18.2.2008 | 16:53
Helgin..
Sælinú!
Ég kom heim í gærkvöldi um átta leytið og var nú frekar sibbin eftir erfiða helgi. Í gærmorgun átti ég rosalega erfitt með að vakna, vegna þess að tvær stelpur, Hulda og Árdís héldu fyrir mér vöku, og voru að leika Mr. Bean, eða Hulda allavega. Reyndar sýndi ég þeim atriðið bara með Snússa þegar hann svæfði bangsan sinn. Með því að smella fingri bara. Vaknaði allt of seint líka vegna þess að þær vöktu mig ekki, allavega held ég því fram. Fékk ekkert að borða, og drifum okkur bara niður í Austurberg, fyrsta leik áttum við, á móti Val. Unnum þær 1-0 sem betur fer, komumst í undanúrslit en enduðum í 4 sæti. Ég var sem betur fer ekki sett inná, þar sem Hulda lifði þetta af. Drifum okkur svo á Selfoss og stoppuðum til að borða, fór á KFC og borðaði mikið meira en ég er vön að gera, enda klukkan orðin 2 og ég hafði lifað á nammi ( sem var ekki það besta í heimi ) frá því kl hálf níu um morguninn! Bað pabba meirað segja að kaupa meira sem hann gerði, og eftir það drifum við okkur bara heim, ekkert merkilegt sem gerðist á leiðinni svo ég muni, var mestallann tímann bara að hlusta á iPodinn minn, og reyna að sofa.
Þegar ég vaknaði í morgun var ég nú næstum því aftur búin að leggja mig upp við hilluna með höfðinu, en datt frekar bara niður aftur en mamma náði mér upp. Hún rak á eftir mér eins og lang oftast, og ég var komin upp í skóla um 8 leitið. Er búin að vera frekar þreytt bara og langar ótrúlega að taka mér svona klukkutíma svefn. Ætli maður fari nú ekki að skrifa grein í Eystrahornið og taka til samt, klára það sem ég á eftir svo get ég séð til hvað ég geri, hitti svo vonandi Rafninn minn í kvöld!
Er farin að halda áfram,
knús
Athugasemdir
Gaman að þú skulir vera komin heim,
þó þú sért þreytt snúllan mín þá nærðu þér fljótt upp svo hittir þú sætan þinn í kvöld og það er nú allra meina bót.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2008 kl. 17:16
Já, bara sem betur fer hitti ég hann vonandi!
Reyndar mun ég mun frekar sofna þá, hahaha
Knús til baka
Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.2.2008 kl. 17:26
Vöktum við þig ekki !? Þú lamdir mig nú bara þegar ég var að reyna að vekja þig. Vorum í hálftíma að reyna að vekja þig svefnburkan þín ;P
En já, fín helgi.. bara óheppnar að það gekk ekki betur..
Árdís Drífa (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 07:40
Haha Vöktum þig ekki hvað rugl er nú það við svona hoppuðum ofaná þér,hahaha
síðann vorum það við er þaggi sem vorum að rifja upp mr bean haha það var steik en allavega fínasta helgi sko.
Hulda (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 11:53
en hvernig var það tókstu engar myndir um helginna ?
Hulda (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 12:07
Þið beittuð ekki hagnaðarreglunni á mig..
nei Hulda ég tók ekki myndir, eða allavega mjöööög lítið af þeim..
Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.2.2008 kl. 15:00
hvað meinarðu við beittum ekki hagnaðarreglunni á þig
Hulda (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 16:57
þið gerðuð ekki rétt, hvernig þið vöktuð mig...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.2.2008 kl. 17:04
já oke maður á semsagt ekki að hoppa ofaná þér og öskra á þig til að vekja þig hvað á þá að gera ?
Hulda (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.