Bloggræpa, bókstaflega!

Mér finnst alveg tilvalið fyrst ég er hér með þetta blogg og segja ykkur frá nokkrum manneskjum sem ég hef kynnst um ævina.

Ég þarf ekki að segja frá Rafni meira held ég, en hér er bloggfærslan um hann ef þið viljið lesa það: http://roslin.blog.is/blog/roslin/entry/431926/#comments

Salóme er 17 ára stelpa sem býr í bænum. Við kynntumst fyrir 4 árum að ég held og ekki á skemmtilegan hátt. Frekar fyndið þegar maður hugsar núna út í það, en það var í gegnum þetta blessaða Idol. Þessi stelpa er magnaður karakter og stendur sko svo hrikalega á sínu að hún verður rosalega pirruð þegar maður fer að stríða henni útaf því. Hún hefur áhuga á ljósmyndun og tekur rosalegar myndir og syngur svo vel að fá orð geta lýst því. Ég ætlaði alltaf með henni í Idolið þegar hún myndi hafa aldur til, en því miður var Idol hætt þá.

Sveinborg langamma mín heitin var og er mér rosalega mikilvæg manneskja. Hún bjó á Selfossi og man ég alltaf eftir því þegar ég kom inn til hennar og langafa í heimsókn. Lyktin sem mætti manni þegar maður kom inn, kexið og ostasmjörið sem hún bar alltaf á borð þó svo að við sögðum henni að við værum ekki svöng. Ég man líka rosalega vel eftir því þegar við systir mín fórum alltaf inn í gestaherbergið og lituðum í litabækur með fimmhyrndum vaxlitum, og máttum ekki láta illa í stofunni. Mér þótti alltaf svo gaman að skoða myndirnar, man að á skeinkinum þegar maður kom inn beint fyrir framan mann var mynd af henni og systkinum hennar. Inni í stofunni var stór mynd af fossi eða þvíumlíkt og síminn var þegar maður kom innan úr forstofunni til hægri á litlu borði. Stóri lykillinn sem var á veggnum hjá útidyrunum til hægri. Ég man hvernig amma sat alltaf við borðið, ef hún var ekki að fikta í höndunum á sér var hún með aðra öndina undir höfðinu og fylgdist alltaf áhugaverð með því sem við vorum að segja, brosti svo hlýlega til manns að manni fannst maður aldrei vilja halda leiðina ýmist heim eða til Reykjavíkur, bara sitja þarna og fylgjast með þessari áhrifaríku konu. Þessar minningar er gott að hugsa um, hvað hún amma var áhrifarík og góð kona.

Guðbjörg Elísa, stúlka sem er heilum 9 árum eldri en ég. Ég kynntist henni í "gegnum" idolið, og varð svo hrikalega mikið fan á sínum tíma að það var ekki fyndið. Hún er falleg að utan sem og innan, hún hefur hjálpað mér mjög mikið í gegnum erfiða tíma og talað mig til. Hún er ótrúlega skemmtileg og rosalega gleymin, varð bara að láta það fylgjaW00t. Já, ég segi falleg að utan sem og innan, hún er ein yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst og með rosalega sæta spékoppa. Hún syngur líkt og engill, ótrúanlega falleg röddin hennar. Ég get sagt henni allt og hún kemur alltaf með góð ráð, hún er bara eins og stóra systir mínJoyful.

Guðbjörg Valdís. Ég má bara til að nefna hana hérna. Á sínum tíma þegar hún var ólétt, fékk ég einmitt að segja henni allt í heiminum og hún tók alltaf samsinnis undir hjá mér. Sagði mér margt og var einstaklega fyndin með hluti sem voru samt grafalvarlegir. Fyrir áramót talaði ég mjög mikið við hana og lét hana alltaf vita hvernig mér liði og fékk að skíra allt betur út. Hún var einmitt með bróður mínum í bekk, og bjó í sömu götu og ég. Kynntist henni aftur í hitt í fyrra að ég held.  Núna hefur hún um margt annað að hugsa, fæddi dreng í janúar, sem er bara sætur strákur. En ég heyri af og til í henniSmile.

Eva Kristín, einstaklega þrjósk manneskja, sem er bara gott! Ég hef verið með henni í bekk síðan í 3. bekk. Ég þoldi hana ekki á tímabili, og var næstum farin að grenja í hvert skipti í Hafnarskóla þegar var dregið okkur saman í sæti. Ég veit ekki ástæðuna af hverju við þoldum ekki hvor aðra, en það er bara fyndið að hugsa út í það að hafa ekki kynnst henni fyrr. Eva hefur alltaf stutt mig vel í gegnum allt og hjálpar mér mikið. Tel hana langbestu vinkonu mína, enda bara frábær stelpa og gaman að umgangast hana. Hún er ótrúlega æðisleg, og stundum ógeðslega kaldhæðin sem er ógeðslega fyndið! Hún er sú sem nennir að gera allt með manni, og hefur áhuga á svipuðum hlutum og ég. Hún er hress og skemmtileg stelpa, og þið sem missið af því að kynnast henni eruð óheppin, og líka þið sem vanmetið hana.Wink

Milla, Guðrún Emilía. Ég bara verð að skrifa líka um hana. Eitthvað sem segir mér að það sé bara þannig og þá geri ég það. Milla hefur haft mjög góð áhrif á mig. Hún kom eins og kölluð, eða eitthvað svoleiðis. Hún hefur verið mér mjög mikil hvatning í að skrifa, að hafa fengið þetta æðislega komment, og blogg um mig hjá henni var bara eitthvað sem ég var næstum farin yfir um af ánægju. Fyrsta skipti sem fólk tekur mig bókstaflega alvarlega, og metur mig fyrir það sem ég er og geri. Milla er bara æðisleg, og ekki má gleyma að hún er rosalega ungleg miðað við aldur - þó hún sé ekki gömul!! Takk kærlega fyrir mig Milla - örugglega í fimmtugasta skiptiHeart!

