8.2.2008 | 18:17
Í dag
Ég fékk loksins skiptin mín fyrir geisladisk sem ég fékk í jólagjöf, fékk engan annan disk en Ökutíma með Lay Low. Rosalega góður diskur, elska þessa frábæru rödd, frábrugðin öllum öðrum. Minnir samt smá á Emiliönu Torrini, en samt ekki. Skólinn í dag var stuttur og fremur lítið að gera, byrjuðum á því að fara í tölvur og gerðum kynningu á uppáhalds leiknum okkar. Þar sem ég á engann uppáhalds leik, gerði ég bara þvílíkt glærusjóv fyrir mig og Yrsu. Bjó til "cover" á leik sem ég nefndi Hit The Ben, ég veit ekki hvaðan hugmyndin kom, fékk reyndar ekki leyfi fyrir því að búa til minn eigin leik. En þegar ég rétti Bjössa kennara prentið af glærunni gat hann nú ekki annað en brosað.
Í stærðfræði gerðum við einhvern kassa, úr blöðum, hrikalegt stuð. Tennis var í íþróttum, og viti menn, ég bað einmitt íþróttakennarann um það í gær. Fólk farið að hlusta! Ég og Yrsa vorum saman í liði, gekk ágætlega, fyrsta skotið mitt fór óvart alla leið yfir í hinn vegginn, engin smá kraftur í manni. Þarf þess samt ekki, þar sem það er bara létt að meiða einhvern óvart með tennisspaða og svona bolta.
Hef verið að vinna í myndum í dag, fór með pabba að taka myndir. Hér er eitthvað af afrakstrinum, er ekki sátt. En er farin á æfingu, gætuð heyrt í mér betur í kvöld..
Athugasemdir
Flottar myndir, bara að fínisera þær til.
Veistu hvað Lay low gerir við ágóðann af þessum disk sínum Ökutímar?
Ef ekki þá segi ég þér það hér með.
hún er búin að gefa allan ágóðan til Aflsins á Akureyri.
Aflið er systurfélag Stígamóta í Reykjavík, og vinnur öflugt og þarft starf, öll vinna er unnin í sjálfboðavinnu, en það kostar að reka svona félag.
Akureyrarbær styrkir félagið og önnur sveitafélög hér í kring, en svo er það komið á ríkisstyrk, en gjöfin frá Lay Low er stórmannleg.
Leikfélag Akureyrar gaf líka ágóða einnar sýningar á leikritinu ökutímum.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.2.2008 kl. 18:51
ég þarf að kaupa mér þennan disk.. ekki spurning.
Myndirnar eru flottar en þú hefur nú sennilega meira vit á því en ég hvort eitthvað þurfi að laga þær til.
Jóna Á. Gísladóttir, 8.2.2008 kl. 18:55
Ég reyndar vill hafa þær svona þar sem orginalið er algjörlega útúr kortinu... þetta er svona meira "gamaldags"...
Ég vissi að það væri Systrafélagið á Akureyri. Vissi samt ekki alveg hvað þær gerðu en finnst Lay Low bara æðisleg að gera svona. Enda hefur hún líka þurft að kljást í gegnum heilaæxli - ef þið sáuð ekki Sjálfstætt fólk á sínum tíma..
Ég mæli eindregið með því að þú kaupir hann Jóna, bæði styrkir gott málefni og færð æðislega flott lög til að hafa á fóninum - enda Dolly Parton lög og svo er Lay Low líka æðislegur lagahöfundur með sérstaka rödd - æðislega :)
Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.2.2008 kl. 19:45
Stígamót er félag í Reykjavík sem hjálpar þeim sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi, síðan eiga þau systrafélög ,og er Aflið á Akureyri eitt af þeim,
Sólstafir á Ísafirði er eitt, veit ekki um fleiri.
Ég er alveg sammála þér um myndirnar, en af því að þú talaðir um að þú værir ekki sátt, þá hélt ég að þú meintir myndirnar
Knús kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.2.2008 kl. 10:46
Já ókei, ég skil betur
Er samt já ekki sátt með myndirnar.. komu þvílíkt illa út orginalið sko..
Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.2.2008 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.