Ekki Rocky Horror?

Ég hef verið að spá í dag, hvort ég hafi yfir höfuð tíma, frá kl. 20.00 á hverju kvöldi, eða allavega það næstu tvo mánuði. Ég er að fara núna um helgina suður til Reykjavíkur að keppa í fótbolta, verð þar auðvitað yfir helgina. Í mars verð ég á Laugum í Sælingsdal í 6 daga að ég held, fer stuttu eftir það til Reykjavíkur að hitta allt liðið mitt, sem ég hef ekki hitt í langann tíma. Endilega þið sem viljið pantið tíma til að hitta migLoL..

Allavega já, má alls ekki missa úr fótboltanum, þar sem ég þarf að vera á æfingum, slæmt að missa allt form, þó svo það sé nú eitthvað mjög lítið form. Ætla að tala við leikstjórann í kvöld, klára morgundaginn. Þetta mun allt koma niður á lærdómnum og ég þarf að vera dugleg ef samræmduprófin verða á næsta ári, til að geta komist í skólann sem ég ætla í.


Annars vildi ég deila því með ykkur að frönsk súkkulaðikaka, með vanillu ís og rjóma er bara gott í morgunmat. Mæli eindregið með því, bökuðum einmitt franska köku í fyrsta tíma í morgun, hugsið ykkur hvað þetta var æðislega gottJoyful

 Mér þykir vænt um ykkur öll mín kæruHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frönsk súkkulaðikaka er að sjálfsögðu æðisleg með rjóma og jarðaberjum Ummmm!
Mundu það að þú ert ekki vélmenni, svo slepptu bara Rocky Horror.
Það er flott að fara í Sælingsdalinn.
                                      kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.2.2008 kl. 20:05

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég held ég nái þessu öllu saman
Söng meirað segja fyrir leikstjórann, Atti katti nóa!

Knús á þig Milla

Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.2.2008 kl. 22:37

3 Smámynd: Anna Guðný

Ég vissi ekki þeir notuðu Atti katti nóa í Rocky Horror

Gangi þér vel í púslinu.En hvenær hefurðu þá tíma til að blogga?

Anna Guðný , 13.2.2008 kl. 22:54

4 Smámynd: Anna Guðný

En þessi franska hefur örugglega smakkast vel.

Anna Guðný , 13.2.2008 kl. 22:55

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Haha, ég var svo þvílíkt feimin Anna Guðný að það var ekki fyndið!! Stressið að fara með mig, hann lét mig svo syngja þetta hærra og hærra!! Ég var alveg að missa mig af stressi.. og hvenær gef ég mér ekki tíma til að blogga, er svo fljót að rita niður hugsanir mínar að það verður bara í besta lagi með mig, og ykkur - ekkert að óttast..

Franska kakan var alveg mögnuð sko, ef ég held saumaklúbb í framtíðinni ætla ég sko að baka hana

Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.2.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband