14.2.2008 | 17:52
Blogg frá mér til ykkar..
Ég gleymdi algjörlega að segja ykkur frá þeirri skemmtilegu sögu frá því í gærmorgun. Að venju var mamma að hjálpa mér að setjast upp svo ég myndi vakna, og ég er með hillu rétt fyrir ofan rúmið, ekki breiða frá Ikea. Mamma var búin að banna mér að leggjast aftur, svo ég hallaði mér bara aðeins á þá hillu, veit ekki almennilega hvort ég sofnaði eða ekki. En þegar ég leit svo í spegilinn var ég með þvílíkt far á enninu sem var ekkert að fara
Sem minnir mig á eina bráðskemmtilega ferð frá Reykjavík og heim, fyrir frekar löngu vorum við alltaf með svona sindrabúning lítinn uppi í glugganum, festur með sogskál. Ég var svo hrikalega sniðug og klessti sogskálina vel og lengi á ennið á mér og hafði hana þar í frekar langan tíma og bjóst ekki við þeim afleiðingum sem biðu mín. Þegar ég loksins tók hana af, var ég með heljarinnar sogblett á enninu og var hann nú fastur frekar lengi á mér.
En já, fékk skólapeysuna mína í dag, ekkert smá þægileg maður!! Enda mjög stór og svona, fékk líka mínu framgengt að það stæði Róslín A. og guði sé lof að það var rétt stafað! Var að venju skoppandi um allan skólann, ekki ólíkt mér. Íslenskutíminn reyndar fór mestur í spjall, enda ekki annað hægt margt að fara að gerast og svona.
Í kvöld eigum við svo á leikæfingu að sýna eitthvað smá úr leikritinu fyrir hina. Þó svo ekki okkar hlutverk bara sýna honum hvernig við leikum. Mótleikari minn er Kristín, vorum að æfa í dag og gekk bara ágætlega get ég sagt. Vonandi að ég verði ekki bara búin að gleyma textanum.
Ætla að fara að græja mig fyrir æfingu og svona
Knús
P.s. Anna Guðný spurði mig í þar síðustu færslu hvort ég myndi þá ekki blogga minna eða í þá áttina, og ég vil bara að þið hafið það á hreinu, ég finn mér alltaf tíma til að blogga. Ekki vafi á því ..
Sem minnir mig á eina bráðskemmtilega ferð frá Reykjavík og heim, fyrir frekar löngu vorum við alltaf með svona sindrabúning lítinn uppi í glugganum, festur með sogskál. Ég var svo hrikalega sniðug og klessti sogskálina vel og lengi á ennið á mér og hafði hana þar í frekar langan tíma og bjóst ekki við þeim afleiðingum sem biðu mín. Þegar ég loksins tók hana af, var ég með heljarinnar sogblett á enninu og var hann nú fastur frekar lengi á mér.
En já, fékk skólapeysuna mína í dag, ekkert smá þægileg maður!! Enda mjög stór og svona, fékk líka mínu framgengt að það stæði Róslín A. og guði sé lof að það var rétt stafað! Var að venju skoppandi um allan skólann, ekki ólíkt mér. Íslenskutíminn reyndar fór mestur í spjall, enda ekki annað hægt margt að fara að gerast og svona.
Í kvöld eigum við svo á leikæfingu að sýna eitthvað smá úr leikritinu fyrir hina. Þó svo ekki okkar hlutverk bara sýna honum hvernig við leikum. Mótleikari minn er Kristín, vorum að æfa í dag og gekk bara ágætlega get ég sagt. Vonandi að ég verði ekki bara búin að gleyma textanum.
Ætla að fara að græja mig fyrir æfingu og svona
Knús
P.s. Anna Guðný spurði mig í þar síðustu færslu hvort ég myndi þá ekki blogga minna eða í þá áttina, og ég vil bara að þið hafið það á hreinu, ég finn mér alltaf tíma til að blogga. Ekki vafi á því ..
Athugasemdir
Það er nú eins gott að þú hafir tíma í að gefa okkur skýrslu.
Gangi ykkur vel að æfa.
Knús. Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2008 kl. 17:59
Ég get nú ekki annað þegar er komin svona flottur leshópur
Og já takk Milla, vonandi mun mér takast ætlunarverkið
Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.2.2008 kl. 18:00
já eins gott að passa sig að sofna ekki ofan á hillu flott bloggið þitt gaman að lesa
Brynja skordal, 14.2.2008 kl. 18:08
Brynja, ég mæli allavega ekki með því rétt áður en maður fer á fætur.. allt í lagi kannski ef maður hefu tíma til að leyfa húðinni að jafna sig en ekki þegar maður þarf að mæta í skóla/vinnu eftir 10 mín
En takk fyrir hrósið, bara gaman að fá svona hrós
Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.2.2008 kl. 18:16
Þú ert skemmtilegur bloggari! sé þig í anda með sogblettinn á enninu
Huld S. Ringsted, 14.2.2008 kl. 21:17
Takk fyrir
Heyrðu, hann tók sko yfir hálft ennið á mér!! ekkert smá stór sogskál
Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.2.2008 kl. 22:51
Ég er með svona inside information um það hvernig mamma hennar togar hana upp á morgnana. Sjáið þið ekki fyrir ykkur: Sestu upp, ekki leggjast niður aftur.
Eins gott að börnin frétti ekki að þessari þjónustu. Gætu viljað hana líka. Að vísu finnst syni mínum, 9 ára voða gott ef mamma tekur í hendina á honum og svona styður hann fram úr rúminu.
Anna Guðný , 14.2.2008 kl. 23:09
Ég meinti auðvitað börnin mín.
Anna Guðný , 14.2.2008 kl. 23:10
Haha, passið ykkur að "ofdekra" ekki börnin ykkar með svona...
Reyndar verður að gera svona við mig þar sem ég sef fastar en steinn..
Getið ímyndað ykkur, lét mömmu alltaf klæða mig í sokkana á meðan ég "hvíldi augun" aðeins lengur..
Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.2.2008 kl. 23:15
Það er greinilegt hver er prinsessan á heimilinu og yngst!!! Rafn tötrið er fyrstur á fætur á morgnana hér á þessum bæ og búinn að búa um og allt fyrir 7.30!!!!!!! Hann er líka bestur!!!! Góða helgi Ragga
Ragga (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 09:16
Úff, bara ef ég væri svona dugleg..
Rafn er líka bestur, það er ekki spurning
Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.2.2008 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.