Dagur eftir þennan dag

Góða kvöldið kæru landsmenn nær sem og fjær!

Dagurinn í dag hefur verið svona upp á við og líka niður á við. Byrjaði daginn snemma, miðað við að það sé sunnudagur. Vaknaði tíu mínútur í tíu og byrjaði að græja mig fyrir fótboltaæfingu. Jóna Benný og Sandra nýju þjálfarar okkar í 3. og meistaraflokki fyrir sumarið, mættu þessa helgi og höfðu æfingar. Fór reyndar ekki í gær, en í dag mætti ég á slaginu ellefu. Æfingin var mjög góð og eftir hana talaði Sandra við okkur, þar sem Jóna Benný var rúmliggjandi heima veik. Tal Söndru kom spenningi í liðið - allavega er maður ótrúlega spenntur, þar sem það mun bara vera gaman í sumar í fótboltanum, mig klæjar í lófana úr hlökkunGrin ..




Eftir æfingu bakaði faðir minn pönnukökur í tilefni dagsins, á meðan stökk ég bara í sturtu og svona. Eftir pönnukökuátið var mér sagt að kvöldmaturinn væri kl. 17.00 svo að pabbi gæti eldað, vegna þess að hann fór á sjó 17.30. Eftir já pönnslurnar skutumst við mamma í smá bíltúr með myndavélina og komu engar smá flottar myndir út úr því sem hægt er að skoða á www.flickr.com/photos/roslinv.



Komum heim og ég var með þvílíkan hausverk, sem fylgir enn ef ég er mikið að hreyfa mig. Lá bara uppí sófa og svona fínlegheit. Fengum okkur að borða dýrindis grillað lambalæri og meðlæti. Mamma var svo að enda við að plokka mig og lita, svona fyrir Þorrablótið.

Ætla núna bara að læra, horfa svo á Cold Case, síðan í sturtu.

Knús á ykkurHeart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æðislegar myndir hjá ykkur mæðgum, og pabbi þinn frábær að baka pönnsur og
síðan að grilla læri það er ekki amalegt.
Til hamingju með daginn mæðgur.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.2.2008 kl. 21:36

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hallgerður þakka þér fyrir Þar voruð þið hjúin heppin, bærinn einkennist af rigningu nefnilega. Fólk verður að fara að átta sig á þessum stað, þar sem það er svo ótrúlega margt hér fallegt

Milla þakka þér líka fyrir Pönnslurnar voru þær bestu sem ég hef smakkað frá honum, svo var lærið alls ekki á verri endanum. Þakka þér fyrir sömuleiðis
Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.2.2008 kl. 21:42

3 identicon

væri til að vera með í sumar :D:D&#39;<33
æðislega fallegar myndir róslín mín:*

Þórdís Imsland (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Taaakkk

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.2.2008 kl. 22:28

5 Smámynd: Brynja skordal

Æðislegur er hann pabbi þinn að stjana svona við ykkur dömurnar á heimilinu svona á konudagur að vera rosa flottar myndirnar kv Brynja

Brynja skordal, 24.2.2008 kl. 22:46

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ótrúlegt en satt, hann spurði hvort hann ætti að kaupa blóm handa okkur..

Takk fyrir

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.2.2008 kl. 22:51

7 Smámynd: Hulda Björg Sigurðardóttir

flottar myndir hjá þér litla frænka

Hulda Björg Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 13:23

8 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

&#8;Æðislegar myndir og gangi þér vel í fótboltanum í sumar. Ég ætla að spila með tveim liðum. Úti með stelpunum sem ég spila með á veturnar og svo innibolta í blandaðri deild. Sko, fóbolti er góður. Þú getur spilað í þrjátíu ár í viðbót án nokkurs máls.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.2.2008 kl. 06:15

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þakka þér fyrir Kristín. En má spila með tveimur liðum?
Fótbolti er meiriháttar ef maður kann að meta hann.
Vonandi að ég geti jú spilað í þrjátíu ár í viðbót, fer allt eftir því hvort ég fari ekki að meiðast illa, er mjög slæm í öðru hnénu og kálfinn er að gefa sig..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.2.2008 kl. 15:12

10 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Já það má spila með tveim liðum af því að þetta eru tvær óskildar deildir. Önnur deildin er eins og að spila á Íslandsmótinu og hin eins og maður spili innan skólans síns eða eitthvað.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.2.2008 kl. 01:02

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Já þú meinar það. Ég skil

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.2.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband