9.2.2008 | 18:17
Sælinú
Hér sit ég að venju og heng í tölvunni. Var á æfingu áðan, í futsal. Mér gekk aðeins betur en á síðustu æfingum, ég er bara ekki alveg að fitta inn í mitt hlutverk þessa dagana. Held að við eigum að fara í bæinn, já í bæinn segi ég að keppa á Íslandsmótinu, áttum að fara á morgun austur en sem betur fer verður ekkert úr því. Þið sem eigið heima í bænum, fylgist þið vel með mér í vikunni svo þið getið kíkt á mig, endilega mæta og heilsa uppá stelpuna. Rosalega gott að knúsa ótrúlega svitafýlu...
Loksins hef ég ákveðið klippinguna mína, og leyfi ykkur svo að sjá útkomuna þegar að því kemur, ætla ekki að kjafta í alla því þá verður þetta ekkert spennandi. En ég skal segja ykkur það að ég er hætt við að hafa stutt öðrumegin og sítt hinumegin.
Ég er ekki enn byrjuð að taka til síðan ég sagði það fyrst hér á blogginu. Finnst það bara einstaklega leiðinlegt.
En hvernig lýst ykkur nú á "bannerinn" ? lagði hellings vinnu í þetta..
Knús
Athugasemdir
Bara mjög fínt hjá þér.
Sumir verða svona tvöfaldir á bloggvinalistanum eins og þú hjá mér, án þess að nokkur viti afhverju.
Þröstur Unnar, 9.2.2008 kl. 18:38
Þú hefur bara klikkað tvisvar...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.2.2008 kl. 23:42
Haha, rauðhaus?
Ég kalla það nú bara að vera rauðhærð
Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.2.2008 kl. 02:15
Hahahaha, mér finnst það fyndið...
Úff, gott að ég fæddist á Íslandi, er 1/8 færeyingur, langamma mín var færeysk, hét einmitt því víðfræga nafni Jósefína
Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.2.2008 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.