20.2.2008 | 15:49
Dagurinn í dag!
Ekkert smá flott lagið á ensku, hlakka til að sjá þau á laugardaginn
Jæja, er að reyna að rita eitthvað niður, þessi ritstífla má ekki hrjá mig mikið lengur. Er nú ekkert búin að gera í dag nema fara í þennan blessaða skóla. Ekkert sem ég gerði neitt merkilegt þar, reyndar var gat í staðin fyrir íþróttir, svo að ég fór bara í mat og svo til Rafns.
Dagurinn mun ekki fara í mikið, er núna að bíða eftir foreldrum mínum, sem fara að koma vonandi. Ætla að reyna að fá mömmu með mér út í búðir, finna Þorrablótskjól - já Þorrablótið er ekki enn búið hérna megin. Hlakka til að geta dansað á balli, vantar bara klæðnaðinn samt. Ætla líka að reyna að fá nýjan blýpenna og blý, það sem mig vantar þessa dagana.
En það er nú með eindæmum hvað rigningin leggst yfir Hornafjörð, enda kenndur við rigningu, reyndar líka humar. Vonandi fer sólin brátt að skína, en nú kveð ég, ætla að koma mér fyrir uppi í rúmi og horfa á bíó rásina.
Knús
Athugasemdir
Vona að þú fáir flottan kjól er þorrablótið á laugardaginn?
Kveðja og knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2008 kl. 16:03
Ég er ekki viss hvenær þorrablótið er Milla, held samt á fimmtudaginn í næstu viku. Kennurunum hér finnst svo ótrúlega gaman að sjá okkur dauðþreytt næsta morgun, og líka er það gert vegna þess að það er haldið að maður fari að drekka eftir böll, mjög fáir "þannig" krakkar í skólanum, sem myndu gera það allavega..
Ég vonandi finn mér einhvern kjól sem fer við hárið á mér Hallgerður, mamma samt verður að ráða einhverju, hún varð alveg brjáluð yfir fermingakjólnum, en náði sér samt niður. Ég man það næst líka, hætta að hugsa um hana
Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.2.2008 kl. 16:11
Hún mamma þín á ekki að ráða kjólunum, ekki þarf hún að ganga í þeim en já, það er alveg yndislegt hvað þessum kennurum finnst gaman að hafa okkur dauðþreytt og pirruð í skólanum eftir ball. Held samt það verði á þriðjudaginn.
Eva (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 16:58
Eva, við bara verðum bara að vera ógeðslega pirraðar og fúlar og kenna þeim um það allt
Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.2.2008 kl. 17:04
Ertu búin að finna kjó? Mér finnst að þú eigir að vera í grænum kjól!!! bæði er grænn flottastur svo fer sá litur svo vel við hárið þitt fallega rauða....
Annars ertu sæt og fín í öllum litum. Þú verður að sýna mér kjólinn..... Helst þig í honum...... Svo er bara að vera cool í skólanum og muna að það er um að gera að hvíla sig um helgar og fara stundum snemma að sofa!!!!!
Bestu kveðjur Ragga sem þessa stundina er í lífeðlisfræði..
Ragga (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 09:41
Ég er alveg að fara að leggja í hann að finna kjól, mamma fer að koma. Alveg sammála, grænn er flottastur, ef það er nú til eitthvað grænt útí Lóni á mig, og það helst kjóll mun ég máta hann, því eins og þú segir fer sá litur svo vel við hárið mitt
Takk fyrir það Ég mun án efa sína þér kjólinn, og get látið taka mynd af mér sérstaklega fyrir þig . Heyrðu, ég er að reyna að koma svefninum vel fyrir, gengur misvel. Reyndar fékk ég nú litla sem enga hvíld yfir síðustu helgi og ætla að reyna að hvíla mig bara þessa helgi, sofa út og svona
Hafðu það sem allra best Ragga mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.2.2008 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.