Loksins byrjuð..

.. að taka til! Þó svo það sé a.m.k. vika síðan ég sagðist fyrst ætla að gera það. Má alls ekki gleyma mér, mamma er búin að hóta að verða reið út í mig ef ég klára þetta ekki í dag, svo það er bara eins gott að ég drífi í þessu. Enda löngu kominn tími til. Langar mikið frekar að hjálpa við að elda, mér finnst það skemmtilegra. Bakaði áðan pönnukökur með mömmu, brögðuðust ótrúlega velGrin.

En veðrið hér á Hornafirði fer held ég skánandi. Allavega hálkan byrjuð að bráðna og bara smá vindkviður, snjórinn hættur og svo framvegis.
Gærkvöldið var tekið með kósíleg heitum, og kúrði ég með Rafni mínum yfir sjónvarpinu. Ótrúlega þægilegt skal ég sko segja ykkur!!

Jæja, verð að fara að halda áfram að taka til, borða og fara í sturtu áður en Rafn kemur.
Enn tveir dagar eftir af helginni hjá mér, bara vakna um korter yfir ellefu og fara að hitta kennarann og sjá hvernig ég stend mig nú. Ætla að reyna að gera eitthvað af viti á morgun. Er bara búin að vera að horfa á sjónvarpið og taka myndir í dag, bjó til mitt eigið stúdíó, að vísu pínu lítið.

Smá sýnishorn;





KnúsHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Núna hlýtur þú að vera búin að laga til, fara í sturtu, og trúlega að borða núna,
síðan kemur hann sæti þinn.
flottar myndir hjá þér.
                                           KnúsMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.2.2008 kl. 19:32

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég er búin að þessu öllu saman, var bara að klára sturtuna.
En Rafn kemur því miður ekki

Knús til baka Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.2.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband