Rocky Horror

Jæja, ég lét verða að því í gærkvöldi og skellti mér á LH & FAS fundinn. Talað var um hvernig leikritið ætti að vera og framvegis. Okkur var úthlutað geisladiskurinn, Rocky Horror og hefur hann núna verið í spilun hjá mér síðan. Ótrúlegt að ég hef aldrei séð þetta leikið né á spólu, hef heyrt eitt lag Idol að þakka. Tíðhnit heitir það lag og er ég núna að læra það, en er ekki alveg með röddina til þess að syngja en mér er sama, alltaf gaman að vera með og mig langar að leika, svo bara að skella sér í þetta og vera með.
Fyrsta leikæfing er í kvöld, og verður það mjög spennandi þar sem við erum að fara að leika okkur, gæti kallað það að gera sig að fífli.Allskonar æfingar og leikir, til að hrista hópinn saman. Eitthvað mikið fyrir mig að gera svoleiðis, þar sem mig vantar alltaf athygli Wink ..

Vaknaði við þvílíkan hávaða frá símanum mínum og stökk fram úr um leið til að vekja engan, en fattaði svo að það væri enginn heima, allir í vinnu. Frekar fyndið, en ákvað bara að græja mig, klæða, borða og tannbursta og greiða mér. Fékk far með Sædísi systur, og hoppaði út hjá Hárgreiðslustofu Jónu ogEllýjar. Að þessu sinni klippti Ellý mig og tókst henni það bara nokkuð vel. Lét nokkrar léttar strípur í hárið mitt, bara nokkrar svo þið hafið það á hreinu. Klippti hallandi topp og snyrti hárið mitt aðeins.
Skelli inn mynd við tækifæri þar sem ég myndast hrikalega illa þegar ég tek myndina sjálfGetLost ..

Ætla að fara að græja mig fyrir fótboltaæfingu, loksins gott veður, guði sé lof!

TOJ TOJHeart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Leigðu myndina og horfðu á hana. Tim Curry fer á kostum og þarna sér maður Susan Sarandon og Barry Bostwick í fyrsta sinn. Þessi mynd og tónlistin úr henni voru rosalega vinsæl þegar ég var í menntó (löngu eftir að þetta kom út, ég er ekki svo gömul) og á hverju balli var spilað: It's just a jump to the left - then it's a jump to the right.

Rocky Horror er menning út af fyrir sig. Allir eiga að sjá myndina og syngja með. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.2.2008 kl. 19:17

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rocky Horror er mjög flottur söngleikur, sá hann á sínum tíma með Helga Björns
í aðalhlutverki, hann var flottur í því.
                                  knúsMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2008 kl. 19:17

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Kristín, fer á hana í bíó annað kvöld, og ég hlakka ekkert smá til að sjá hana!! Reyndar verður leikritið á íslensku, eða lögin líka meina ég. Er búin að vera að hlusta á lögin í tíma og ótíma, rosalega skemmtilegt

Milla, ég efa það ekki, fékk einmitt diskinn sem Helgi Björns syngur á.
Knús tilbage

Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.2.2008 kl. 22:13

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Tíðhnit? Ertu að tala um þetta:

Gangi ykkur vel og ég tek undr með Kristínu... Myndin er málið!

Laufey Ólafsdóttir, 13.2.2008 kl. 11:57

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Laufey Ólafsdóttir, 13.2.2008 kl. 11:58

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Html-ið vill ekki virka!

http://youtube.com/watch?v=Iunx2MnvN6o

Vona að þetta gangi! 

Laufey Ólafsdóttir, 13.2.2008 kl. 12:02

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég fer á myndina í kvöld - hlakka ótrúlega til
Tíðhnit er æðislegt lag sko, kann það núna næstum utan af

Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.2.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband