur, gera svo ekkert eftir skóla, nema ég fór með móður minni út í Apótek og við keyptum fínt meik, bólufelara og síðast en ekki síst gelluneglur ( gervineglur ). Ég ætla bara að vera algjör gella annað kvöld, fólk mun ekki þekkja mig.
Fór svo til tilbreytingar á Björgunarsveitafund fyrir unglinga, lærðum að binda mann niður í börur og gengum með þann sem lá í einn hring úti. Eftir það var bara kennt okkur að binda hnúta, kann núna að gera áttu og man ekki hvað hann hét aftur, en geri hann nú samt frekar vitlaust að ég held.
Er reyndar búin að vera í trommusettaleit í dag á netinu, fundum eitt og sendum fyrirspurn gá hvort það væri möguleiki hvort það gæti sent það til Íslands, en allt kom fyrir ekki. Núna á næstu dögum þó finnum við gott trommusett sem ég borga svo foreldrum mínum upp ef allt fer eins og ég óska mér. Er komin með leyfi og alles.
Ætla að kíkja á síðustu staðina á netinu áður en ég fer að tía mig í rúmið
Knús
Athugasemdir
Sammála þér snúlla, ég stend með Ómari hann er bara yndislegur drengur.
Um hina ætla ég ekki að úttala mig það gæti haft með sér eitthvað skítkast.
Vona að þú fáir trommusettið þitt.
Guði sé lof fyrir svona gæðinga eins og þig.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.2.2008 kl. 08:46
Get nú allveg sagt þér það að friðrik ómar er ekki neitt saklaus í þessu máli ekkert meira heldur en Mercedes Club þeesir sem voru að seigja þetta við mömmu frikka voru ekki sérstaklega sendir frá Mercedes Club eða það sagði allvega Gillz og ég verð nú bara því miður að seigja fyrir þig að ég stend með Mercedes Club!
Hulda (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 09:27
Hei hei hei.....ho ho ho!!!!! Jæja ég ætla nú ekki að ræða jafn hallærislegt atriði eins og þessa #"$&/)=/&$#$"# Eurovision. ´
Ég ætla frekar að tala um það sem skiptir máli og það er hvað ég er ánægð með ykkur að hafa farið á björgunarsveitaæfingu, mér finnst það frábært.
Svo er ég mjög glöð fyrir þína hönd með trommusettið(ekki alveg eins glöð fyrir hönd annara heimilismanna......... Og svo vona ég að þú skemmtir þér vel á þorrablótinu Bestu kveðjur Ragga rosalega.....
Ragga (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 14:37
Þetta trommusett má koma þegar ég er flutt að heiman .. sem verður í haust ..
Þú hlýtur nú að geta beðið með þetta þangað til þá góða!
Sædís (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 14:50
Milla, hann heitir Friðrik Ómar, en það skiptir ekki öllu máli, já reyndar, ótrúlegt hvernig allt fer.
Mjög líklegt á ég fái það að ég haldi
Þakka þér fyrir Milla, knús
Hulda, hlusta ekki á þig.....
Ragga þú ert alltaf jafn æðisleg ( ekki kaldhæðni !!!)
Maður verður að prófa svona, skiptir líka svo sannarlega máli að þeir sem eru með björgunarsveitaæfingarnar séu skemmtilegir sem þeir eru, ótrúlega fyndnir!
Ég hef einmitt heyrt það, held að þetta muni bara mest angra þann sem er á klósettinu, það er nú allt í lagi samt. Reynir bara meira á þann aðila..
Ég verð bara að taka spes mynd fyrir þig og hef Rafn með mér á henni, þetta verður ekki út í Sindrabæ svo að ég græja mig bara heima. Og takk fyrir það, mun alveg örugglega skemmta mér konunglega!
Sædís þú verður bara að þola trommusett, þar sem það er nú ekki langt þangað til ég fæ það
Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.2.2008 kl. 15:19
Sammála þér með Friðrik Ómar. Það sem ég held að sé aðalmálið hjá Mercedes Club er að stolt þeirra er virkilega sært. 'Eg held þeir hafi aldrei trúað að þeir ynnu ekki. En síðan kom í ljós að þjóðin var bara ekki tilbúin í að senda þá.Ég viðurkenni að ég var skíthrædd á tímabili um að þeir færu en svo sem betur fer koma annað í ljós.
En fyrr má nú vera særðir að halda því fram að rúmir 50 þús ísl. hafi látið plata sig. Hvernig var þá með 23. þús sem kusu þá, og meira að segja eftir að Logi Bergmann og co. auglýstu þá vel á stöð 2 kvöldið áður. Mér finnst samt leiðinlegt að heyra af öllu bullinu sem hefur gengið á síðan. Finnst það orðið ansi hart ef Friðrik Ómar þarf að slökkva á símanum og nánast flýja að heiman.
Anna Guðný , 26.2.2008 kl. 19:42
Ég held að þjóðin sé ekki til í meira bull, ég var sko trítilóð á tímabili og öskraði af ánægju þegar var sagt hverjir ynnu...
Ótrúlegt hvað Friðriki er tekið illa með setninguna, glatað bara þetta var sönn setning..
Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.2.2008 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.