9.2.2008 | 00:15
Mórall
Sumir eru bara með eintóman móral, ég setti skoðanakönnunina meira í gríni heldur en alvöru. Það er alveg greinilegt að einhverjir þola mig ekki, þar sem ég fékk bæði sæmilegt og ömurlegt. Ég ákvað að hætta með þessa skoðanakönnun, þar sem ég sé að fólk hefur engan húmor...
Vil taka það SKÝRT fram að ég tek þetta ekki inná mig! ég er mjög mikill grínisti, eins og fólk hefur vel tekið eftir, en þó er aldrei stutt í alvöruna - og pirringsþráðurinn er líka mjög stuttur hjá mér.
Ég ætla aðeins að laga þennan banner minn, finnst hann heldur tómur, mjög ólíkt mér. Í öllu því sem ég geri er mikið af þessu og hinu, og ætla ég að bæta einhverjum sætum myndum inná.
Í þar síðustu bloggfærslu sendi ég inn tvö myndbönd af youtube síðunni minni. Eins og þið kannski sáuð er ég rosalega athyglissjúk og vil helst vera miðpunktur athyglinnar allstaðar sem ég kem. Þó svo veit ég hvenær ég má það og hvenær ég má það ekki.
Veðrið ógeðslega er búið að færast hingað yfir frá Reykjavík, afhverju vilduð þið ekki hafa það aðeins lengur Reykvíkingar? Heyri bara í hávaða roki og rigningu hérna berjandi á gluggan minn.
Ég horfði á Bandið hans Bubba með honum Rafni mínum, einn héðan frá Höfn, Elvar Bragi ÁFRAM HANN!!!!
Jæja ætla að byrja á þessu blessaða photoshop standi..
Síkáta Róslín kveður að sinni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.