16.2.2008 | 22:13
5. sæti
Lögðum af stað í gær um tvö leitið á leið í bæinn. Þegar við komum fórum við uppí Kórinn og horfðum á Lejlu keppa í U16 landsliðinu, og töpuðu þær íslensku 4-1. Ókum svo yfir á Dominos og pöntuðum okkur allar pítsu. Ég var í þvílíkum spreng, og það var opið á pöbb við hliðina og stelpurnar fóru þar inn, en ég þorði því ekki. Tókum svo "smá rúnt" um Reykjavík á þessari ótrúlegu rútu. Þar sem sumar voru ekki vissar um sinn svefn stað, sá rúntur tók tvo klukkutíma. Komum loksins heim til ömmu og afa og fengum æðislega góða djöflatertu. Í morgun lögðum við svo af stað út í Austurberg og kepptum þar fjóra leiki, fyrsta á móti Þrótti Reykjavík sem við gerðum marklaust jafntefli, Breiðablik sem við töpuðum naumlega fyrir 3-2, Keflavík sem við gerðum jafntefli 1-1, þær skoruðu í blálokin, dómaraskandall, áttum auka en þær tóku það!!, og um fimmta og sjötta sætið kepptum við við Leikni Reykjavík og unnum 3-1 ef ég man rétt. Slasaðist örlítið á hné, en stóð mig þrátt fyrir það eins og hetja vonandi þó ég segi sjálf frá.
Sturtuðum okkur, og ljóskan ég gleymdi kortinu mínu í vasa í buxum heima hjá ömmu og afa, svo við þurftum að fara þangað að sækja það. Fórum út í kringlu og gerðum varla neitt, fann ekkert á þessum örstutta tíma.
Ég ætlaði í bíó, og Hulda, Árdís og Eva, en við Hulda hættum við og fórum bara heim að kvíla okkur, og ekki er það nú amaleg hvíld, fengum æðislega súkkulaðiköku og ís áðan. Horfðum á laugardagslögin sem var kannski ekkert það skemmtilegasta í heimi en var allt í lagi.
Fer bara snemma að sofa, því við þurfum að vakna um 7 leitið að græja okkur, því 2. flokkur fer að keppa á morgun í fótboltanum. Verð á bekknum því að Hulda er eitthvað meidd í bakinu og ef hún finnur rosalega til fer ég held ég inná, svo óskið mér góðs gengis ..
Komst að því að 6. febrúar var sett greinin mín, ótrúlega stolt Reyndar beygðu þau nafnið mitt því miður vitlaust.
Hér er Róslín
Um Róslín
Frá Róslín
Til Róslínar
Það var einmitt um hæfileikarík ungmenni, bara gaman að sjá að Morgunblaðið hafi áhuga á mínum skrifum
Þið leitið bara að "Hæfileikarík Ungmenni!" í greinasafninu..
Takk fyrir mig Morgunblað
KNÚS
Sturtuðum okkur, og ljóskan ég gleymdi kortinu mínu í vasa í buxum heima hjá ömmu og afa, svo við þurftum að fara þangað að sækja það. Fórum út í kringlu og gerðum varla neitt, fann ekkert á þessum örstutta tíma.
Ég ætlaði í bíó, og Hulda, Árdís og Eva, en við Hulda hættum við og fórum bara heim að kvíla okkur, og ekki er það nú amaleg hvíld, fengum æðislega súkkulaðiköku og ís áðan. Horfðum á laugardagslögin sem var kannski ekkert það skemmtilegasta í heimi en var allt í lagi.
Fer bara snemma að sofa, því við þurfum að vakna um 7 leitið að græja okkur, því 2. flokkur fer að keppa á morgun í fótboltanum. Verð á bekknum því að Hulda er eitthvað meidd í bakinu og ef hún finnur rosalega til fer ég held ég inná, svo óskið mér góðs gengis ..
Komst að því að 6. febrúar var sett greinin mín, ótrúlega stolt Reyndar beygðu þau nafnið mitt því miður vitlaust.
Hér er Róslín
Um Róslín
Frá Róslín
Til Róslínar
Það var einmitt um hæfileikarík ungmenni, bara gaman að sjá að Morgunblaðið hafi áhuga á mínum skrifum
Þið leitið bara að "Hæfileikarík Ungmenni!" í greinasafninu..
Takk fyrir mig Morgunblað
KNÚS
Athugasemdir
Takk snúlla fyrir innlitið á síðuna mína í gærkveldi.
Til hamingju með greinina veistu það er alltof lítið ritað um þau ungmenni sem
eru á réttri leið og skara framúr á einhvern hátt,
gott hjá þér að tjá þig um þau.
Eigðu góða heimferð með vinkonum þínum, nú ef pabbi þinn er eitthvað líkur þér,
sko svona ábyrgðarmikill eins og þú ert, þá hlýtur hann að aka varlega með ykkur
Ekki sýna honum þetta á náttúrlega að vera að þú líkist honum, en ég meina það,
þú ert bara svo frábær.
Kveðja til þín og þinna.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2008 kl. 09:07
Rosa flott greinin þín, það er alveg rétt að það er alltof lítið rætt um hæfileikarík ungmenni, og alltof lítið gert til að koma þeim á framfæri!
knús
Eva (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 20:34
Ætla að kíkja á þetta á eftir Ástarkveðjur frænka!
Laufey Ólafsdóttir, 18.2.2008 kl. 16:43
Tak fyrir kommentin
Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.2.2008 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.