Auðvitað þykir mér vænt um foreldra mína, ættingja og systkini, svo má ég alls ekki gleyma t.d. Ragnheiði mömmu Rafns, hún er algjört æðiGrin, Þórdísi Imsland, vinkonu minni í Danmörku. Árdísi Drífu, sem er góð vinkona mín, og svo marga aðra.

En ég má alls ekki missa af dagskránni á stöð 2Grin

RISAKNÚS á ykkur öllHeart
Þykir rosalega vænt um ykkur, eða þið sem ég þekki..Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aww  Mér þykir alveg ótrúlega vænt um þig Róslín mínHeld nú að þessi kaldhæðnishúmor fari nú samt stundum yfir strikið, eins og við höfum kannski sérstaklega tekið eftir núna í kvöld. Þú er alveg yndisleg

Eva (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 21:01

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Haha Eva, ég þekki þig nú betur en það!!! Þú fattar hvað ég er að meina, með kaldhæðnishúmorinn, mér finnst hann bara fyndinn... sumir bara kunna ekki að meta þig og hvað þú ert æðisleg..

Eins og ég segi, bara þeirra missir..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.2.2008 kl. 21:05

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Skemtileg bloggræpa, og þú heppin að eiga alla þessa yndislegu vini.

Þröstur Unnar, 10.2.2008 kl. 21:52

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Já, sem betur fer á ég þau að

Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.2.2008 kl. 22:18

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

skemmtileg færsla og manni hlýnar um hjartað að lesa um langömmu þína. Það er svo gott að eiga góða minningar um ástvini sem hafa kvatt.

hvað er þetta með þig og Idolið ?

Jóna Á. Gísladóttir, 11.2.2008 kl. 01:28

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Haha, góð spurning Jóna. Flestir út 3. seríunni vita smá hver ég er. Frekar fyndið að segja frá því, allavega muna margir eftir mér. Ég er einstakur Idol aðdáandi, vildi endilega kynnast öllum krökkunum. Er búin að átta mig sem betur fer á því að þetta eru bara venjulegir krakkar sem syngja vel, og reyndar þekki ég fleiri úr Idol, t.d. Nönu, algjört æði..
Haha, ef þú vilti vita eitthvað um íslenska idolið bara call me sko.. Já einmitt, ef þú vilt finna sannari aðdáanda en mig þarftu að fá þér stækkunargler örugglega til að leita af honum á Íslandi. Ég á kassa af upptökum af Idol. Nokkuð margar myndir af mér og Idol stjörnum og yfir 500 stjörnukort. Just name it!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.2.2008 kl. 01:39

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Hallgerður,

og sömuleiðis eigðu góðan dag

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.2.2008 kl. 11:04

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku uppáhalds-snúllan mín, það er ég sem segi takk, takk fyrir að hafa kynnst þér, vona ég að við verðum bloggvinur sem lengst.
                       Knús á þig Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2008 kl. 19:20

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég vona það líka Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.2.2008 kl. 19:23

10 identicon

Hæ sæta... Falleg bloggfærsla hjá þér... Ég er ótrúlega hrifin af blogginu þína, finnst það mjög flott hjá þér.

Mér þykir líka ákaflega vænt um þig dúllan mín..........  Hafðu það gott.......... Knús og kram Ragga

Ragnheiður mamma Rafns!!!!! (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 19:34

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Ragga
Hafðu það gott sömuleiðis..
Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.2.2008 kl. 20:37

12 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Já, heimilin hennar Sveinu ömmu voru alltaf góður staður. Manni var sko gefið að borða sama hvort maður var svangur eða ekki og maður mátti varla snúa sér við án þess að vera boðið eitthvað. Ég man líka eftir öðru, hvernig hún nánast vaskaði leirtauið upp áður en hún setti það í uppþvottavélina. Ég sakna þeirra óstjórnlega mikið.

Ferlega flottur nýi bannerinn á síðunni þinni. Ég er búin að vera ferlega léleg í blogglestri upp á síðkastið... en reyni að kíkja á þig öðru hvoru

Laufey Ólafsdóttir, 12.2.2008 kl. 01:18

13 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þegar þú segir þetta, með leirtauið byrjar mig að ráma frekar í það.. Ég sakna þeirra líka, allt of mikið. Samt er svo notarlegt að hugsa um þetta þegar maður finnur söknuðinn svona, hjálpar manni helling.

Takk fyrir, ég vil alltaf hafa lúkkið á hreinu enda nokk mikið tölvunörd. Sést mjög vel á gömlu blogg síðunni minni www.blog.central.is/roslin , tók engann smá tíma að gera hann

En það er allavega gott að þú kíkir, allt í lagi á meðan þú gleymir mér ekki..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.2.2008 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband