21.2.2008 | 19:01
Pólverjar og margt..
Góða kvöldið.
Sólin er farin að vera lengur á lofti, kemur snemma upp en farin um hálf sex leitið. Gaman að því að veðurið er búin að vera mikið betra veður en bara fyrir um 10 dögum.
Er núna að horfa á stöð 2, hefði viljað vera á tónleikunum hjá Bubba og öllu frábæru tónlistarfólkinu. Ótrúlega flott hjá Bubba að gera þetta. Ef ég fer nú með rétt mál eru það pólverjar sem eru að byggja við N1 hérna á Höfn og sáum við þetta þjóta upp á innan við tveimur vikum. Ég er ekkert ósátt með þá á meðan þeir gera eitthvað gagn hérna á Íslandi. Launin fyrir þessi störf eru sum hlæjileg, spyr bara afhverju er fólk að kvarta yfir þeim, ef þau geta ekki gert alla svona vinnu sjálf? Nei ég bara spyr.
Dagurinn fór í að sitja barasta í skólanum, sem var nú ágætt. Fengum þrefalt gat svo að ég kíkti bara heim til Rafns míns. Gekk bara heim eftir skóla og beið í einhvern hálftímann, mamma kom og bipaði hérna fyrir framan og við þutum út í Lón, vorum þar í um tvo tíma að finna föt fyrir þorrablótið. Það gekk ágætlega, fann samt ekki kjól, síðan bol og þröngar gallabuxur, svo ef Jóna Á. les þetta, þá fann ég nú svona bol sem virkar eins og korseletta.. fékk einmitt svoleiðis líka, þar sem línurnar verða að vera í lagi, hehe. Fórum út í búð og keyptum inn, og auðvitað flotta skó í Tangó. Er bara tilbúin fyrir þorrablótið, vantar bara einhvern sem kann að gera hárgreiðsluna sem mig langar að hafa.. hver bíður sig fram??????
Jæja, ætla að fá mér að borða og í sturtu, Rafn minn fer svo vonandi að koma á eftir
Knús
Athugasemdir
Gott að þú ert búin að fá föt, er ekki einhver vinkona þín sem er klár að greiða hár? Knúsý kveðjur Milla.
Ps. Þú verður allavega glæsileg hvernig sem þú ert greidd.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2008 kl. 19:24
er það síði bolurinn sem virkar eins og korsilett eða keyptirðu bol undir bolinn
skemmtu þér ótrúlega vel á þorrablótinu dúllan mín
Jóna Á. Gísladóttir, 21.2.2008 kl. 19:35
Milla, ég held ekki, þær fatta örugglega ekki greiðsluna, þó hún sé rosalega létt að ég held..
Jóna, þetta er svona ótrúlega þröngur bolur allavega, hélt þegar ég var að klæða mig í hann að ég myndi kafna!!. Hún sagði sem var að afgreiða mig því ég var búin að vera að grínast með korsilettu, að hún ætti svona bol sem virkaði alveg eins, hann var reyndar ekki svona samfella eða svoleiðis, hún átti samt svoleiðis..
Og takk fyrir það
Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.2.2008 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.